Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6.2.2025 08:37
Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Kristín Björnsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, furðar sig á því að skilyrðin fyrir því að vera ráðinn til afleysinga í Hafnarfirði séu ekki meiri en að vera orðinn tvítugur og með hreint sakavottorð. Hún segir marga kennara orðna þreytta á stöðunni og skoði nú atvinnuauglýsingar. 4.2.2025 22:42
Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Skemmdir urðu á nokkrum stöðum á Norðfirði þegar hviða fór yfir bæinn sem mældist 54 metrar á sekúndu klukkan 9:14. Rúða brotnaði í dráttarvél á Kirkjubóli í Norðfjarðarsveit, sex metra grenitré brotnaði við Mýrargötu auk þess sem gróðurhús fauk á hliðina í nálægð við leikskólann Eyrarvelli. Fyrst var fjallað um málið á vef Austurfrétta. 4.2.2025 15:14
Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Allar endurvinnslustöðvar SORPU verða lokaðar á morgun, miðvikudaginn 5. febrúar, vegna veðurs. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun fyrir landið allt. Gunnar Dofri Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs, segir það samkvæmt verklagi að loka þegar viðvaranir eru appelsínugular. 4.2.2025 13:06
Svona var stemmningin við setningu Alþingis Þingsetningarathöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfsaldursforseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Athöfnin verður í beinni á Vísi. 4.2.2025 12:54
Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið á morgun og fimmtudaginn. Veðurfræðingur segir að einhverjar þeirra gætu jafnvel verið hækkaðar í rautt með stuttum fyrirvara. Veðurfræðingur segir veðrið minna á veður sem gekk yfir í mars 2015. Þá fór allt á flot í Mosfellsbæ og víðar eins og sjá má í myndböndum að neðan. 4.2.2025 10:45
Gísli Rafn til Rauða krossins Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku. Gísli Rafn var þingmaður fyrir Pírata en náði ekki inn á þing, eins og aðrir þingmenn Pírata, í síðustu alþingiskosningum. Hann sat fyrir hönd Pírata í utanríkismála- og þróunarsamvinnunefnd á meðan hann sat á þingi frá 2021 til 2024. 4.2.2025 09:05
Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra ofbeldis- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum, telur ofbeldi gegn börnum miklu stærra vandamál en fólk geri sér grein fyrir. Hún segir ekki eðlilegt að á Íslandi séu mörg hundruð manns tilbúin til að klæmast við börn og hitta þau í kynferðislegum tilgangi. Það þurfi fleiri úrræði fyrir gerendur og meiri fræðslu fyrir samfélagið allt. 4.2.2025 08:53
Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir framkvæmdastjóri og eigandi Birtíngs segir til skoðunar að gefa aftur út tímaritið Séð og heyrt. Það gildi reyndar um mörg vörumerki Birtíngs. 4.2.2025 07:03
Fjögur í framboði til formanns VR Fjögur framboð bárust til formanns VR. Framboðsfrestur rann út á hádegi í dag. Kosningar hefjast klukkan tíu að morgni fimmtudagsins 6. mars og þeim lýkur klukkan tólf á hádegi fimmtudaginn 13. mars. Einnig verður kosið í stjórn, varastjórn og trúnaðarráð. 3.2.2025 13:57