Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Brynjar Joensen Creed hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn fimmtán stúlkum. Dómurinn er til viðbótar við sjö ára dóm sem hann hlaut í Hæstarétti í fyrra fyrir fjölmörg kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. 16.5.2025 12:55
Rafmagnslaust á Granda Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar við Grandagarð og nágrenni í Reykjavík. 16.5.2025 12:16
Mál Margeirs til Landsréttar Ríkislögmaður hyggst áfrýja máli Margeirs Sveinssonar, yfirlögregluþjóns, gegn Íslenska ríkinu til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að því á dögunum að lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefði ekki verið heimilt að breyta verksviði Margeirs. 16.5.2025 11:50
Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Þrír eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á mannskæðum bruna sem varð á meðferðarheimilinu Stuðlum í Reykjavík þann 19. október í fyrra. 16.5.2025 08:44
Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að breyta verksviði Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, hafi ekki verið málefnaleg. Ríkið þarf að greiða honum tvær milljónir í miskabætur og 1,6 milljónir í málskostnað. 16.5.2025 08:10
Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í fyrrakvöld eða nótt tilkynnt um slagsmál fyrir utan fjölbýlishús í Reykjavík. Þar var einn einstaklingur á vettvangi í annarlegu ástandi sem er sagður hafa lítið vilja ræða við lögreglu um hin meintu slagsmál. 16.5.2025 06:29
Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Netverji sem var að rifja upp hverjir léku í frægri kvikmynd Michael Mann, Heat frá 1995, spurði leitarvélina Google hvort bandaríski stórleikarinn Marlon heitinn Brando hefði verið í glæstum leikarahóp myndarinnar. Svarið var á þá leið að Marlon Brando væri ekki á lóðaríi. 15.5.2025 14:03
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ „Það hefur ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu síðan mér var nauðbeygður kostur að reka Róbert úr forstjórastóli Actavis eftir að félagið fór á hliðina undir hans stjórn,“ skrifaði Björgólfur Thor Björgólfsson, auðugasti maður Íslands, á heimasíðu sína um samband þeirra Róberts Wessman í lok árs 2015. 15.5.2025 09:15
Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöld eða nótt tilkynnt um konu sem var að ráðast á pizzasendil í Reykjavík. 15.5.2025 06:52
Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Laust fyrir miðnætti í gær varð jarðskjálfti sem mælst hefur 3,8 að stærð. 15.5.2025 06:18