Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2025 06:46 Icelandair, Play og Neos sækjast eftir að íslenska ríkið fái þeim ókeypis losunarheimildir í ár. Ríkissjóður verður af hundruð milljóna króna sem hann hefði annars haft í tekjur af því að bjóða heimildirnar upp á markaði. Vísir Ítalskt leiguflugfélag er á meðal þriggja flugfélaga sem hafa sótt um að fá úthlutað losunarheimildum frá íslenska ríkinu. Úthlutunin er hluti af séríslenskri undanþágu frá hertum losunarreglum fyrir alþjóðaflug en ríkissjóður gæti orðið af á sjöunda hundrað milljóna króna í tekjur af sölu heimildanna í ár vegna hennar. Þrjú flugfélög hafa sótt um viðbótarúthlutun losunarheimilda frá íslenska ríkinu vegna losunar gróðurhúsalofttegunda í ár. Auk íslensku félaganna Icelandair og Play falast ítalska leigufélagið Neos eftir að fá heimildum úthlutað endurgjaldslaust samkvæmt upplýsingum Umhverfis- og orkustofnunar. Neos hefur meðal annars flogið með farþega íslenskra ferðaskrifstofa til sólarlanda. Ríkið getur að hámarki úthlutað flugfélögunum jafnmörgum losunarheimildum og þau fengu frítt árið 2024 á grundvelli undanþágu frá auknum kröfum til alþjóðaflugs sem fyrri ríkisstjórn samdi um við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Mest gætu flugfélögin þrjú því fengið 56.034 losunarheimildir í viðbótarúthlutun frá íslenska ríkinu í ár. Miðað við núverandi virði slíkra heimilda gæti íslenskur ríkissjóður orðið af rúmlega 630 milljónum krónum í ár með því að gefa flugfélögunum heimildirnar. Ríkið hefur haft milljarða króna í tekjur af sölu slíkra heimilda undanfarin ár. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur þó ekki enn ákveðið hvort að hámarksheimildin verði notuð í ár. Í skriflegu svari frá ráðuneytinu við fyrirspurn Vísis segir að ákvörðun um viðbótarheimildirnar séu nú í vinnslu þar. Þá er ósennilegt að Play fái viðbótarúthlutun í ljósi gjaldþrotaskipta þess nú í haust. Að því gefnu að félagið fái ekki viðbótina gæti kostnaður ríkisins vegna úthlutunar til Icelandair og Neos numið rúmum 477 milljónum króna samanlagt. Undanþágan felst í að ríkið fær að niðurgreiða losun flugfélaganna Losun flugfélaganna á gróðurhúsalofttegundum fellur undir evrópska viðskiptakerfið með losunarheimildir (ETS). Undanfarin ár hafa þau fengið tiltekinn fjölda heimilda endurgjaldslaust. Liður í metnaðarfyllra losunarmarkmiði Evrópusambandsins fyrir árið 2030 er að fasa þessar fríu heimildir út. Þeim fækkaði um fjórðung í fyrra, um helming í ár og þær hverfa svo alveg á næsta ári. Íslensk stjórnvöld lögðu mikla áherslu á að fá aðlögunartíma að þessum hertu losunarkröfum. Byggðu þau meðal annars á því að Ísland væri sérstaklega háð flugsamgöngum og meðalflugvegalengdir hingað væru mun meiri en milli annarra flugvalla í Evrópu. Því hefðu nýju reglurnar meiri áhrif á samkeppnisstöðu Íslands en annarra landa. Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, greindi frá því að samkomulag hefði náðst um að Ísland fengi áfram fríar losunarheimildir til þess að bjóða flugfélögunum eftir fund hennar með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, í maí árið 2023. Samkomulagið fól þó ekki í sér að Ísland fengi fríar losunarheimildir fyrir flugfélögin heldur að ríkið gæti valið að gefa þeim sínar eigin heimildir úr ETS-kerfinu. Ríkið hefði annars selt þær heimildir á uppboði og fengið tekjur af. Ríkissjóður hefur haft á annan tug milljarða króna frá árinu 2019 upp úr sölu á ETS-heimildum. Útfærslan á undanþágunni er því í reynd sú að ríkissjóður niðurgreiðir losun flugfélaganna til þess að þau þurfi ekki sjálf að kaupa heimildir á markaði til þess að gera hana upp. Gert ráð fyrir rúmum þremur milljörðum í niðurgreiðslurnar Icelandair fengi bróðurskerfinn af heimildunum, að hámarki 40.652 í ár. Þær eru metnar á um 462 milljónir króna um þessar mundir. Play hefði að hámarki getað fengið rúmlega 14 þúsund heimildir. Greint var frá því í síðustu viku að félagið hefði hætt starfsemi daginn áður en það átti að gera losun sína fyrir árið 2024 upp. Neos getur mest fengið 1.365 heimildir viðbótarlega frá íslenska ríkinu. Það væri niðurgreiðsla um það sem næmi rúmum fimmtán milljónum króna. Á næsta