Sjá fram á 550 milljóna króna hagnað á þriðja ársfjórðungi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. september 2023 18:51 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play sér fram á að skila hagnaði sem nemur um 550 milljónum króna, eða því sem nemur fjórum milljónum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu félagsins. Þar segir að félagið áætli að handbært fé verði um 39 milljónir Bandaríkjadala, nærri 5,3 milljarðar króna við lok þriðja ársfjórðungs. Félagið segir fjárhagsstöðuna því sterka og að ekki þurfi aukið fé til rekstursins. Áætlað er að handbært fé verði í árslok um 28 milljónir dala eða því sem nemur 3,8 milljörðum króna. Sjóðsstreymi vegna reksturs félagsins er því í jafnvægi, að teknu tilliti til fjárfestinga við stækkun flota félagsins „Nú þegar við nálgumst enda sumarvertíðarinnar, horfum við stolt um öxl á frammistöðu PLAY yfir sumarmánuðina og björtum augum á framtíðina. Við sjáum nú sterka fjárhagslega niðurstöðu þar sem tekjurnar nærri tvöfölduðust frá fyrra ári og félagið skilar 12 milljóna bandaríkjadala hagnaði á sama tímabili. Það er viðsnúningur frá tapi upp á 15 milljónir bandaríkjadala frá því í fyrra,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play í tilkynningunni. Búast við að farþegarnir verði 1,5 milljón í ár Félagið segir í tilkynningu að búist sé við því að fluttir verði um 1,5 milljónir farþega árið 2023 og að rekstrartap á árinu verði um tíu milljónir Bandaríkjadala. Bendir félagið í því samhengi á að það hafi skilað rekstrartapi upp á 44 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2022. Því nemi viðsnúningur um 34 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem nemur um 4,6 milljörðum íslenskra króna. Þá gerir félagið ráð fyrir tekjum í ár sem nema um 280 milljónu Bandaríkjadala, rúmlega 38 milljörðum íslenskra króna. Kostnaður á hvern sætiskílómetra án eldsneytiskostnaðar (CASK Ex Fuel) er áætlaður um 3,7 sent fyrir allt árið 2023. Áætla að skila rekstrarhagnaði 2024 PLAY áætlar að flytja um 1,8 milljónir farþega á árinu 2024. Áætlaðar tekjur verða um 340 milljónir Bandaríkjadala, sem eru um 47 milljarðar íslenskra króna. Félagið áætlar að skila rekstrarhagnaði á árinu 2024. Þá mun kostnaður á hvern sætiskílómetra án eldsneytiskostnaðar (CASK Ex Fuel) einungis hækka í takt við verðbólgu þrátt fyrir um 1% hækkun á kostnaði 2024 vegna breytinga á launakjörum flugfólks sem tilkynnt var um nýlega. PLAY hefur tryggt sér tvær farþegaþotur fyrir árið 2025 sem mun stækka flotann í 12 þotur af A320neo fjölskyldunni frá Airbus. Mat á frekari aukningu á sætisframboði stendur yfir. „Við gerum ráð fyrir að nánast tvöfalda tekjurnar í þriðja ársfjórðungi og að rekstrarafkoman verði nær tíu sinnum hærri en í fyrra, ásamt því að PLAY skili hagnaði í fyrsta sinn í ársfjórðungi,“ segir Birgir. „Sú staðreynd að við höfum náð að halda kostnaði lágum á sama tíma og tekjur á hvern floginn kílómetra aukast, samhliða nærri tvöföldun á sætisframboði, sýnir fram á hversu góðri fótfestu við höfum náð á lykilmörkuðum okkar og gefur okkur byr undir báða vængi fyrir komandi tíma.“ Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Þar segir að félagið áætli að handbært fé verði um 39 milljónir Bandaríkjadala, nærri 5,3 milljarðar króna við lok þriðja ársfjórðungs. Félagið segir fjárhagsstöðuna því sterka og að ekki þurfi aukið fé til rekstursins. Áætlað er að handbært fé verði í árslok um 28 milljónir dala eða því sem nemur 3,8 milljörðum króna. Sjóðsstreymi vegna reksturs félagsins er því í jafnvægi, að teknu tilliti til fjárfestinga við stækkun flota félagsins „Nú þegar við nálgumst enda sumarvertíðarinnar, horfum við stolt um öxl á frammistöðu PLAY yfir sumarmánuðina og björtum augum á framtíðina. Við sjáum nú sterka fjárhagslega niðurstöðu þar sem tekjurnar nærri tvöfölduðust frá fyrra ári og félagið skilar 12 milljóna bandaríkjadala hagnaði á sama tímabili. Það er viðsnúningur frá tapi upp á 15 milljónir bandaríkjadala frá því í fyrra,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play í tilkynningunni. Búast við að farþegarnir verði 1,5 milljón í ár Félagið segir í tilkynningu að búist sé við því að fluttir verði um 1,5 milljónir farþega árið 2023 og að rekstrartap á árinu verði um tíu milljónir Bandaríkjadala. Bendir félagið í því samhengi á að það hafi skilað rekstrartapi upp á 44 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2022. Því nemi viðsnúningur um 34 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem nemur um 4,6 milljörðum íslenskra króna. Þá gerir félagið ráð fyrir tekjum í ár sem nema um 280 milljónu Bandaríkjadala, rúmlega 38 milljörðum íslenskra króna. Kostnaður á hvern sætiskílómetra án eldsneytiskostnaðar (CASK Ex Fuel) er áætlaður um 3,7 sent fyrir allt árið 2023. Áætla að skila rekstrarhagnaði 2024 PLAY áætlar að flytja um 1,8 milljónir farþega á árinu 2024. Áætlaðar tekjur verða um 340 milljónir Bandaríkjadala, sem eru um 47 milljarðar íslenskra króna. Félagið áætlar að skila rekstrarhagnaði á árinu 2024. Þá mun kostnaður á hvern sætiskílómetra án eldsneytiskostnaðar (CASK Ex Fuel) einungis hækka í takt við verðbólgu þrátt fyrir um 1% hækkun á kostnaði 2024 vegna breytinga á launakjörum flugfólks sem tilkynnt var um nýlega. PLAY hefur tryggt sér tvær farþegaþotur fyrir árið 2025 sem mun stækka flotann í 12 þotur af A320neo fjölskyldunni frá Airbus. Mat á frekari aukningu á sætisframboði stendur yfir. „Við gerum ráð fyrir að nánast tvöfalda tekjurnar í þriðja ársfjórðungi og að rekstrarafkoman verði nær tíu sinnum hærri en í fyrra, ásamt því að PLAY skili hagnaði í fyrsta sinn í ársfjórðungi,“ segir Birgir. „Sú staðreynd að við höfum náð að halda kostnaði lágum á sama tíma og tekjur á hvern floginn kílómetra aukast, samhliða nærri tvöföldun á sætisframboði, sýnir fram á hversu góðri fótfestu við höfum náð á lykilmörkuðum okkar og gefur okkur byr undir báða vængi fyrir komandi tíma.“
Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26