Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn ó­vænt í fangið

Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur unnið að viðtalsþáttunum Blóðböndum undanfarið ár og segir verkefnið það erfiðasta á sínum ferli. Þættirnir fjalla um fólk sem uppgötvar á fullorðinsaldri að það hefur verið rangfeðrað. Þættirnir sýni hve mikil neyð kvenna var oft á árum áður.

Tjáir sig um aug­lýsinguna um­deildu og stuðning Trump

Leikkonan Sydney Sweeney hefur loksins tjáð sig um umdeilda auglýsingaherferð American Eagle frá því í sumar og stuðningsyfirlýsingar Donalds Trump í hennar garð í kjölfarið. Herferðin var sögð innihalda rasíska undirtóna.

Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjón­varpi

Nýútkomnu lögfræðiþættirnir All's Fair með Kim Kardashian í aðalhlutverki hafa fengið á baukinn hjá gagnrýnendum. Þáttunum hefur verið lýst sem glæpi gegn sjónvarpi og verstu dramaþáttum frá upphafi og fá þeir núll stjörnur hjá gagnrýnanda Guardian.

Ólöf mætti með Magnús upp á arminn

Ólöf Skaftadóttir, annar stjórnanda Komið gott, mætti með Magnús Ragnarsson, leikara og fyrrverandi sjónvarpsstjóra Símans, upp á arminn í brúðkaup í lok síðasta mánaðar.

„Ég sótti ekki einu sinni um há­skóla á Ís­landi“

Hrannar Björnsson uppgötvaði sem táningur að hægt væri að hafa lifibrauð af grín- og sketsagerð. Hann fór því í nám til New York eftir menntaskóla, lærði þar spunaleik og stofnaði sketsahóp með vinkonum sínum. Boltinn fór að rúlla þegar 45 milljónir manna horfðu á eitt myndbanda hans og er hópurinn nú í viðræðum um gerð á sjónvarpsþætti.

Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast

Hrekkjavaka hefur á síðustu árum orðið gríðarvinsæl hátíð hérlendis og margir á leið í búningapartý í kvöld. Vanda þarf þó búningavalið því sumir búningar þykja óviðeigandi, ósæmilegir eða hreinlega særandi.

Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn

Fjölmiðlakonan Megyn Kelly er hneyksluð á Sydney Sweeney og telur hana hafa verið blekkta til að klæðast gegnsæjum silfurlituðum kjól á viðburði Variety um kraft kvenna. 

Atli Steinn fann ástina á ný

Blaðamaðurinn Atli Steinn Guðmundsson hefur fundið ástina í örmum Unnar Jóhannsdóttir og eru þau flutt saman suður á bóginn eftir að hafa búið bæði í „fjölmörg ár“ í Noregi. Tíu mánuðir eru síðan Atli giftist hinni norsku Anítu Sjøstrøm við Miklagljúfur á gamlársdag en athygli vakti að kærasta þeirra hjóna gaf þau saman.

„Lé­legur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“

Nýjasta plata Jóhanns Kristófers Stefánssonar, Joey 3, kom út á miðnætti. Jóhann segir óumflýjanlegt að taka persónulegar hræringar í einkalífinu inn í tónlistina. Hann vill með plötunni reyna að brúa bilið sem hefur myndast milli ólíkra hópa í núverandi menningarástandi. Til marks um það lýsir óvænt nafn veginn á plötunni.

Sjá meira