Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Ísraelsher viðurkennir að hermenn hans hafi gert mistök þegar þeir drápu fimmtán hjálparstarfsmenn í Gasa 23. mars. Ísraelsher hélt því fyrst fram að sjúkrabílalestin hefði ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa en myndefni af vettvangi afsannar það. 6.4.2025 10:16
Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Jaguar Land Rover ætlar að gera hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjastjórnar á innflutning allra erlendra bíla. Almenn tíu prósent tollahækkun á innflutning breskra vara til Bandaríkjanna tók gildi í dag. 5.4.2025 16:41
Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vegna hryðjuverkamálsins svokallaða. 5.4.2025 15:57
„Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Bandaríski leikarinn Bill Murray hvessti sig við aðdáanda sem gekk aftan á hann í bíóhúsi á Manhattan. Murray sakaði manninn um líkamsárás og hótaði að svara í sömu mynt. 5.4.2025 15:29
Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Matthildur Guðrún Hlín Leósdóttir, átta ára Heiðabúi, hlaut hetjudáðamerki Bandalags íslenskra skáta í dag fyrir að veita móður sinni lífsbjörg þegar kransæð rofnaði hjá henni. 5.4.2025 14:16
Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hefur ákveðið að takmarka virkni meðlima í Rauða þræðinum við eina færslu á dag og ein ummæli á klukkustund. Forysta flokksins hefur verið sökuð um ólýðræðisleg vinnubrögð en Gunnar Smári segir ákveðinn hóp stefna að Maóískri menningarbyltingu innan flokksins. 5.4.2025 13:37
„En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Breski grínistinn Russell Brand hefur svarað nauðgunarásökunum og segist hafa verið hálfviti, eiturlyfja- og kynlífsfíkill en aldrei nauðgari. Hann sé þakklátur að geta fengið að verja sig í réttarhöldum. 5.4.2025 10:54
Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Daglegar ferðir svartrar þyrlu, sem breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe á, til og frá Egilsstöðum vöktu athygli Héraðsbúa í síðust viku. Á daginn kom að þyrlan hafði verið að ferja vistir fyrir Ratcliffe og félaga í fjallaferð á Austurlandi. 5.4.2025 10:04
SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Atvinnuvegaráðuneytið segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ekki hafa svarað fundarboði um fund þar sem fara átti yfir útreikninga að baki veiðigjaldsbreytingum. Gagnabeiðnir frá SFS hafi verið afgreiddar í samræmi við lög og þau gögn sem falli undir afhendingarskyldu hafi samtökin fengið. 4.4.2025 12:05
Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Tom Cruise rauf loks þögnina eftir andlát Vals Kilmer og minntist Ísmannsins með stundarþögn á kvikmyndaráðstefnu í Las Vegas í gær. 4.4.2025 10:18