Fréttamaður

Margrét Björk Jónsdóttir

Margrét Björk er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Co­vid far­aldur á Djúpa­vogi og þorra­blóti frestað

Þorrablóti sem til stóð að halda á Djúpavogi í kvöld hefur verið frestað vegna veikinda sem herja á bæjarbúa en fjölmargir íbúar hafa greinst með Covid-19 undanfarna daga. Skólastjóri og formaður þorrablótsnefndar eru meðal þeirra sem greinst hafa með veiruna.

Móðir fíkils: „Við færum ekki svona illa með dýrin okkar“

Móðir manns sem berst við eiturlyfjafíkn hefur undanfarna daga keyrt út um allan bæ og fengið lyf hjá ókunnugu fólki við fráhvörfum sonar síns. Hún gagnrýnir heilbrigðiskerfið harkalega og segir engan grípa þá sem eru tilbúnir að þiggja hjálp.

Mikil þjálfun fram­undan í notkun raf­­byssa

Reglugerð varðandi heimild lögreglu til að notast við rafbyssur hefur tekið gildi. Næsta skref er að kaupa vopnin og svo þarf að þjálfa lögreglumenn til að nota þau. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Örn Bragason, yfirmann menntamála lögreglu um þá þjálfun sem framundan er.

Samningur í höfn milli SA og SSF

Samtök atvinnulífsins og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja hafa undirritað skammtímakjarasamning. Mánaðarlaun starfsmanna fjármálafyrirtækja hækka um 6,75% og gildir hækkunin afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Samningurinn er áþekkur þeim sem samið var um við VR/LÍV og félög iðn- og tæknifólks nýverið.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Samtök atvinnulífsins útiloka ekki að láta reyna á lögmæti boðaðra verkfallsaðgerða Eflingar fyrir Félagsdómi. Deiluaðilar funduðu sameiginlega í aðeins eina mínútu í dag og segist ríkissáttasemjari aldrei hafa kynnst deilu í öðrum eins hnút.Heimir Már Pétursson fylgdist með kjaramálum í dag og fer yfir þau í kvöldfréttum auk þess sem hann ræðir við forstjóra Íslandshótela – sem telur starfsfólk sitt ekki hafa áhuga á verkfalli.

Aðal­með­ferð í stærsta kókaín­máli Ís­lands­sögunnar fer fram í dag

Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir.

Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka

Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir.

Sjá meira