Innlent

Býður sig ekki fram til áfram­haldandi for­mennsku

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Siguður Ingi ætlar ekki að bjóða sig aftur fram sem formaður Framsóknarflokksins. Hann tilkynnti þetta á haustfundi miðstjórnar flokksins.
Siguður Ingi ætlar ekki að bjóða sig aftur fram sem formaður Framsóknarflokksins. Hann tilkynnti þetta á haustfundi miðstjórnar flokksins. Vísir/Bjarni

Sigurður Ingi Jóhannsson mun ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. Þetta tilkynnti Sigurður á ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag.

„Níu ár eru langur tími. Ég er afar þakklátur ykkur fyrir stuðninginn og samstarfið í gegnum þessa áhugaverðu tíma. Það eru forréttindi að fá að starfa fyrir land og þjóð, starfa fyrir ykkur og með ykkur.“

Sigurður Ingi hefur verið formaður Framsóknar frá haustmánuðum 2016.

Sigurður lagði til í ræðunni að flokksþing færi fram helgina 14. - 15. febrúar 2026, þar sem kosin verður ný forysta.

„Þá verður undirbúnings tíminn nægur til að gera það að glæsilegu og öflugu flokksþingi sem upptakti fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem við þurfum.“

„Þar munum við samþykkja málefnaáherslur okkar og kjósa nýja- ferska - samhenta og öfluga forustu fyrir flokkinn okkar, nýja kynslóð til að byggja upp fyrir nýjan Framsóknaráratug.“

Fréttin hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×