Grunuð um að flytja fíkniefni til landsins með tólf ára son í för Kona sem var ein á ferð ásamt tólf ára syni sínum var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði grunuð um innflutning fíkniefna til landsins frá Spáni. 2.8.2024 15:21
Kveikur frá Stangarlæk fallinn Hesturinn Kveikur frá Stangarlæk var felldur í gær eftir að hafa fengið hrossasótt í Hollandi. Hann var tólf vetra gamall. 2.8.2024 14:16
Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. 2.8.2024 11:49
Tjá sig ekki eftir fullyrðingar ráðuneytisins í nafnabreytingarmálinu Þjóðskrá ætlar ekki tjá sig frekar um mál sem varðar nafnabreytingu Mohamads Th. Jóhannessonar, sem hét áður Mohamad Kourani í kjölfar fullyrðinga dómsmálaráðuneytisins um að það hafi ekki gefið út leiðbeiningar um túlkun á ákveðinni grein í lögum um mannanöfn. 1.8.2024 15:25
„Covid virðist vera komið til að vera“ Fyrir um tveimur vikum var greint frá því að Landspítali hefði gripið til aðgerða vegna fjölda Covidsmitaðra inni á spítalanum og í samfélaginu í heild. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir ástandið hafa skánað síðan þá. 1.8.2024 13:31
„Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð“ Helgi Magnús Gunnarsson vararríkissaksóknari segist hafa látið út úr sér orð sem hann hefði betur látið ósögð. Þrátt fyrir það segir hann að ekkert sem hann hafi sagt hafi kastað rýrð á störf hans hjá embættinu. 1.8.2024 11:12
Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1.8.2024 08:01
Skammast sín vegna skotárásarinnar Ronald Rowe, settur forstjóri bandarísku öryggisþjónustunnar Secret service, segist skammast sín vegna skotárasar sem beindist að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda. 30.7.2024 16:49
Bíllinn ekki í handbremsu við sundlaug og rann niður kletta Bíll sem var staðsettur á bílastæði við Krossneslaug við Norðurfjörð á Ströndum rann af bílastæðinu og fram af kletti um hádegisleytið síðastliðinn laugardag. Talsvert sér á bílnum en engin slys urðu á fólki. 30.7.2024 14:31
Sagði móður ekki heila á geði og fær skömm í hattinn Ummæli Auðar Bjargar Jónsdóttur lögmanns, sem gætti hagsmuna föður drengs í forsjármáli, í garð móður drengsins þóttu aðfinnsluverð að mati úrskurðarnefndar lögmanna. Nefndin segir að hún hafi gengið of langt með gífuryrðum um andlega heilsu móðurinnar. 30.7.2024 13:19