Opnun Sorpu frestað vegna ölvaðs manns með háreysti Tafir urðu á opnun grenndarstöðvar Sorpu í Ánanaustum vegna manns sem var með háreysti við inngang stöðvarinnar. Þónokkrir gestir þurftu að bíða í röð vegna afskipta lögreglu af manninum en hann var einnig undir áhrifum. 21.7.2024 16:20
Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21.7.2024 15:37
Mótmæla ferðamönnum á Majorka Búist er við að tugir þúsunda Majorkabúa mótmæli í dag þeim mikla fjölda ferðamanna sem streyma til eyjunnar og þeim áhrifum sem þeir hafa haft. Hagsmunasamtök hafa boðað þátttöku sína í mótmælunum sem bera yfirskriftina: „Minni túrismi - Meira líf,“ eða á katalónskunni upprunalegu: „Menys Turisme, Més Vida.“ 21.7.2024 14:55
Gul viðvörun í nótt Gul viðvörun gengur í gildi á miðnætti á Ströndum og Norðurlandi vestra vegna norðvestanáttar og úrhellisrigningar. 21.7.2024 12:00
Kvótanum breytt en sér ekki fyrir endann á blóðugum mótmælum Hæstiréttur Bangladess hefur úrskurðað ákvörðun um að þriðjungur opinberra starfa sé frátekinn fyrir afkomendur uppgjafarhermanna og annarra afmarkaðra hópa ógilda. Mikil mótmælaalda hefur riðið yfir Bangladess nýverið og talið að minnst hundrað manns hafi látið lífið í blóðugum átökum við lögreglu. 21.7.2024 11:21
Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21.7.2024 10:41
Solaris fordæmir ummæli vararíkissaksóknara Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæmir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um samtökin sem hann lét falla í færslu á Facebook síðu sinni í gær. 20.7.2024 17:04
Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. 20.7.2024 15:29
Löng bílaröð á leiðinni úr bænum Unnið er að því að mála vegi á Hellisheiði og mega tilvonandi sumarbústaðar- og tjalddveljendur bíða talsvert á leið þeirra suður á land. Löng bílaröð hefur myndast á Hellisheiðinni. 20.7.2024 13:29
Hinn tannbrotni er íslenskur Maðurinn sem þrír erlendir ferðamenn gengu í skrokkinn á í miðborg Reykjavíkur í nótt er íslenskur og er að sögn lögreglu tannbrotinn og nokkuð slasaður. 20.7.2024 13:16