Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Á­rásar­maðurinn trú­verðugur en sá sem var stunginn mis­vísandi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt David Gabríel S. Glascorsson, karlmann á þrítugsaldri, í þriggja ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, en hann var ákærður fyrir að stinga annan mann með hnífi á gatnamótum Hafnarstrætis og Naustanna í Reykjavík að nóttu til mánudaginn 13. júní 2021.

Nemandi látinn eftir á­rás í frönskum skóla

Nemandi er látinn eftir stunguárás í skóla í borginni Nantes í Frakklandi. Ársármaðurinn er sagður vera fimmtán ára gamall, en hann mun hafa verið yfirbugaður af kennurum eftir að hafa stungið að minnsta kosti fjóra táninga.

Hitnar í kolunum hjá Ind­landi og Pakistan

Indversk stjórnvöld hafa afturkallað gildi allra vegabréfsáritana pakistanskra ríkisborgara í kjölfar árásar í Kasmír-héraði í Indlandi á þriðjudag þar sem 26 létu lífið. Pakistan neitar aðild að árásinni og hefur svarað aðgerðum Indlands í sömu mynt.

Frægustu vin­slit Ís­lands­sögunnar

Fréttir af vinslitum Patriks Atlasonar, Prettyboitjokkó, og Ágústs Beinteins Árnasonar, Gústa B. vöktu athygli í síðustu viku. Það er ekki í fyrsta skipti sem vinslit frægra Íslendinga vekja athygli og eru til umfjöllunar fjölmiðla.

Tíufréttir heyra sögunni til

RÚV ætlar að hætta að senda út sjónvarpsfréttir klukkan tíu á kvöldin. Þá mun fréttatíminn sem er í dag klukkan sjö á kvöldin færast til klukkan átta.

Móðirin hafi þurft að sár­bæna hann til að hitta barnið á spítala

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot, barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi. Meint brot mannsins beindust samkvæmt ákæru bæði að barnsmóður hans og börnum þeirra. Hann er meðal annars ákærður fyrir að læsa konuna úti í snjóbyl og meina henni að hitta barn þeirra sem lá á sjúkrahúsi nema hún myndi sárbæna hann og biðja afsökunar.

Pútín til­kynnir um „páskavopnahlé“

Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti í dag „páskavopnahlé“ í stríðsátökum þeirra við Úkraínu. Umrætt vopnahlé á að hefjast í kvöld og standa yfir til miðnættis á sunnudag.

Sjá meira