Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Nanna Rögnvaldardóttir, rithöfundur og þýðandi, hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir handritið „Flóttinn á norðurhjarann“ við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. 4.9.2025 15:45
Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Leikstjórinn James Gunn tilkynnti næstu kvikmynd um Ofurmennið með teikningu af ofurhetjunni og erkióvini hans, Lex Luthor. Myndin ber, enn sem komið er, titilinn „Man of Tomorrow“ og kemur í bíó 9. júlí 2027. 4.9.2025 13:57
Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Vesturbæingar sem áttu ferð um Hofsvallagötuna síðdegis í gær ráku eflaust upp stór augu þegar við blasti friðsæll fundur kattar og rottu. Kötturinn virtist saddur og rottan óhrædd. En hvað entist friðurinn lengi? 4.9.2025 13:04
„Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Fúkyrðin fengu að flæða í færslu Jacks Osbourne, sonar þungarokkarans Ozzy Osbourne, um Roger Waters, tónlistarmann og bassaleikara Pink Floyd, í kjölfar ummæla Waters um Ozzy heitinn. 4.9.2025 09:32
Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Garpur Elísabetarson fór ásamt Þorsteini Mássyni, skipstjóra og framkvæmdastjóra, til Aðalvíkur á Hornströndum þar sem þeir gengu upp á fjöllin Darra, sem geymir rústir breskrar ratsjárstöðvar og Rit, einn fáfarnasta stað Hornstranda. 4.9.2025 07:02
Kim Novak heiðursgestur RIFF Hollywood-stjarnan Kim Novak verður einn heiðursgesta Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) sem hefst 25. september. Ný heimildarmynd um leikkonuna verður opnunarmynd hátíðarinnar og verða tvær sígildar myndir hennar einnig sýndar. 3.9.2025 19:02
Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hlynur Sigurðsson, bifvélavirki og barnastjarna, og eiginkona hans Kelsey Howell hafa sett íbúð sína við Kambasel í Breiðholti á sölu. Eignin er 107 fermetrar að stærð, þar af 26 fermetra bílskúr. Ásett verð er 72,9 milljónir. 3.9.2025 16:12
Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Hlaðvarpið Þarf alltaf að vera grín, sem parið Tinna Björk Kristinsdóttir og Ingólfur „Gói sportrönd“ Grétarsson hefur haldið úti síðustu sjö ár með Tryggva Frey Torfasyni, hefur hætt göngu sinni. Þríeykið segir það þungt skref en tímabært af persónulegra aðstæðna. 3.9.2025 15:45
Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Þrátt fyrir að vera aðeins sjö ára er Helgi Fannar Óðinsson þegar byrjaður að sanka að sér alþjóðlegum skákstigum. Talið er að hann sé yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem fær skákstig en Helgi hefur verið duglegur að mæta á mót og keppa við eldri skákmenn. 3.9.2025 12:33
Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Ólafía Sigurrós Jónsdóttir er aðalfyrirsæta í nýjustu herferð 66°Norður. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað Ólafía er 99 ára gömul sem gerir hana að elstu fyrirsætu landsins og án efa eina af elstu fyrirsætum heims. 2.9.2025 19:01