Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Jada segir Chris Rock hafa boðið sér á stefnumót

Leikkonan Jada Pinkett Smith heldur því fram að grínistinn Chris Rock hafi boðið sér á stefnumót. Það hafi gerst þegar hún var gift Will Smith, en fyrr í vikunni greindi hún frá því að þau væru búin að vera skilin á borði og sæng í sjö ár.

Ó­við­komandi fletti upp reikningum fimm þúsund við­skipta­vina Veitna

Öryggisbrestur varð í vefkerfi Orkuveitu Reykjavíkur sem varð til þess að óviðkomandi einstaklingur fletti upp orkureikningum fimm þúsund viðskiptavina Veitna. Orkuveita Reykjavíkur greinir frá þessu, en málið hefur verið tilkynnt til Persónuverndar og kært til lögreglu. Í tilkynningunni segir að málið sé litið alvarlegum augum.

Ná samkomulagi um kaup á Heimstaden

Sparisjóðurinn Stefnir og Fredensborg AS, eigandi Heimstaden ehf., hafa komist að samkomulagi um möguleg kaup sjóðs á vegum Stefnis á öllu hlutafé í Heimstaden á Íslandi.

Datt í Sund­höllinni og fær þrjár og hálfa milljón

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var dæmd skaðabótaskyld í máli konu sem lenti í slysi í sundi. Borginni er gert að greiða konunni rúmar þrjár og hálfa milljón í skaðabætur, eða sömu bóta og konan hafði krafist.

Fylgja eftir svartri skýrslu um vöggustofurnar

Borgarráð ætlar að fylgja eftir tillögum nefndar um málefni vöggustofa. Nefndin kynnti niðurstöðu sína í síðustu viku og benti á að vera barna á vöggustofum hafi haft veruleg áhrif á framtíð þeirra. Til að mynda væru lífslíkur þeirra einstaklinga minni en jafnaldra þeirra og þeir líklegri til að glíma við örorku.

Lena Olin verður Hulda Hermannsdóttir

Sænska leikkonan Lena Olin mun fara með hlutverk lögreglukonunnar Huldu Hermannsdóttur í sjónvarpsseríu sem gerð verður eftir þríleik Ragnars Jónassonar, Dimmu, Drunga og Mistri.

Kennari á hvern nem­enda fjöru­tíu prósent dýrari á Ís­landi

Meðallaunakostnaður íslenskra grunnskólakennara á hvern nemanda er fjörutíu prósent hærri en meðaltal OECD-ríkjanna. Þetta kom fram á vef Stjórnarráðsins á dögunum sem birti tilkynningu vegna skýrslu OECD um stöðu menntunar innan ríkja stofnunarinnar.

Sjá meira