Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Bandaríska körfuboltakonan Maddie Sutton gerði allt sem hún gat á móti Keflavík í Síkinu á Sauðárkróki í Bónusdeild kvenna í körfubolta í gær. Það dugði ekki til sigurs en kom henni í fámennan hóp. 5.11.2025 16:30
Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Brasilíski knattspyrnumaðurinn Raphinha átti frábært ár og var á lista hjá mörgum yfir þá sem kæmu til greina sem handhafar Gullknattarins. Hann fékk þó ekki þau verðlaun og í gær kom í ljós að hann komst ekki einu sinni í úrvalslið ársins hjá FIFPRO-leikmannasamtökunum. 5.11.2025 16:02
Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Arsenal-framherjinn Viktor Gyökeres verður ekki klár fyrir komandi leiki Svía í undankeppni HM í fótbolta og var því ekki valinn. Alexander Isak er hins vegar í hópnum. 5.11.2025 15:32
Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Ein af stóru fótboltasögum sumarsins var hegðun stuðningsmanna Bröndby á heimavelli hamingjunnar í Víkinni þegar lið þeirra steinlá í Evrópuleik á móti Víkingum. Þetta var þó ekki í síðasta skiptið sem stuðningsmenn Bröndby bjuggu til vandræða í útileik á þessu tímabili. 5.11.2025 14:30
Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Orri Steinn Óskarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, getur ekki tekið þátt í næsta verkefni landsliðsins og Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari var spurður út í stöðuna á Orra á blaðamannafundi í dag. 5.11.2025 13:33
„Hann plataði mig algerlega“ Leikmenn standa hlið við hlið og hlusta á þjóðsöngva keppnisþjóðanna tveggja í byrjun landsleikja í flestum íþróttagreinum. Í leik um síðustu helgi bættist „nýr“ leikmaður óvænt í hópinn hjá öðru liðinu. 5.11.2025 12:00
Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Frændliðin Haukar og Valur mætast tvívegis á Ásvöllum í kvöld en þó í sitthvorri íþróttinni. Það gerir þetta að mjög sérstöku kvöldi ekki síst þar sem það eru sömu félög að mætast á báðum vígstöðvum. 5.11.2025 11:46
Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Manchester United-goðsögnin Wayne Rooney var einn þeirra sem gagnrýndu stærstu stjörnur Liverpool þegar liðið var í miðri taphrinu sinni. Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, mætti í viðtal og ræddi málin við Rooney eftir sigur Liverpool á Real Madrid í Meistaradeildinni í gær. 5.11.2025 11:32
„Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Cristian Chivu, þjálfari ítalska félagsins Internazionale, heitir stuðningi við markvörðinn Josep Martínez sem varð valdur að banaslysi í síðustu viku. 5.11.2025 10:31
Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn NFL-goðsögnin Tom Brady fjárfesti í líftæknifyrirtæki og fékk það síðan til að endurskapa uppáhaldshundinn sinn. 5.11.2025 10:00