Mokstursdrengir segja þakklæti viðskiptavina bestu launin Her ruðningstækja kappkostar að hreinsa tólf hundruð kílómetra langt gatnakerfi borgarinnar og um 600 kílómetra af stígum. Ungir drengir í Hlíðunum tóku sig líka til og bjóða fólki að moka bílastæði og innkeyrslur. 17.2.2022 19:26
Nýr formaður og stjórnarfólk Eflingar velkomið að stefnumótun kjarasaminga Starfandi varaformaður Eflingar telur enga þörf á að kalla saman aukaaðalfund í félaginu til að flýta stjórnarskiptum og aðkomu nýrrar forystu að mótun kröfugerðar fyrir komandi kjarasaminga. Nýkjörinn formaður og stjórnarfólk væri velkomið að taka þátt í þeirri vinnu nú þegar. 17.2.2022 13:02
Sólveig Anna segir samstarfið undir starfsmönnum Eflingar komið Sólveig Anna Jónsdóttir vonar að starfsfólk skrifstofu Eflingar skilji hvað felist í því að hún mæti á ný til forystu með endurnýjað umboð félagsfólks. Hún fái vonandi vinnufrið til að hefja undirbúning að gerð komandi kjarasamninga. Framhaldið sé undir starfsfólki komið. 16.2.2022 19:20
Sólveig Anna vill stjórnarskipti sem fyrst Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar telur eðlilegt að boðað verði sem fyrst til aukaaðalfundar í félaginu þannig að hún og það fólk sem kosið var með henni í stjórn félagsins geti sem fyrst einhent sér í að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. 16.2.2022 12:51
Átakshópur í húsnæðismálum skilar tillögum í apríl Átakshópur á vegum þjóðhagsráðs verður endurvakinn og á að skila tillögum að lausnum í húsnæðismálum í apríl. Forsætisráðherra segir húsnæðisskort blasa við og grípa þurfi til aðgerða til að auka fraboðið. 12.2.2022 23:46
Bankarnir sýni heimilunum svigrúm Forsætisrráðherra og fjármálaráðherra segja góða stöðu banka í eigu ríkisins koma sér vel með miklum argreiðslum í ríkissjóð sem nýtist til fjármögnunar félagslegra verkefna. Fjármálaráðherra segir heimilin þó standa vel og vanskil þeirra séu í algeru lágmarki. 11.2.2022 19:30
Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11.2.2022 19:20
Tæplega 10 þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag Tæplega tíu þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag og hún heyrir nú sögunni til vegna tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum. Frá miðnætti mega tvö hundruð manns koma saman og opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist. Stefnt er að því að aflétta öllum aðgerðum í lok mánaðar. 11.2.2022 19:01
Þætti vænt um ef bankarnir kæmu með tillögu um hvernig létta á undir heimilunum Stóru viðskiptabankarnir þrír skila allir methagnaði á síðasta ári enda höfðu stjórnvöld gert rekstrarumhverfi þeirra hagstætt í faraldrinum. 10.2.2022 21:37
Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði. 10.2.2022 19:20