Segir ræstingakonum sagt upp svo karlarnir geti grætt meira Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. september 2023 07:01 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hyggst boða konurnar sem missa vinnuna nú til fundar á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að hún muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá stjórnendur Grundarheimila til þess að hætta við ákvörðun sína um að segja upp 33 starfsmönnum í ræstingum og í þvottahúsi. Eins og Vísir greindi frá stefnir allt í að 33 starfsmenn verði sagt upp, þar með talið öllu starfsfólki á Þvottahúsi Grundarheimilanna, sem eru átta talsins, þá verður nítján sagt upp í ræstingadeild í Ási, hjúkrunar-og dvalarheimili í Hveragerði og svo breytingar á sex störfum til viðbótar, ýmist með uppsögnum eða þau lögð niður. Sólveig Anna sendi félagsmönnum sínum hjá Ási og þvottahúsinu tölvupóst í dag þar sem hún tilkynnti þeim um uppsagnirnar. Þeir höfðu ekki verið látnir vita fyrirfram og lýsti starfsmaður því við Vísi að tölvupósturinn hefði valdið mikilli óreiðu. „Við vorum látin vita af þessu vegna þess að þarna var um að ræða hópuppsögn. Hollusta mín er náttúrulega við félagsfólk Eflingar, þegar ég fæ upplýsingar sem þessar lít ég á það sem skyldu mína að miðla þeim áfram til míns félagsfólks,“ segir Sólveig Anna í samtali við Vísi. Hún segir að hún hafi fyrir hönd Eflingar komið mótmælum á framfæri við Gísla Pál Pálsson, stjórnarformann Grundar. Efling hvetji stjórn Grundar til að draga ákvörðun sína til baka. „Ég benti honum í samtalinu jafnframt á að kynna sér niðurstöður Vörðu um stöðu og lífsskilyrði fólks sem starfar við ræstingar sem birtust einmitt í dag. Þessar niðurstöður sýna fram á að staða þeirra sem starfa við ræstingar er sú versta á öllum íslenskum vinnumarkaði. Þetta eru að langstærstum meirihluta konur, mikið til innflytjendur,“ segir Sólveig Anna. Konum fórnað á altari gróðans Verið sé að segja upp ræstingarkonum og konum í þvottahúsinu upp til þess að spara peninga. Sólveig Anna býst við því að lítill sparnaður fáist með aðgerðunum. „Þar sem þeir ráða þá ræstingarkonur í staðinn af almennum markaði þar sem launin eru lægri og réttindi miklu lakari, til þess að þeir karlar sem reki þau fyrirtæki hafi þá tækifæri til þess að græða enn meira,“ segir Sólveig Anna. „Það er ömurlegt að verða vitni að þessu og ömurlegt að hið opinbera og fyrirtæki í velferðarþjónustu skuli leiða þessa útvistunarþróun sem hefur verið í gangi.“ Sólveig Anna hyggst vera viðstödd starfsmannafund sem haldinn verður í dag. Þá hyggst hún boða félagsfólk sitt sem missir vinnu nú til fundar á þriðjudag. „Ég ætla að gera það sem í mínu og félagsins valdi stendur til að fá stjórn Grundarhiemilanna til að draga þessa ömurlegu ákvörðun til baka.“ Vinnumarkaður Hveragerði Hjúkrunarheimili Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá stefnir allt í að 33 starfsmenn verði sagt upp, þar með talið öllu starfsfólki á Þvottahúsi Grundarheimilanna, sem eru átta talsins, þá verður nítján sagt upp í ræstingadeild í Ási, hjúkrunar-og dvalarheimili í Hveragerði og svo breytingar á sex störfum til viðbótar, ýmist með uppsögnum eða þau lögð niður. Sólveig Anna sendi félagsmönnum sínum hjá Ási og þvottahúsinu tölvupóst í dag þar sem hún tilkynnti þeim um uppsagnirnar. Þeir höfðu ekki verið látnir vita fyrirfram og lýsti starfsmaður því við Vísi að tölvupósturinn hefði valdið mikilli óreiðu. „Við vorum látin vita af þessu vegna þess að þarna var um að ræða hópuppsögn. Hollusta mín er náttúrulega við félagsfólk Eflingar, þegar ég fæ upplýsingar sem þessar lít ég á það sem skyldu mína að miðla þeim áfram til míns félagsfólks,“ segir Sólveig Anna í samtali við Vísi. Hún segir að hún hafi fyrir hönd Eflingar komið mótmælum á framfæri við Gísla Pál Pálsson, stjórnarformann Grundar. Efling hvetji stjórn Grundar til að draga ákvörðun sína til baka. „Ég benti honum í samtalinu jafnframt á að kynna sér niðurstöður Vörðu um stöðu og lífsskilyrði fólks sem starfar við ræstingar sem birtust einmitt í dag. Þessar niðurstöður sýna fram á að staða þeirra sem starfa við ræstingar er sú versta á öllum íslenskum vinnumarkaði. Þetta eru að langstærstum meirihluta konur, mikið til innflytjendur,“ segir Sólveig Anna. Konum fórnað á altari gróðans Verið sé að segja upp ræstingarkonum og konum í þvottahúsinu upp til þess að spara peninga. Sólveig Anna býst við því að lítill sparnaður fáist með aðgerðunum. „Þar sem þeir ráða þá ræstingarkonur í staðinn af almennum markaði þar sem launin eru lægri og réttindi miklu lakari, til þess að þeir karlar sem reki þau fyrirtæki hafi þá tækifæri til þess að græða enn meira,“ segir Sólveig Anna. „Það er ömurlegt að verða vitni að þessu og ömurlegt að hið opinbera og fyrirtæki í velferðarþjónustu skuli leiða þessa útvistunarþróun sem hefur verið í gangi.“ Sólveig Anna hyggst vera viðstödd starfsmannafund sem haldinn verður í dag. Þá hyggst hún boða félagsfólk sitt sem missir vinnu nú til fundar á þriðjudag. „Ég ætla að gera það sem í mínu og félagsins valdi stendur til að fá stjórn Grundarhiemilanna til að draga þessa ömurlegu ákvörðun til baka.“
Vinnumarkaður Hveragerði Hjúkrunarheimili Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira