Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið

Ari Sigurpálsson átti algjöra draumabyrjun sem leikmaður Elfsborg, eftir söluna frá Víkingi, þegar hann skoraði í dag eftir að hafa spilað örfáar mínútur. Markið má sjá í greininni.

„Getum brotið blað í sögu hand­boltans“

Valskonur og þjálfarinn Ágúst Jóhannsson eru staðráðin í að skrá sig í sögubækurnar í dag með því að komast í úrslit EHF-bikarsins í handbolta í dag. Ágúst segir skipta sköpum að fólk fjölmenni á Hlíðarenda til að hjálpa Val yfir endalínuna.

Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið

Kona sem starfaði fyrir Manchester City og sá um að klæða sig upp sem lukkudýr félagsins, Moonbeam, sakar Erling Haaland um að hafa slegið sig í höfuðið þegar hún var í búningnum. Hún hafi þurft að fara á sjúkrahús og farið með málið til lögreglu.

Dagur Dan fagnaði eftir skelfi­leg mis­tök

Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City unnu afar sætan sigur gegn LA Galaxy í Kaliforníu í gærkvöld, 2-1, með skrautlegu sigurmarki í MLS-deildinni í fótbolta.

Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa

Eftir að hafa skorað í báðum landsleikjum Íslands gegn Kósovó í umspilinu í Þjóðadeildinni hugðist landsliðsfyrirliðinn Orri Óskarsson spila með Real Sociedad á Spáni í dag en varð skyndilega að hætta við vegna veikinda.

Sjá meira