ári getur íslenska ríkið að hámarki úthlutað flugfélögum 155.577 heimildum. Verðmæti þeirra nemur nú hátt í 1,8 milljörðum króna. Hámarkskostnaður við viðbótarúthlutanirnar var áætlaður 1,1 milljarður króna í fjárlögum þessa árs og tveir milljarðar króna á næsta ári samkvæmt fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar í fyrra. Dauði Play gæti verið brauð annarra á næsta ári Til þess að geta fengið viðbótarúthlutun losunarheimilda þurfa flugfélögin að birta vottaða kolefnishlutleysisáætlun. Efni þau ekki áætlunina er hægt að krefjast þess að þau skili heimildunum. Samkvæmt upplýsingum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins hefur aðeins einn flugrekendanna þriggja skilað slíkri áætlun en hinir tveir eigi eftir að fá áætlanir sínar vottaðar. Play er eina félagið sem hefur skilað inn slíkri áætlun en það hefur ekki birt hana eins og undanþágan gerir ráð fyrir. Einar Halldórsson, teymisstjóri loftgæða og losunarheimilda hjá Umhverfis- og orkustofnun, segir að Play birti kolefnishlutleysisáætlun sína trauðla úr þessu. Stofnunin sé að bíða eftir gögnum um að allir þeir sem sóttu um viðbótarúthlutun heimilda hafi gert fullnægjandi ráðstafanir, þar á meðal frá Play. „Ef að flugrekandi er ekki til og hann er ekki með birta þessa kolefnishlutleysisáætlun þá fellur svolítið sú úthlutun bara sjálfkrafa út,“ segir Einar við Vísi. Umhverfis- og orkustofnun meðhöndlar umsóknar flugrekenda um viðbótarúthlutanir losunarheimilda.Vísir/Vilhelm Heltist Play úr lestinni hefur það ekki áhrif á úthlutun hinna flugfélaganna tveggja í ár. Umsækjendur um úthlutanir á næsta ári gætu þó fengið meira í sinn hlut en ella ef Play verður ekki um hituna þá. Ef sömu þrjú félög sæktu um á næsta ári færi Ísland fram yfir hámarkið sem það getur úthlutað flugfélögunum og því þyrfti að lækka heimildir þeirra hlutfallslega. Ríkisútvarpið hafði eftir Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í síðustu viku að til skoðunar væri að íslensk stjórnvöld reyndu að fá undanþáguna frá losunarreglunum fyrir alþjóðaflug framlengda. Sagði hann flugrekendur hafa notið góðs af sérlausninni og að ríkisstjórnin ætlaði að beita sér áfram af krafti fyrir hagsmunum Íslands í loftslagssamvinnunni við Evrópusambandið. Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Loftslagsmál Icelandair Play Gjaldþrot Play Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Þrjú flugfélög hafa sótt um viðbótarúthlutun losunarheimilda frá íslenska ríkinu vegna losunar gróðurhúsalofttegunda í ár. Auk íslensku félaganna Icelandair og Play falast ítalska leigufélagið Neos eftir að fá heimildum úthlutað endurgjaldslaust samkvæmt upplýsingum Umhverfis- og orkustofnunar. Neos hefur meðal annars flogið með farþega íslenskra ferðaskrifstofa til sólarlanda. Ríkið getur að hámarki úthlutað flugfélögunum jafnmörgum losunarheimildum og þau fengu frítt árið 2024 á grundvelli undanþágu frá auknum kröfum til alþjóðaflugs sem fyrri ríkisstjórn samdi um við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Mest gætu flugfélögin þrjú því fengið 56.034 losunarheimildir í viðbótarúthlutun frá íslenska ríkinu í ár. Miðað við núverandi virði slíkra heimilda gæti íslenskur ríkissjóður orðið af rúmlega 630 milljónum krónum í ár með því að gefa flugfélögunum heimildirnar. Ríkið hefur haft milljarða króna í tekjur af sölu slíkra heimilda undanfarin ár. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur þó ekki enn ákveðið hvort að hámarksheimildin verði notuð í ár. Í skriflegu svari frá ráðuneytinu við fyrirspurn Vísis segir að ákvörðun um viðbótarheimildirnar séu nú í vinnslu þar. Þá er ósennilegt að Play fái viðbótarúthlutun í ljósi gjaldþrotaskipta þess nú í haust. Að því gefnu að félagið fái ekki viðbótina gæti kostnaður ríkisins vegna úthlutunar til Icelandair og Neos numið rúmum 477 milljónum króna samanlagt. Undanþágan felst í að ríkið fær að niðurgreiða losun flugfélaganna Losun flugfélaganna á gróðurhúsalofttegundum fellur undir evrópska viðskiptakerfið með losunarheimildir (ETS). Undanfarin ár hafa þau fengið tiltekinn fjölda heimilda endurgjaldslaust. Liður í metnaðarfyllra losunarmarkmiði Evrópusambandsins fyrir árið 2030 er að fasa þessar fríu heimildir út. Þeim fækkaði um fjórðung í fyrra, um helming í ár og þær hverfa svo alveg á næsta ári. Íslensk stjórnvöld lögðu mikla áherslu á að fá aðlögunartíma að þessum hertu losunarkröfum. Byggðu þau meðal annars á því að Ísland væri sérstaklega háð flugsamgöngum og meðalflugvegalengdir hingað væru mun meiri en milli annarra flugvalla í Evrópu. Því hefðu nýju reglurnar meiri áhrif á samkeppnisstöðu Íslands en annarra landa. Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, greindi frá því að samkomulag hefði náðst um að Ísland fengi áfram fríar losunarheimildir til þess að bjóða flugfélögunum eftir fund hennar með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, í maí árið 2023. Samkomulagið fól þó ekki í sér að Ísland fengi fríar losunarheimildir fyrir flugfélögin heldur að ríkið gæti valið að gefa þeim sínar eigin heimildir úr ETS-kerfinu. Ríkið hefði annars selt þær heimildir á uppboði og fengið tekjur af. Ríkissjóður hefur haft á annan tug milljarða króna frá árinu 2019 upp úr sölu á ETS-heimildum. Útfærslan á undanþágunni er því í reynd sú að ríkissjóður niðurgreiðir losun flugfélaganna til þess að þau þurfi ekki sjálf að kaupa heimildir á markaði til þess að gera hana upp. Gert ráð fyrir rúmum þremur milljörðum í niðurgreiðslurnar Icelandair fengi bróðurskerfinn af heimildunum, að hámarki 40.652 í ár. Þær eru metnar á um 462 milljónir króna um þessar mundir. Play hefði að hámarki getað fengið rúmlega 14 þúsund heimildir. Greint var frá því í síðustu viku að félagið hefði hætt starfsemi daginn áður en það átti að gera losun sína fyrir árið 2024 upp. Neos getur mest fengið 1.365 heimildir viðbótarlega frá íslenska ríkinu. Það væri niðurgreiðsla um það sem næmi rúmum fimmtán milljónum króna. Á næsta ári getur íslenska ríkið að hámarki úthlutað flugfélögum 155.577 heimildum. Verðmæti þeirra nemur nú hátt í 1,8 milljörðum króna. Hámarkskostnaður við viðbótarúthlutanirnar var áætlaður 1,1 milljarður króna í fjárlögum þessa árs og tveir milljarðar króna á næsta ári samkvæmt fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar í fyrra. Dauði Play gæti verið brauð annarra á næsta ári Til þess að geta fengið viðbótarúthlutun losunarheimilda þurfa flugfélögin að birta vottaða kolefnishlutleysisáætlun. Efni þau ekki áætlunina er hægt að krefjast þess að þau skili heimildunum. Samkvæmt upplýsingum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins hefur aðeins einn flugrekendanna þriggja skilað slíkri áætlun en hinir tveir eigi eftir að fá áætlanir sínar vottaðar. Play er eina félagið sem hefur skilað inn slíkri áætlun en það hefur ekki birt hana eins og undanþágan gerir ráð fyrir. Einar Halldórsson, teymisstjóri loftgæða og losunarheimilda hjá Umhverfis- og orkustofnun, segir að Play birti kolefnishlutleysisáætlun sína trauðla úr þessu. Stofnunin sé að bíða eftir gögnum um að allir þeir sem sóttu um viðbótarúthlutun heimilda hafi gert fullnægjandi ráðstafanir, þar á meðal frá Play. „Ef að flugrekandi er ekki til og hann er ekki með birta þessa kolefnishlutleysisáætlun þá fellur svolítið sú úthlutun bara sjálfkrafa út,“ segir Einar við Vísi. Umhverfis- og orkustofnun meðhöndlar umsóknar flugrekenda um viðbótarúthlutanir losunarheimilda.Vísir/Vilhelm Heltist Play úr lestinni hefur það ekki áhrif á úthlutun hinna flugfélaganna tveggja í ár. Umsækjendur um úthlutanir á næsta ári gætu þó fengið meira í sinn hlut en ella ef Play verður ekki um hituna þá. Ef sömu þrjú félög sæktu um á næsta ári færi Ísland fram yfir hámarkið sem það getur úthlutað flugfélögunum og því þyrfti að lækka heimildir þeirra hlutfallslega. Ríkisútvarpið hafði eftir Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í síðustu viku að til skoðunar væri að íslensk stjórnvöld reyndu að fá undanþáguna frá losunarreglunum fyrir alþjóðaflug framlengda. Sagði hann flugrekendur hafa notið góðs af sérlausninni og að ríkisstjórnin ætlaði að beita sér áfram af krafti fyrir hagsmunum Íslands í loftslagssamvinnunni við Evrópusambandið.
Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Loftslagsmál Icelandair Play Gjaldþrot Play Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira