Fréttamaður

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir

Silja Rún er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rann­saka neyslu­vatn í Hvera­gerði

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands rannsakar nú neysluvatn í Hveragerði eftir að ábendingar bárust um að skrýtin lykt og bragð væri af vatninu. Fyrstu vísbendingar úr vatnssýni ættu að berast á morgun.

Vance á leið til Græn­lands

JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að heimsækja Grænland með Usha Vance, eiginkonu sinni á föstudag. Hann segist ætla athuga öryggisaðstæður í landinu.

Gerandinn á­kærður fyrir manndrápstilraun á Vopna­firði

Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, steig í pontu í Alþingi í dag og lýsti áralöngu heimilisofbeldi sem hún sætti. Hún segir meðvirknina eina af grunnstoðum ofbeldis. Gerandinn er sá sami og er ákærður er fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði.

„Þessi leið­rétting er hið rétta í stöðunni“

Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri.

Sé skýrt að ráð­herra hafi verið beittur þrýstingi

Formaður Sjálfstæðisflokksins krafðist skýringar á aðkomu forsætisráðherra í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra en sagðist ekki hafa fengið nein svör. Þingflokksformaður Miðflokksins segir skýrt að ráðherrann hafi verið beittur þrýstingi til að segja af sér.

Stefna á að loka skólanum á næsta ári

Söngskóla Sigurðar Demetz verður að öllu óbreyttu lokað haustið 2026. Kjarasamningar kennara og illa útfærður samningur við ríkið leiðir til mikilla rekstrarörðugleika innan skólans. Skólastjórinn hefur sjálfur þurft að taka persónulegt lán til að sjá fyrir rekstrinum.

„Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“

Mál fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra var mikið til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Forsætisráðherra ítrekaði að þetta væri viðkvæmt persónulegt mál sem ætti ekki að gera pólitík úr. Forseti Alþingis þurfti ítrekað að minna á ræðutíma þar sem þingmenn og ráðherrar höfðu mikið að segja um málið.

Sinnir ekki þing­störfum á næstunni

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, mun ekki sinni þingstörfum á næstunni. Þetta kemur fram við upphaf nítjánda fundar Alþingis.

„Þetta er auð­vitað al­var­legt mál“

„Þetta er auðvitað alvarlegt mál en ég verð að segja að ég auðvitað veit ekkert meira en hinn almenni maður. Það er að segja ég var ekki viðstödd þegar þessi samskipti áttu sér stað fyrir rúmlega þrjátíu árum síðan.“

Sjá meira