Erlent

Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Donald Trump og Selenskí funduðu í gær.
Donald Trump og Selenskí funduðu í gær. Getty

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna.

Í færslu á samfélagsmiðlum segir Trump að hann hafi sagt við Selenskí, eins og hann hafi sagt við Pútín í vikunni, að nú væri tími til komin að stöðva átökin og ganga til friðarviðræðna.

„Þeir ættu að hætta þar sem þeir eru. Leyfum báðum að lýsa yfir sigri, látum söguna dæma um það.“

„Þetta er stríð sem hefði aldrei byrjað hefði ég verið forseti. Þúsundir manna deyja í hverri viku.“

Svo virðist sem Selenskí hafi ekki tekist að útvega Úkraínumönnum bandarískar stýriflaugar sem Úkraínumenn hafa viljað kaupa til árása í Rússlandi.

Samkvæmt umfjöllun BBC sagði Selenskí eftir fundinn að hann vildi ekkert segja um möguleg kaup á stýriflaugunum, þar sem Bandaríkjamenn hefðu ekki viljað frekari stigmögnun.

Trump hafði áður gefið í skyn að hann gæti vel selt Úkraínumönnum flaugarnar, en dró þær yfirlýsingar í land virðist vera eftir símtal við Pútín í vikunni.


Tengdar fréttir

Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ekkert hafa breyst í hugum ráðamanna í Rússlandi, þó Vladimír Pútín og Donald Trump, forsetar Rússlands og Bandaríkjanna, stefni á fund á næstunni. Rússar séu enn að hrella óbreytta borgara í Úkraínu með umfangsmiklum dróna- og eldflaugaárásum á hverri nóttu.

Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×