Líkfundur í Þórsmörk Vegfarendur í Þórsmörk gengu fram á látinn mann í gærkvöldi. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar málið en ekki er grunur um að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. 4.6.2024 18:39
Hefur áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi á Akureyri Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi á Akureyri og segir alvarlega þróun eiga sér stað norður á landi. 4.6.2024 18:30
Aðild Péturs Jökuls óskýr að sögn dómara Pétur Jökull Jónasson var ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldum innflutningi á kókaíni til Íslands í síðasta mánuði. Við þingfestingu málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gagnrýndi dómari saksóknara fyrir að hafa ekki lagt fram nákvæma verknaðarlýsingu með ákæruskjalinu yfir Pétri Jökli eins og tíðkast í málum sem slíkum. 4.6.2024 18:20
Lokun ungmennahúss blaut tuska í andlit hafnfirskra ungmenna Á miðvikudaginn síðastliðinn var samþykkt á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar að leggja niður starfsemi ungmennahússins Hamarsins og segja öllum starfsmönnum þess upp. Óskar Steinn Ómarsson starfsmaður Hamarsins segir vinnubrögð bæjaryfirvalda í málinu bæði óvönduð og ólýðræðisleg. 3.6.2024 23:41
Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3.6.2024 21:56
Dregið úr happdrætti Ástþórs Dregið var í dag úr happdrætti Lýðræðishreyfingarinnar fyrir forsetaframboð Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en Ástþór segist ekki vita hvort nokkur hafi hreppt stærsta vinninginn, sem var rafmagnsbíll af gerðinni Hupmobile K3. 3.6.2024 20:30
Annasamir dagar framundan hjá Höllu Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands segir annasama daga bíða Höllu Tómasdóttur nýkjörins arftaka hans þrátt fyrir að hún taki ekki formlega við embættinu fyrr en í ágústbyrjun. Að ýmsu þurfi að huga þangað til að hinn örlagaríki fyrsti ágúst renni upp og innsetning sjöunda forseta lýðveldisins fer fram með pompi og prakt. 3.6.2024 18:52
Ökumanns sem ók á mann á rafmagnshlaupahjóli leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns hvítrar bifreiðar sem ók á karlmann um tvítugt á rafhlaupahjóli merktu Hopp á gangbraut á gatnamótum Akurvalla og Burknavalla í Hafnarfirði á milli klukkan tíu og ellefu í morgun. 3.6.2024 18:06
Átta á sjúkrahúsi eftir mikla ókyrrð Átta farþegar voru fluttir á sjúkrahús eftir að flug frá Doha til Dyflinnar lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum yfir Tyrklandi. Samkvæmt flugvallaryfirvöldum í Dyflinni slösuðust sex farþegar og sex áhafnarmeðlimir. 26.5.2024 16:41
Segir veginn ekki hafa gefið sig Starfsmenn Vegagerðarinnar á vettvangi rútuslyssins á Rangárvallavegi í gær segja ekki hafa séð þess merki að vegurinn hafi gefið sig undan rútunni. 26.5.2024 16:19