Kólnar á öllu landinu eftir óvenjugóðan fyrsta sumardag Barnamenningarhátíð, skátafjör og skrúðgöngur eru á meðal þess sem landsmenn geta dundað sér við í dag, á sumardaginn fyrsta. Besta veðrið er á suðvesturhorninu, þar sem dagurinn er óvenjuveðursæll. 25.4.2024 13:47
„Ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti“ Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. 25.4.2024 13:38
Leiðin í vinnuna smám saman þrefaldast: „Þetta er eins og í einhverri bíómynd“ Breiðhyltingur segir farir sínar ekki sléttar af framkvæmdum við Breiðholtsbraut. Síðustu mánuði hefur gönguleið hennar í vinnuna smám saman þrefaldast vegna framkvæmdanna. Hún segir málið hreinlega eins og í bíómynd. 23.4.2024 19:30
Óttast mikinn skaða sem seint yrði fyrirgefinn Fastagestur Sundhallar Reykjavíkur segir að boðaðar viðgerðir á innilaug feli í sér „ófyrirgefanlegan skaða“ á hönnun Guðjóns Samúelssonar. Forstöðukona Sundhallarinnar skilur áhyggjur fastagesta en segir breytingarnar nauðsynlegar. 22.4.2024 22:21
Braust inn í tölvu með lítilli fyrirhöfn og óvæntum afleiðingum Hver sem er getur orðið hakkari með hjálp gervigreindar, að sögn heimsfrægs hakkara sem nýlega var staddur hér á landi. Við mæltum okkur mót við hann og fylgdumst með tölvuinnbroti í rauntíma. 22.4.2024 10:23
Pollrólegur í viðtali í 45 metra hæð yfir borginni Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk nýja körfubíla afhenta með pompi og prakt í Hafnarfirði í morgun. Bílarnir komast mun hærra en þeir gömlu og gætu skipt sköpum við björgunarstörf. 19.4.2024 19:45
Íslenska landslagið ómetanlegt fyrir manninn með loftnet í höfuðkúpunni Litblindur maður, sem „heyrir liti“ með loftneti sem hann lét græða í höfuðkúpuna, segir að landslag Íslands veiti honum dýrmæta þögn sem hann finni hvergi annars staðar. Við mæltum okkur mót við manninn í dag og kynntum okkur virkni loftnetsins. 18.4.2024 19:22
Greiðir 2000 krónur á dag í vexti á meðan beðið er eftir Þórkötlu Grindvíkingar og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman á Austurvelli í dag til þess að mótmæla vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu. Krafan er einföld, þeir vilja fá greitt strax. 18.4.2024 19:04
„Íslendingar fara til Tenerife, þá fer Hassan til Tenerife“ Hassan Shahin klæðskeri er tiltölulega nýfluttur í nýtt og rúmgott húsnæði við Hverfisgötu í Reykjavík. Hassan viðurkennir að það sé erfitt og kostnaðarsamt að færa út kvíarnar en lífið á Íslandi hafi þó aldrei verið betra. 12.4.2024 08:01
Var orðinn blankur og veðjaði á litla, hrörlega húsið Lítið hús við Geirsgötu 1, sem nú hýsir hamborgarastaðinn Búlluna, var að hruni komið þegar Tómas Tómasson ákvað að hefja þar veitingarekstur árið 2004. Húsið er orðið eitt helsta kennileiti hafnarsvæðisins og á sér áhugaverða sögu. 11.4.2024 11:06