Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fjósalykt leggst yfir Seyðis­fjörð

Seyðfirðingar hafa verið varaðir við „sveitalykt“ sem á að leggjast yfir bæinn á næstu dögum. Héraðsverk, verktakinn í varnargörðunum, munu dreifa kúamykju yfir uppgræðslusvæðin á næstu dögum.

„Rosa fínt“ ef fólk hætti að kveikja í sinu

Eldur var í sinu á þremur stöðum við vegkant á Vesturlandi, í nágrenni við Brúarfoss og Fíflholt á Mýrum. Slökkvilið frá Borgarnesi brást við kallinu og slökkti eldinn greiðlega en að öllum líkindum var um íkveikju að ræða. Eldarnir voru með nánast nákvæmlega kílómeters millibili.

Kvöld­fréttir RÚV færðar til klukkan níu í sumar

Kvöldfréttir Ríkisútvarpsins verða færðar frá klukkan sjö til klukkan níu. Er það gert til að lágmarka raskanir vegna Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu sem hefst á föstudagskvöld sem og Ólympíuleikana í París.

Lög­regla sendi fólk aftur inn úr blíðunni

Gesti á Kaffibrennslunni í miðbænum var vísað inn af útisvæði staðarins eftir að í ljós kom að tilskilin leyfi til veitinga utandyra voru ekki til staðar. Lögreglumenn fóru á nokkra veitingastaði og bari niðri í bæ til að athuga hvort þeir væru með leyfi til veitingareksturs utandyra.

Snjórinn hverfur fljótt og blíða tekur við fyrir norðan

Einar Sveinbjörnsson hjá Bliku segir svalt fyrir norðan og að það verði það enn á morgun en að snjóinn taki nú rólega upp. Á þriðjudaginn mjakist hæðarhryggur í háloftunum inn yfir landið og að snúist í suðlægan vind á miðvikudag með aðstreymi af mildu lofti.

„Hvorum megin í sögunni ætlar þú að skipa þér, Sig­mundur Davíð?“

Þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tókust á í Sprengisandi um eðli aðstoðar íslenska ríkisins við Úkraínu ásamt Orra Páli Jóhannssyni. Diljá Mist líkti Sigmundi Davíð við breska forsætisráðherrann Neville Chamberlain sem vildi hemja útþenslu Þýskalands nasismans með friðsamlegum leiðum.

„Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“

Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn.

Flug­vél til Akur­eyrar snúið við á miðri leið

Flugvél á leið frá Reykjavík til Akureyrar var snúið við á miðri leið. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair segir að þeim hafi borist melding um tæknilegt atriði sem þurfti að skoða samkvæmt verklagi.

Sjá meira