Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá Hraun frá gosi við Grindavík er komið inn í bæinn og standa tvö hús í ljósum logum. Víðir Reynisson, aðstoðarlögregluþjónn, segir verstu sviðsmyndina hafa raungerst en enn er möguleiki á að nýjar sprungur opnist inni í bænum. 14.1.2024 17:30
Segir farið að draga úr gosvirkni Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir merki benda til þess að farið sé að draga úr gosvirkni. Einhver merki um þenslu séu enn mælanleg en að hægt hafi verulega á því og skjálftavirkni minnkað. 14.1.2024 16:39
Almannavarnir boða til upplýsingafundar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 19:00 í dag og fer fram í Skógarhlíðinni. 14.1.2024 15:57
Bíl ekið ofan í Elliðaár Bíll hafnaði út í Elliðaám í dag en engan sakaði. Þetta staðfestir Loftur Þór Einarsson hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu. 14.1.2024 15:31
Jökulhlaup náð hámarki Jökulhlaupið úr Grímsvötnum náði hámarki í nótt samkvæmt tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Rennsli og rafleiðni í Gígjukvísl heldur áfram að vaxa en búist er við því að hlaupið nái hámarki í ánni einum til tveimur sólahringum seinna. 14.1.2024 15:12
„Guð geymi kónginn“ Friðrik tíundi er konungur Danmerkur. Formleg krýning hans átti sér stað klukkan eitt á íslenskum tíma þegar Margrét Þórhildur lýsti skrifaði undir afsagnaryfirlýsingu. 14.1.2024 14:01
Flugvél rann til á Keflavíkurflugvelli Flugvél EasyJet sem lenti á Keflavíkurflugvelli fyrir skemmstu frá London rann til á akbraut. 14.1.2024 12:57
Unnið að varnargörðunum fáeinum metrum frá hrauninu Enn er vinna í gangi við varnargarðinn við Grindavíkurveg þrátt fyrir að hraunflæðið sé einungis örfáum metrum frá. Miðað við hraða hraunsins er ljóst að vinnuflokkurinn getur ekki unnið mikið lengur. 14.1.2024 12:38
Friðrik tíundi verður Danakonungur í dag Friðrik krónprins verður í dag krýndur Friðrik tíundi Danakonungur við hátíðlega athöfn í Kristjánsborgarhöll. Íslendingar fylgjast kannski ekki grannt með þessum merka atburði í ljósi hrauntungnanna sem mjakast nær Grindavík með hverjum tímanum sem líður. 14.1.2024 11:42
Grindvíkingar „eins og innflytjendur í eigin landi“ Hún Cortina frá Rúmeníu var komin upp að gosstöðvunum snemma í morgun þar sem hún á frí í vinnunni í dag. Hún segist finna til með Grindvíkingum sem innflytjenda og segir þá vera orðna eins konar innflytjenda í eigin landi. 14.1.2024 10:50