Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að skýrslutaka fjölmiðarisans Rupert Murdoch fari fram eins fljótt og hægt er. Trump höfðaði mál gegn Murdoch og fjölmiðilinum Wall Street Journal eftir að dónalegt afmæliskort, undirritað af Trump, til athafnamannsins Jeffrey Epstein var birt. 28.7.2025 17:49
Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir voru kölluð út rétt fyrir klukkan 15 í dag vegna hjólreiðamanns sem slasaðist í grennd við Kerlingarfjöll. 28.7.2025 15:44
Árekstur í Öxnadal Tveir bílar skullu saman í Öxnadal, rétt hjá Akureyri, um klukkan þrjú í dag. Enginn er talinn hafa slasast alvarlega. 28.7.2025 15:23
„Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja tíma til kominn að ljúka stríðinu á Gasa. 25.7.2025 16:57
Lýsa yfir herlögum í Taílandi Yfirvöld í Taílandi hafa lýst yfir herlögum í átta héruðum landsins vegna átaka á milli þeirra og Kambódíu. Yfir hundrað þúsund íbúar í Taílandi hafa yfirgefið heimili sín. 25.7.2025 16:19
Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Viðbragðsaðilar voru kallaðir út á öðrum tímanum vegna umferðarslyss á gatnamótum Eyrarbakkavegs og Þorlákshafnarvegar. 25.7.2025 15:48
Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Keyrt var á tvo íslenska stráka í Norður-Makedóníu þegar þeir æfðu fyrir keppni í götuhjólreiðum. Líðan þeirra er sögð góð eftir atvikum. 25.7.2025 15:33
Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Love Island-stjörnurnar JD Dodard og Jalen Brown eru komnir í hóp Íslandsvina en þeir hafa ferðast saman um landið síðustu daga. Myndbönd þar sem þeir smakka alls konar mat hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum. 25.7.2025 13:16
Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, tókust á um þéttingu byggðar og húsnæðismál borgarinnar. Meðal þess sem kom upp voru heimsborgir á við Kaupmannahöfn en fyrrum borgarstjórinn hvatti Píratann til að flytja þangað. 25.7.2025 11:53
„Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sundkappinn Sigurgeir Svanbergsson segist hafa átt sorglega lítið eftir af sundferð sinni yfir Ermarsundið þegar hann þurfti að hætta af öryggisástæðum. Hann er staðráðinn í að reyna aftur. 24.7.2025 23:05