Sagði Khamenei „nútíma Hitler“ og að markmiðið sé að fella hann Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, sé „nútíma Hitler“ og nauðsynlegt sé að bana honum. Þetta sé orðið eitt helsta markmið Ísraela í Íran. 19.6.2025 11:51
Geimskipið sprakk á jörðu niðri Nýjasta geimflaug SpaceX af gerðinni Starship sprakk í loft upp á jörðu niðri í Texas í nótt. Verið var að undirbúa eldflaugina fyrir tilraun þar sem kveikja átti á hreyflum hennar og varð gífurlega stór sprenging á tilraunapallinum. Engan sakaði í sprengingunni. 19.6.2025 10:49
Leita „fjandskapar“ á samfélagsmiðlum námsmanna Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla í framtíðinni að skoða samfélagsmiðla erlendra námsmanna og fræðimanna sem sækja um vegabréfsáritun og dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Markmiðið er að leita að fjandskap í garð Bandaríkjanna. 19.6.2025 10:00
Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“. 18.6.2025 22:01
Staðfesta bann á meðferð trans barna Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að heimilt sé að meina börnum að gangast kynleiðréttingu og fá tengd lyf og tengda læknisþjónustu. Meðferðin felur að mestu í sér notkun lyfja til að stöðva kynþroska eða annarskonar hormónameðferð. 18.6.2025 18:31
Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. 18.6.2025 16:15
Trump segir fólki að yfirgefa Tehran hið snarasta Íranar halda áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist þó fara sífellt fækkandi og Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í kvöld að allir íbúar Tehran, höfuðborgar Íran, ættu að flýja en Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda. 16.6.2025 22:57
Bieber í basli: „Ég veit að ég er skemmdur“ Justin Bieber, tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn heimsfrægi, segist meðvitaður um að hann eigi bágt. Í einlægri færslu á Instagram, eftir að geðheilsa hans hefur verið mikið milli tannanna á fólki, segist Bieber eiga í vandræðum með skapið, og hann sé í raun skemmdur en geti ekki lappað upp á sig, ef svo má segja. 16.6.2025 21:07
Ætlaði að myrða tvo þingmenn til viðbótar Maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir að myrða einn ríkisþingmann í Minnesota í Bandaríkjunum og særa annan, ætlaði sér að myrða tvo Demókrata til viðbótar. Vance Boelter, sem stendur frammi fyrir mögulegum dauðadómi, fór heim til tveggja annarra þingmanna á laugardaginn en annar þeirra var í fríi og Boelter flúði frá hinu heimilinu vegna lögregluþjóna sem voru þar á ferðinni. 16.6.2025 20:15
Meðal stærstu skjálfta í Ljósufjallakerfi Jörð skelfur enn á Mýrum en klukkan 18:05 mældist jarðskjálfti að stærð 3,7 við Grjótárvatn. Það er meðal stærstu skjálfta sem mælst hafa á svæðinu þar til virkni hófst þar árið 2021. 16.6.2025 19:01