Að minnsta kosti fjórir látnir í eldsvoðanum í Valencia Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að eldur braust út í Valencia á Spáni í gær og gleypti stórt og mikið fjölbýlishús. Nítján er enn saknað. 23.2.2024 08:28
Tvær alvarlegar hliðarverkanir fundust í viðamikilli rannsókn Niðurstöður rannsóknar sem náði til 99 milljón einstaklinga sem voru bólusettir gegn Covid-19 staðfesta hversu sjaldgæfar alvarlegar hliðarverkanir bóluefnanna eru. 23.2.2024 07:26
Hafa náð saman um forsenduákvæði og funda aftur í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins hafa náð saman um forsenduákvæði kjarasamninga eftir langan samningafund í gær. Fundarhöld hefjast að nýju klukkan níu. 23.2.2024 06:36
BHM og Friðrik Jónsson sýknuð af kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Bandalag háskólamanna og Friðrik Jónsson, fyrrverandi formann BHM, af kröfum fyrrverandi framkvæmdastjóra sem sakaði Friðrik um að hafa brotið gegn trúnaðarskilyrðum starfslokasamnings. 22.2.2024 11:46
Ástralskur biskup ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum Ástralskur biskup hefur verið ákærður fyrir nauðgun og fleiri kynferðisbrot, meðal annars gegn börnum. Christopher Saunders, 74 ára, var handtekinn í Broome á miðvikudag, eftir að sætt rannsókn af hálfu lögregluyfirvalda og Páfagarðs. 22.2.2024 10:16
Unglingum vísað af veitingastað og maður með vesen á slysadeild Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var tvívegis kölluð til í gærkvöldi og nótt vegna einstaklinga sem voru til vandræða. Þá bárust einnig tilkynningar um líkamsárás og innbrot og þjófnað í heimahús. 22.2.2024 08:05
Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22.2.2024 07:37
Freista þess að hindra byggingu risaplastverksmiðju Ratcliffe Hópur umhverfisverndarsamtaka hyggst höfða mál til að freista þess að koma í veg fyrir byggingu efnavinnsluvers í Antwerpen í Belgíu en um yrði að ræða stærsta ver þessarar tegundar sem reist er í Evrópu í 30 ár. 22.2.2024 06:56
Engin byggingarleyfi í höfn þvert á fullyrðingar Arctic Fish Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ekki gefið út byggingarleyfi vegna sjókvía. Þetta segir í svörum HMS við fyrirspurn fréttastofu en tilefnið eru ummæli sem höfð voru eftir framkvæmdastjóra Arctic Fish í Bæjarins besta um að leyfi væri í höfn. 22.2.2024 06:22
Gekk erfiðlega að svara fyrir meint okur og sagði upp störfum Yfirmaður verslunarkeðjunnar Woolworths í Ástralíu hefur sagt af sér eftir erfitt viðtal þar sem hann var yfirheyrður um verðlagningu og meint okur. Gekk hann út, augljóslega ósáttur við spurningar blaðamanns, en samþykkti svo að klára viðtalið. 21.2.2024 12:35