Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Evrópu­meistararnir fóru ham­förum

Evrópumeistarar Barcelona lögðu Chelsea sannfærandi 4-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea á verk að vinna ætli liðið sér að landa fernunni en það stefnir í að liðið vinni alla titlana sem í boði eru á Englandi.

Daníel Leó með mikil­vægt sigur­mark á meðan Kol­beinn skoraði í tapi

Daníel Leó Grétarsson kom Sönderjyske 3-1 yfir í mikilvægum sigri í Álaborg þegar liðin mættust í efstu deild dönsku knattspyrnunnar. Leikurinn endaði með 3-2 sigri gestanna og mark Daníels Leó því sigurmarkið. Kolbeinn Þórðarson skoraði þá fyrra mark Gautaborgar í tapi gegn BK Häcken.

„Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“

Ruben Amorim var eðlilega ekki sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir enn eitt tap Manchester United, að þessu sinni á heimavelli gegn annars slöku liði Wolves. Úlfarnir unnu 1-0 útisigur á Old Trafford og benti Portúgalinn á að ef lið hans skorar ekki mörk þá getur það ekki unnið leiki.

Trent tryggði sigurinn gegn lán­lausu liði Leicester

Trent Alexander-Arnold tryggði Liverpool 1-0 útisigur gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gestirnir eru með níu fingur á meistaratitlinum á meðan Refirnir eru endanlega fallnir niður í B-deildina þó enn séu fimm umferðir eftir.

Ancelotti segir engin ill­indi milli sín og for­setans

Carlo Ancelotti, þjálfari Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd, segir engin illindi milli sín og forseta félagsins Florentino Pérez þrátt fyrir að Arsenal hafi slegið Real út í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vikunni.

Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim

Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, hefur gefið út að ungir leikmenn félagsins gætu fengið tækifæri í ensku úrvalsdeildinni það sem eftir lifir leiktíðar þar sem öll einbeiting liðsins er á að fara með sigur af hólmi í Evrópudeildinni.

Bestu Mörkin: „Kannski ekki fal­legasta markið“

Bríet Fjóla Bjarnadóttir skoraði flottasta mark 1. umferðar Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Bestu Markanna. Bríet Fjóla er aðeins 15 ára gömul en á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

Meiddur Rams­ey stýrir Car­diff út tíma­bilið

Cardiff City hefur rekið þjálfarann Omer Riza þegar þrír leikir eru eftir af tímabilinu í ensku B-deild karla í knattspyrnu. Hinn meiddi Aaron Ramsey mun stýra liðinu í leikjunum sem framundan eru en liðið er í bullandi fallbaráttu.

Guar­diola segir Meistara­deildarsæti vera nóg

„Ég myndi segja að sigurinn hafi verið stór, sérstaklega ef miðað er við hversu góðan sigur þeir unnu síðast (á Nottingham Forest) og að hvorki Arsenal né Liverpool unnu hér,“ sagði Pep Guardiola eftir sigur sinna manna í Manchester City gegn Everton á útivelli.

Sjá meira