Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrra­hafið

Báðum flugmóðurskipum Kína hefur verið siglt um Kyrrahafið undanfarna daga og er það í fyrsta sinn sem skipin eru notuð þar saman. Ráðamenn í Japan hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Kyrrahafinu og víðar. Svipaða sögu er að segja frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til.

Undir­búa flutning þúsunda til Guantánamo

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er byrjuð að undirbúa mögulegan flutning þúsunda erlendra manna sem eru í Bandaríkjunum ólöglega til Guantánamo á Kúbu. Meðal þeirra sem til stendur að senda eru hundruð manna frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi og stendur ekki til að láta yfirvöld þar vita.

Súdanar flýja undan sveitum Haftars

Forsvarsmenn hers Súdan segja hermenn hafa hörfað frá landamærum ríkisins við Egyptaland og Líbíu, eftir að vígahópar á vegum Khalifa Haftar í Líbíu gerðu árásir yfir landamærin, samhliða sveitum Rapid support forces, eða RSF, sem barist hafa gegn hernum í á þriðja ár.

Trump segir sjald­gæfa málma og segla aftur á leið til Banda­ríkjanna

Ráðamenn í Bandaríkjunum og Kína hafa, samkvæmt Donald Trump forseta Bandaríkjanna, gert nýtt samkomulag varðandi viðskipti ríkjanna, vegabréfsáritanir og þá sérstaklega sjaldgæfa málma og segla úr þeim. Viðræður milli ríkjanna hafa átt sér stað í Lundúnum undanfarna daga en deilurnar milli ríkjanna snúa að mestu leyti að tollum og svokölluðum sjaldgæfum málmum.

Her­menn bauluðu á Biden, Newsom og blaða­menn

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk hermenn í Fort Bragg í Bandaríkjunum til að baula á Joe Biden forvera sinn, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og fjölmiðla. Trump kallaði Los Angeles ruslahaug og hét því að frelsa borgina, auk þess sem hann tilkynnti að breyta ætti nöfnum herstöðva sem báru nöfn leiðtoga Suðurríkjasambandsins aftur.

Frá Ís­landi til stjarnanna

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP opnar nýjasta leik fyrirtækisins fyrir almenningi í dag. Sá heitir EVE Frontier og deilir söguheimi með EVE Online, fyrsta leik CCP, sem spannar þúsundir sólkerfa.

Léttir að geta loks rætt ís­lenskan leik opin­ber­lega

Eftir margra ára vinnu hafa forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Myrkur Games í fyrsta sinn birt myndefni beint úr væntanlegum tölvuleik þeirra Echoes of the End auk þess sem útgáfutími hefur verið tilkynntur en leikurinn verður gefinn út í sumar. 

Rann­sökuðu eigin sam­særis­kenningar um fljúgandi furðu­hluti

Fámenn sérstök skrifstofa í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði varið mögum mánuðum í að rannsaka samsæriskenningar um leynilegar tilraunir yfirvalda í Bandaríkjunum með furðulega furðuhluti, þegar þeir uppgötvuðu að einn þeirra, að minnsta kosti, átti uppruna í ráðuneytinu sjálfu.

Hótar Musk al­var­legum af­leiðingum styðji hann Demó­krata

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi Elon Musk, auðugasta manni heims og fyrrverandi bandamanni sínum, viðvörun í gær. Trump sagðist ekki hafa nokkra ástæðu til að lappa upp á samband þeirra að svo stöddu, eftir opinberar deilur þeirra síðustu daga. Þá hét Trump „alvarlegum afleiðingum“ ef auðjöfurinn notaði peninga sína til að styðja Demókrata í framtíðinni.

Sjá meira