Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Raf­magns­laust á Blöndu­ósi

Rafmagnslaust er á Blönduósi og verið er að leita að bilun. Rafmagnsbilun hefur verið hið minnsta síðan klukkan tíu í kvöld.

Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína

Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn.

Engin sönnunar­gögn bendla UNRWA við á­rásina

Ísraelsk yfirvöld hafa enn ekki komið fram með sönnunargögn sem bendla starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við aðild að áhlaupi Hamasliða á Ísrael þann sjöunda október síðasta árs.

Bæjar­stjórn fundaði með Þór­kötlu

Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum.

Vonast til að af­greiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögu­legt er

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum.

Sjö sóttu um em­bætti skóla­meistara

Mennta- og barnamálaráðuneytinu bárust sjö umsóknir um embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans í Kópavogi.

At­vinnu­rek­endur í Grinda­vík krefjast úr­ræða

Hópur grindvískra atvinnurekenda segir fyrirtæki í Grindavík komin að þolmörkum og kalla eftir að úrræði sem kynnt verða fyrir þinglok verði úrræði sem miða að fyrirtækjum sem geta og vilja starfa í Grindavík, fyrirtækjum sem þurfa að flytja starfsemi sína og þeim sem sjá hvorki rekstrargrundvöll í né utan Grindavíkur og vilja uppkaup á atvinnuhúsnæði.

Björguðu strönduðum ferða­mönnum í Gróttu

Rétt fyrir hálf sjö í kvöld óskuðu tveir ferðamenn sem farið höfðu út í Gróttu eftir aðstoð við að komast aftur í land. Þau höfðu ekki fylgst með flóðinu og þeir urðu strandaglópar á eyjunni sem hafði ekki verið eyja fyrr um daginn.

Sjá meira