Þingmaður sagði fólki frá Haítí að „drulla sér“ frá Bandaríkjunum Clay Higgins, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Louisiana birti í gær tíst sem innihélt rasísk ummæli um innflytjendur frá Haítí. Þar endurtók hann lygar Donalds Trump um fólkið um að það væri að éta gæludýr fólks og sagði þeim meðal annars að „drulla sér“ úr Bandaríkjunum. 26.9.2024 15:18
Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26.9.2024 14:04
Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26.9.2024 13:18
Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Forsvarsmenn hinnar árlegu ljósmyndakeppni Comedy Wildlife Photography Awards birtu í dag þær myndir sem keppa til úrslita þetta árið. Myndirnar sýna villt dýr við skondnar og oft undarlegar aðstæður. 26.9.2024 11:33
Loftárásum ætlað að undirbúa mögulega innrás Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, segir að umfangsmiklum loftárásum Ísraela í Líbanon undanfarna daga sé bæði ætlað að grafa undan mætti Hezbollah og að leggja grunninn að mögulegri innrás í sunnanvert landið. Halevi samþykkti á dögunum aðgerðaáætlun fyrir árásir á Líbanon en ráðherra og herforingjar hafa kallað eftir innrás. 25.9.2024 15:59
„Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25.9.2024 15:05
Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Kínverjar framkvæmdu í morgun tilraun með langdræga skotflaug sem borið getur kjarnorkuvopn. Eldflaugin bar gervi-sprengiodd og var henni skotið í Kyrrahafi en þetta er í fyrsta sinn í nokkra áratugi sem Kínverjar gera tilraun sem þessa. 25.9.2024 14:01
Stiklusúpa: Allt það helsta frá kynningu Sony í gær Forsvarsmenn Sony héldu í gær State of Play kynningu þar sem farið var yfir margt af því helsta sem vænta má frá fyrirtækinu á komandi mánuðum. Kynntir voru nýir leikir en margir þeirra eru sýndarveruleikaleikir og sömuleiðis aukapakkar fyrir leiki sem þegar er búið að gefa út. 25.9.2024 11:48
Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25.9.2024 10:15
Sonur tilræðismannsins handtekinn vegna barnaníðsefnis Oran Routh, sonur Ryan Routh, sem grunaður er um að hafa ætlað að bana Donald Trump á dögunum, var handtekinn í dag. Hann er grunaður um vörslu barnaníðsefni og var handtekinn í kjölfar leitar sem gerð var á heimili hans í Norður-Karólínu. 24.9.2024 16:41