Fréttamaður

Margrét Björk Jónsdóttir

Margrét Björk er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Frelsis­sviptu mann, lömdu hann og skildu eftir nakinn við Elliðavatn

Ákæra hefur verið gefin út á hendur þremur mönnum fyrir líkámsárás, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung. Mönnunum er gert að sök að hafa svipt annan mann frelsi í að minnsta kosti tuttugu og fimm mínútur eftir að hann settist upp aftursæti bifreiðar eins mannanna þann 11. september 2019 við Árbæjarsafn. Mennirnir keyrðu með hann að Elliðavatni þar sem þeir réðust á hann og létu hann fara ofan í vatnið.

Lög­regla lýsir eftir Stefáni Arnari

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Stefáni Arnari Gunnarssyni, 44 ára. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að Stefán Arnar sé búsettur á Arnarhrauni í Hafnarfirði en síðast er vitað um ferðir hans síðdegis í gær.

Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni

Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“?

Hand­tekinn vegna sprengju­hótunar í Reykja­nes­bæ

Karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær við komuna til landsins. Hann er grunaður um að standa að baki sprengjuhótunar sem send var á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í síðustu viku. Ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt vegna hótunarinnar auk þess sem hún beindist gegn nokkrum leikskólum. Lögreglustjóri segir manninn eiga langan sakaferil að baki.

Fær ekki lyf við MND sjúk­dómnum: „Lýsi al­gjöru frati á LSH“

Kvikmyndagerðarkonan Helga Rakel Rafnsdóttir greindist með MND sjúkdóminn fyrir um tveimur árum. Hún gagnrýnir heilbrigðiskerfið harkalega og þá staðreynd að hún fái ekki aðgengi að lyfjunum Tofersen eða AP101 sem rannsóknir hafa sýnt að geti hægt á framgangi sjúkdómsins.

Nánast upp­­­selt á ferna ­­tón­­leika þrátt fyrir engar aug­lýsingar

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun halda ferna tónleika í Háskólabíó 10. og 11. mars. Ingó segir 3700 af 4000 miðum selda sem er athyglisvert þar sem tónleikarnir hafa hvergi verið auglýstir.  Hann er gífurlega spenntur fyrir tónleikunum þar sem gleði og skemmtun verður allsráðandi að hans sögn.

„Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig veru­lega“

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi.

Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun

Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun.

Sjá meira