Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Íslenska þjóðin tjáði sig um Söngvakeppnina í kvöld og á X (áður Twitter) mátti finna sterka Bjarna Ara-slagsíðu og sannar spár um sigur VÆB. Furðumargir hneyksluðust á því að kosning almennings væri opin á meðan dómnefnd kynnti niðurstöðu sína. 23.2.2025 00:43
„Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Inga Sæland sagði í ræðu sinni á landsfundi Flokks fólksins að Morgunblaðið, sem hún kallaði málgagn auðmanna, hefði hamast á flokknum og sakað hann um þjófnað, óheiðarleika og vísvitandi blekkingar í tengslum við styrkjamálið svokallaða. 22.2.2025 23:28
Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Úrslitakvöld Söngvakeppninnar í ár var ekki af ódýrari gerðinni. Auk sex frábærra tónlistaratriða sem kepptu um sigur tróðu Herra Hnetusmjör, Hera Björk og hinn finnski Käärijä upp. VÆB-bræður stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar. 22.2.2025 22:40
VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd. 22.2.2025 22:15
Stór skjálfti í Bárðarbungu Stór skjálfti varð í norðvesturhluta Bárðarbungu. Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1 og mældust þó nokkuð margir eftirskjálftar í kjölfar hans. 22.2.2025 21:45
Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Flokkur fólksins vill breyta Landsbankanum í samfélagsbanka, efla strandveiðikerfið og lögfesta skyldu til íslenskukennslu fyrir börn og fullorðna sem flytja til landsins. 22.2.2025 20:59
Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Velta barna á veðmálasíðum hefur fimmfaldast á milli ára en Íslandsbanki hefur lokað á innlagnir ungmenna á slíkar síður. Forstöðumaður greiðslukortaviðskipta bankans segir aðgengi barna að síðunum of greitt. 22.2.2025 19:16
Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Háttsettur embættismaður Hamas segir samtökin reiðubúin að láta af stjórn Gaza og fagnar hann hugmyndum Egypta um óháða nefnd sem myndi fara með stjórn svæðisins. 22.2.2025 18:26
Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Maður sem var gripinn við búðarhnupl í verslun og neitaði að segja til nafns reyndist vera eftirlýstur þegar búið var að flytja hann á lögreglustöð. 22.2.2025 18:01
Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Alec Baldwin greindist með áfallastreituröskun eftir að hafa óvart orðið kvikmyndatökustjóri Halynu Hutchins að bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. Baldwin var ákærður fyrir manndráp af gáleysi en málinu var vísað frá. 21.2.2025 23:57