Stundin runnin upp til að berjast fyrir móðurmálinu Bubbi Morthens segir Íslendinga vera komna á þann stað að þeir þurfi að spyrja sig hvort þeir vilji tala íslensku áfram, tungumálið sé að verða hornreka í orðsins fyllstu merkingu. Hann segir stundina hafa runnið upp þar sem berjast þurfi fyrir móðurmálinu. 17.8.2023 11:16
Farþegar selfluttir í land: Reykjavíkurhöfn stútfull af skemmtiferðaskipum Fjögur skemmtiferðaskip eru nú við höfn í Reykjavíkurhöfn og liggur eitt þeirra við ytri höfnina þar sem legupláss nær henni er upptekið. Það þýðir að selflytja þarf farþega í land. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ljóst að um háönn sé að ræða. 16.8.2023 16:48
Óttast að unglingar sniffi gas í strætisvögnum Rekstraraðili strætó í Reykjanesbær verður í síauknum mæli var við að tóm gashylki séu skilin eftir í strætisvögnum bæjarins. Hann segist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. 16.8.2023 15:08
Verkið hófst ekki nógu snemma til að tímalína stæðist Átta mánaða tafir á framkvæmdum við Hlemm skýrast af því að verkið hófst ekki nógu snemma til þess að tímalína stæðist og þá var ekkert gert í fjóra mánuði í vetur vegna frosts í jörðu. Rauðarárstígur frá Bríetartúni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis. 16.8.2023 07:00
Bílvelta á Suðurlandsbraut Bílvelta varð á Suðurlandsbraut á fjórða tímanum í dag. Einn var í bílnum. Sjúkrabíll, lögregla og slökkvilið mættu á vettvang. 15.8.2023 15:48
„Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu“ Eldri borgari í Hveragerði segir að sér hafi ekki orðið meint af eftir að hún smakkaði ber á dularfullri plöntu í gróðurhúsi sonar síns í Biskupstungum. Hún kveðst þakklát fyrir að hafa einungis smakkað eitt ber, en hefði hún smakkað fleiri hefði hún getað upplifað ofskynjanir, ógleði, iðraverki og í miklu magni geta berin valdið andnauð og jafnvel hjartastoppi. Hún hyggst fjarlæga plöntuna barnabarnanna vegna. 15.8.2023 10:26
Stutt á milli feigs og ófeigs í umferðinni á Seltjarnarnesi Litlu mátti muna að ekið hefði verið á fimm ára gamlan strák þar sem hann hjólaði yfir götuna við einu ljósagatnamót Seltjarnarness á föstudag þar sem Suðurströnd og Nesvegur mætast. Íbúi sem varð vitni að atvikinu segir of algengt að ökumenn keyri hraðar en takmarkanir leyfi á svæðinu. 15.8.2023 06:45
Orðin vön því að fá hestana í heimsókn Nágrannar í Furuhlíð í Setbergi í Hafnarfirði sneru bökum saman síðdegis í dag þegar hópur hesta gerði sig heimakominn í götunni og króuðu þá af á bakvið girðingu. Íbúi segir hesta í hverfinu ekki sjaldséða sjón, enda hesthúsahverfi í nágrenninu. 14.8.2023 16:25
Hægt að mynda „hvaða stjórn sem er“ með „böggles“ Mikill meirihluti landsmanna ber nafn snakksins Bugles fram sem „Böggles.“ Minnihluti notar enskan framburð og kallar það „Bjúgels“ á meðan enn minni hluti landsmanna kallar það „Bugles.“ Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar. Stjórnmálafræðingur segir stuðningsmenn allra flokka á Íslandi sammála um framburðinn. 14.8.2023 07:01
Hyggst endurreisa hús sitt við Blesugróf á grunni brunarústanna Eigandi tveggja hæða timburhúss sem gjöreyðilagðist í bruna við Blesugróf 25 í Fossvogshverfi Reykjavíkur í lok júní hyggst endurbyggja húsið. Enn á eftir að rífa það sem eftir stendur af húsinu og segist eigandinn bíða þess að fá leyfi til þess. 14.8.2023 06:40
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Skoðun