Fyrstu tónlistarmennirnir á Þjóðhátíð í ár tilkynntir Miðasala á Þjóðhátíð í Eyjum er hafin. Þá var greint frá fyrstu tónlistarmönnunum sem munu stíga á svið á hátíðinni í ár í beinni útsendingu í Brennslunni á FM957 í morgun. 1.3.2024 11:45
Ekki í boði að þreytast á varnaðarorðum um eldgos Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir enn auknar líkur á eldgosi í og/eða við Svartsengi. Hún segist helst óttast að fólk verði værukært vegna reglulegra frétta af auknum líkum á eldgosi. 1.3.2024 09:06
„Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1.3.2024 08:28
„Ég er bara ég og geri bara það sem mér sýnist“ Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður segist aldrei hafa átt erfitt með breytingar. Hún segist þvert á móti jafnvel leitast eftir því að flækja lífið þegar það er orðið of þægilegt. 1.3.2024 08:01
Liam Neeson í nýrri Naked Gun í stað Leslie Nielsen Bandaríska kvikmyndaverið Paramount Pictures ætlar að endurgera Naked Gun grínmyndirnar í nýrri mynd. Þar á Liam Neeson að taka að sér hlutverk lögreglufulltrúans Frank Drebin sem Leslie Nielsen gerði ódauðlegan. 29.2.2024 15:00
Öðru júrólagi Ísraels hafi einnig verið hafnað Annarri tillögu Ísraels að lagi í Eurovision söngvakeppninni hefur verið hafnað. Lagið ber heitið Dancing Forever og lenti í öðru sæti í forvali á eftir laginu October Rain sem Ísrael hugðist áður tefla fram í Eurovision. 29.2.2024 13:30
Ísland skýst upp í veðbönkum: Einvígið gæti komið í bakið á Bashar Ísland hefur á rúmri viku skotist upp um fimm sæti í veðbönkum þar sem spáð er fyrir um gengi laganna í Eurovision-söngvakeppninni. Menn eru löngu hættir að spá í það hvort Söngvakeppnin sé sjálfstætt fyrirbæri, menn beintengja hana við þátttöku í Eurovision. 29.2.2024 11:27
Kvikumagnið heldur áfram að aukast Áfram eru auknar líkur á eldgosi á Reykjanesi í og við Svartsengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu þar sem segir að virknin hafi haldist stöðug undanfarna daga. 29.2.2024 11:04
„Mín saga á að vera sú eina“ Hin rúmlega tvítuga Alice Viktoria Kent segist enn fá kvíðaköst og liggja andvaka á næturnar vegna þess viðmóts sem mætti henni í íslensku heilbrigðiskerfi þegar hún leitaði aðstoðar með mikla kviðverki þegar hún var sautján ára gömul. Það mæti henni enn í kerfinu. 29.2.2024 09:52
Hagvöxtur 4,1 prósent í fyrra Niðurstöður þjóðhagsreikninga fyrir síðasta ár benda til þess að hagvöxtur, það er breyting á landsframleiðslu á föstu verðlagi, hafi numið 4,1 prósent. Áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu var 4.279 milljarðar króna. 29.2.2024 09:24