Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Þjóðinni muni þykja mjög vænt um nafnið

Hús íslenskunnar verður vígt í dag og nafn þess, sem mikil leynd hvílir yfir, opinberað. Menningarráðherra segir daginn marka tímamót fyrir íslenska tungu. Þá séu fleiri handrit á heimleið frá Danmörku sem sýnd verða í húsinu strax á næsta ári.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Félagslegar hamfarir eru í uppsiglingu að mati formanns Leigjendasamtakanna en hann segir líklegra fyrir suma að læknast af ebólu en að komast af leigumarkaði. Samkvæmt nýrri úttekt samtakanna vill aðeins einn af hverjum tíu vera á leigumarkaði og fjárfestar sópa til sín húsnæði með tilheyrandi afleiðingum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu

Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kvikmyndasjóður hefur verið tæmdur til Ríkisútvarpsins þetta árið en engin verkefni hjá öðrum miðlum virðast fá styrk. Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir jafnræðis ekki gætt og að málið sé enn eitt dæmið um slæma samkeppnisstöðu en Ríkisútvarpið hafi þegar gríðarlegt forskot. Ríkið leiti lausna en það sé í raun vandinn. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samfélagið er slegið í Húnaþingi vestra eftir að riða kom upp á tveimur bæjum. Sveitastjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitastjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitastjóra. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

„Allt sem við áttum fór í þetta“

Fjölskylda í Kópavogi stendur frammi fyrir milljónatjóni eftir að skólp flæddi upp um öll gólf vegna stíflu í röri, sem fjölskyldan segir á ábyrgð sveitarfélagsins. Kópavogsbær hafnar því að hafa vitað af stíflunni áður en ósköpin dundu yfir.

„Þetta er sam­eigin­legt á­fall fyrir okkur öll“

„Fólk var náttúrulega í nettu áfalli. Og ég held að við séum öll ennþá í áfalli yfir þessum tíðindum núna,“ segir Lovísa Arnardóttir, fréttastjóri á Fréttablaðinu, sem er í hópi þeirra hátt í hundrað starfsmanna Torgs sem sagt var upp í morgun. Tilkynnt var í morgun að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis.

Sjá meira