Hádegisfréttir Bylgjunnar Hvalveiðar, uppsagnir flugmanna hjá Play, metsekt Samskipa og hnífaofbeldi meðal barna verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 1.9.2023 11:34
815 á biðlista eftir húsnæði á Stúdentagörðum Einstaklingum á biðlista eftir haustúthlutun Stúdentagarða hefur fjölgað um 165 milli ára. Þeir voru 650 í fyrra en eru nú 815. Alls var 502 leigueiningum úthlutað í sumar til 530 stúdenta. 1.9.2023 10:14
Kvikmyndaframleiðendur vona að samstaða náist á Alþingi um veiðibann Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar í haust og vonast til þess að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. 1.9.2023 09:38
Rannsóknirnar komnar heim og meðalbiðtíminn 12,5 dagar Öllum sýnasendingum til Danmerkur var hætt fyrir síðustu áramót og biðtími eftir niðurstöðum úr leghálsskimun er nú 12,5 dagar að meðaltali, ef miðað er við fyrstu sjö mánuði ársins. 1.9.2023 08:11
Komum ósjúkratryggðra fjölgað um 50 prósent frá því í fyrra Komum ósjúkratryggðra einstaklinga á Sjúkrahúsið á Akureyri hefur fjölgað um 50 prósent frá fyrra ári, það sem af er ári. 512 hafa sótt þjónustu spítalans í ár en fjöldinn var 331 í fyrra. 1.9.2023 07:24
Sýnt frá réttarhöldunum í beinni í sjónvarpi og á YouTube Dómari í Bandaríkjunum hefur ákveðið að sýnt verður beint frá réttarhöldunum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og þeim átján til viðbótar sem hafa verið ákærðir fyrir að reyna að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Georgíu árið 2020. 1.9.2023 06:58
„Förum af stað til veiða um leið og lygnir“ „Ég veit það ekki, það er spáð vitlausu veðri næstu daga, en við förum af stað til veiða um leið og lygnir,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., um það hvenær hvalveiðar hefjast. 1.9.2023 06:26
Kvöldfundur vegna atvinnutilboðs Icelandair til átján flugmanna Play Átján flugmenn Play sem voru á biðlista eftir störfum hjá Icelandair fengu símtal í gær þar sem þeim var boðið að hefja störf hjá félaginu. Þeir sem hyggjast þiggja boðið verða að segja upp hjá Play í dag. 31.8.2023 08:35
Fleiri Hollywood-stjörnur hóta að sniðganga Ísland vegna veiðanna Enn fleiri nöfn er nú að finna á undirskriftalista sem safnað er á í Hollywood gegn hvalveiðum Íslendinga. Leikstjórarnir Jane Campion, James Cameron og Peter Jackson eru meðal þeirra sem hafa bæst í hóp mótmælenda. 31.8.2023 08:15
Fordæmir spillingu í tengslum við undanþágur frá herþjónustu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur fordæmt spillingu í tengslum við heilsufarslegar undanþágur frá herþjónustu en hann segir að á sumum svæðum hafi fjöldi þeirra tífaldast frá því í fyrra. 31.8.2023 06:56