Zuckerberg harmar að hafa látið undan þrýstingi Bidens Mark Zuckerberg forstjóri Meta segist sjá eftir því að hafa látið undan þrýstingi ríkisstjórnar Joe Biden um að ritskoða upplýsingar á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Efnið sem hann var beðinn um að fjarlægja voru það sem stjórnvöld kölluðu misvísandi upplýsingar um ýmislegt tengt Covid-19, og fréttir um upplýsingar á fartölvu Hunter Biden, sonar Joe Biden Bandaríkjaforseta. 27.8.2024 18:47
Fundu lík í fjöru á Álftanesi Maður fannst látinn við fjöru á Álftanesi rétt fyrir hádegi í dag. Lögreglan rannsakar nú hvernig andlátið bar að garði. 27.8.2024 17:15
Sífellt fleiri ungmenni með hníf til að verja sig Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útköllum vegna vopnaburðar hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Sjö prósent ungmenna frá 7. bekk að 1. ári í framhaldsskóla svöruðu því játandi að hafa borið hníf í nýlegri könnun. Flestir sögðust hafa viljað verja sig. 26.8.2024 23:00
Fjórir strákar og tuttugu og sjö stelpur fá námsstyrk í Háskóla Íslands Þrjátíu og einn nýnemi við Háskóla Íslands, sem náð hefur framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs, tók við styrk út Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ í dag. Styrkþegarnir samanstanda af 27 stelpum og 4 strákum. 26.8.2024 21:03
Óvissustigi aflétt á Tröllaskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna sem sett var á 23. ágúst síðastliðinn vegna mikillar rigningar og skriðuhættu á Tröllaskaga. 26.8.2024 20:37
Fundu virka sprengju nærri gönguleið Virk sprengja hefur fundist nærri gönguleið sunnan Voga og sunnan Reykjanesbrautar við upphaf eldgossins. Svæðið er þekkt sprengjusvæði, en þar stóð bandaríski herinn fyrir skotæfingum allt fram til ársins 1960. 26.8.2024 19:15
Engar frekari íshellaferðir að svo stöddu Vatnajökulsþjóðgarður hefur farið þess á leit við ferðaþjónustuaðila sem við á, að þeir fari ekki í íshellaferðir á svæði þjóðgarðsins að svo stöddu. Allir hafa brugðist vel við þeirri beiðni, að því er kemur fram í tilkynningu frá þjóðgarðinum. Þá segir að til skoðunar hafi verið að gera enn meiri kröfur til rekstraraðila sem starfa í þjóðgarðinum. 26.8.2024 18:30
Kallar eftir aukinni menntun leiðsögumanna Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir að þau í félaginu vilji sjá að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með ákveðna menntun. Því markmiði hafi ekki alveg verið náð. Hún segir samfélagið kalla eftir skýrari lagaramma og viðlögum, sé ekki farið eftir reglum þjóðgarðsins hvað menntun og leyfi varðar. 26.8.2024 17:59
Yfir hundrað mál á tólf tímum Starf lögreglumannsins er álagsstarf, og stressið oft mikið, enda aðstæður þannig að maður veit aldrei út í hvað maður er að fara, segir Páll Ingi Pálsson varðstjóri. Mál þar sem börn koma við sögu eru erfiðust að hans sögn. Lögreglumenn segja umræðuna um störf þeirra oft ósanngjarna, þingmenn og fjölmiðlar séu oft óvægnir í þeirra garð. 25.8.2024 10:01
Lélegt skyggni, hálka og mikill snjór við Öskju Vegurinn frá Drekagili upp í Öskju er ekki jepplingafær, vegna mikilla snjóa. Þar er lélegt skyggni og hálka. Veðurútlit næstu tvo daga og er snjókoma og vindur í kortunum. 22.8.2024 17:03