Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Blóðug bar­átta um yfir­ráð yfir Sinaloa-samtökunum

Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, biðlaði á dögunum til leiðtoga Sinaloa-samtakanna, sem berjast nú um yfirráð yfir glæpasamtökunum alræmdu, og bað þá um að sýna ábyrgð. Umfangsmikil ofbeldisalda hefur leikið Culiacan, höfuðborg Sinaloa-héraðsins, grátt á undanförnum dögum.

Ólympíukvöld hjá GameTíví

Kvöldið verður erfitt hjá strákunum í GameTíví. Þeir ætla að keppa í 34 íþróttagreinum í beinni útsendingu frá Arena Gaming.

Her­foringi kallar eftir inn­rás í Líbanon

Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon.

Hand­tóku konu á Sæ­braut

Lögregluþjónar voru í dag kallaðir til vegna konu sem truflaði umferð á Sæbrautinni. Fjölmargir urðu vitni að því þegar konan var handtekin og voru margir lögregluþjónar á vettvangi.

Dæmdur fyrir barnaníðsefni en sleppur við fangelsi

Sjónvarpsmaðurinn Huw Edwards, 63 ára, var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vörslu barnakláms. Edwards, sem starfaði hjá breska ríkisútvarpinu (BBC), játaði brot sín eftir að hann fékk senda 41 mynd og myndband frá dæmdum barnaníðing.

Litlar breytingar á fylgi eftir kappræðurnar

Kappræðurnar milli Donalds Trump og Kamölu Harris í síðustu viku virðast hafa haft lítil áhrif á fylgi frambjóðendanna, þó flestir kjósendur séu sammála um að Harris hafi staðið sig betur. Hún hefur enn naumt forskot á Trump á landsvísu.

Hafa á­hyggjur af samsæringi sem fylgir Trump

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans.

Kim kallar eftir meira úrani í kjarn­orku­vopn

Ráðamenn í Norður-Kóreu opinberuðu í fyrsta sinn frá 2010 myndir af skilvindum þar sem úran er auðgað fyrir kjarnorkuvopn einræðisherrans Kim Jong Un. Myndirnar voru teknar þegar Kim heimsótti rannsóknarstöðina þar sem úran er auðgað.

Sjá meira