Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hvetja vest­ræna borgara til að koma sér frá Líbanon

Bandarísk og fleiri vestræn stjórnvöld hafa gefið út viðvaranir til ríkisborgara sinna um að koma sér hið snarasta frá Líbanon af ótta við að stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs dreifist út. Spenna á milli Ísraels annars vegar og Íran og Líbanon hins vegar stigmagnast.

Ó­sáttir við að vera vísað frá Rúss­landi gegn vilja sínum

Rússneskir andófsmenn sem voru látnir lausir úr fangelsum í heimalandinu í fangaskiptum á fimmtudag segjast ósáttir við að hafa verið vísað ólöglega úr landi. Einn þeirra segir erfitt að sætta sig við að vera frjáls vegna þess að morðingi var látinn laus.

Fimm í fanga­klefa þegar mest lét í Eyjum

Engar meiriháttar líkamsárásir eða kynferðisbrot hafa komið upp á þjóðhátið í Vestmannaeyjum til þessa, að sögn lögreglustjórans þar. Fimm sitja í fangaklefa eftir nóttina fyrir ölvun og ólæti. Fólk er byrjað að hæla niður tjöld fyrir hvassviðri sem á að ganga yfir Eyjar í dag.

Ekki talinn í lífs­hættu eftir hnífsstungu á Akur­eyri í nótt

Hnífstungumál á miðbæjarsvæðinu er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar þar. Sá slasaði er ekki talinn í lífshættu. Töluvert af fólki var í bænum en að öðru leyti hefur allt gengið vel, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni.

Enn einar ó­eirðirnar í Bret­landi í kjöl­far hnífa­á­rásarinnar

Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni.

Gul við­vörun í Eyjum fram á kvöld og leiðinda­spá á­fram

Austan eða norðaustan hvassviðri er nú á landinu sunnanverðu og Miðhálendinu og eru gula viðvaranir í gildi vegna þess. Viðvörun tekur gildi í Vestmannaeyjum og Suðurlandi nú klukkan 10:00 og gildir til 18:00. Varað er við að tjöld gætu fokið.

Mátti litlu muna að eldur í gámi bærist í hús

Maður var handtekinn vegna elds í ruslagámi í miðborg Reykjavíkur sem lögregla segir að hafi mátt litlu muna að bærist í nærliggjandi hús. Slökkviliði tókst að slökkva fljótt í gámnum.

Sjá meira