fréttamaður

Rakel Sveinsdóttir

Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skýringar á leti starfsfólks gætu verið stjórnunartengdar

Við getum öll upplifað smá leti í vinnunni. Og reyndar er það alls ekkert svo slæmt að stundum séum við pínkulítið löt. Því rannsóknir sýna að til þess að fá nýjar og ferskar hugmyndir er mikilvægt fyrir okkur að gera reglulega ekki neitt.

Hvetur stjórnendur til að prófa önnur störf og að standa sjálfir í eldlínunni

„Það er svo dýrmæt reynsla að setja sig í spor fólksins og prófa á eigin skinni að vera í eldlínunni. Hvernig eru viðskiptavinirnir til dæmis að tala við starfsfólkið? Hverjar eru helstu áskoranirnar, flækjurnar eða núningarnir og í hverju felast verkefnin sem okkar fólk er að kljást við dag frá degi,“ segir María Dís Gunnarsdóttir mannauðstjóri OK.

Forstjórinn tók vakt í vöruhúsinu, fagsölumaðurinn gerði blómvendi og vörustjórinn fór á kassa

„Forstjórinn og launafulltrúinn tóku til dæmis vakt í vöruhúsinu. Fjármálastjórinn og deildarstjóri UT tóku vakt í pípudeild og einn af fagsölumönnunum okkar sem starfar við að selja stórum verktökum fór í Blómaval og gerði blómvendi!“ nefnir Edda Björk Kristjánsdóttir mannauðstjóri Húsasmiðjunnar sem dæmi um starfaskipti starfsfólks Húsasmiðjunnar, sem stóð fyrir starfaskiptaviku fyrir um mánuði síðan.

Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira

„Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum.

„Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“

Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana.

Segir hiklaust að hann sé búinn með 28 ár í háskóla

„Ég segi alveg hiklaust að ég sé með 28 ára háskólanám að baki. Því til viðbótar við háskólanámið á Bifröst get ég með góðri samvisku sagt að þessi 25 ár sem ég hef verið með Skessuhornið jafnist á við háskólanám í atvinnulífi og menningu. Þetta starf er endalaus skóli og ég fyrir löngu orðinn sérfræðingur í Vesturlandi,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhornsins, héraðsfréttablaðs Vesturlands.

Sjá meira