Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Eggert Aron Guðmundsson var í dag kynntur sem nýr leikmaður norska knattspyrnufélagsins Brann og hann mun því leika undir stjórn Freys Alexanderssonar. Samningur hans við Brann gildir til 2028. 15.2.2025 15:53
Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Framkonur voru nálægt því að kasta frá sér sigrinum gegn Selfossi í Olís-deild kvenna í handbolta í dag en lokatölur urðu 30-29 eftir að Fram hafði verið 17-11 yfir í hálfleik. 15.2.2025 15:39
Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Íslandsmeistarar Breiðabliks sýndu styrk sinn á Akureyri í dag þegar þeir rúlluðu yfir KA-menn, 5-0, í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta. Mörkin má nú sjá á Vísi. 15.2.2025 15:06
ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna ÍR-ingar unnu afar öruggan 28-20 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í dag, í Olís-deild kvenna í handbolta. Þar með komst ÍR einu stigi fyrir ofan Stjörnuna, í 5. sæti. 15.2.2025 14:54
Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi ÍA og Valur gerðu 1-1 jafntefli í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta í Akraneshöllinni í dag. 15.2.2025 13:55
Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Ítalinn Jannik Sinner, efsti maður heimslistans í tennis, hefur komist að samkomulagi við WADA, alþjóða lyfjaeftirlitið, um að taka út þriggja mánaða bann vegna tveggja jákvæðra lyfjaprófa á síðasta ári. 15.2.2025 13:01
Merino sá um að setja pressu á Liverpool Spánverjinn Mikel Merino sá til þess að Arsenal fengi öll þrjú stigin með 2-0 sigri gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann skoraði bæði mörkin á lokakaflanum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður. 15.2.2025 12:00
Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Portúgalski landsliðsmaðurinn Miguel Martins er saklaus og má nú spila handbolta að nýju, eftir að hafa ranglega verið settur í bann vegna lyfjamáls og misst af nýafstöðnu heimsmeistaramóti. Hann er ánægður en vill komast til botns í því hvernig þetta gat gerst. 15.2.2025 11:31
Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Gríðarleg orka og ákefð í hinum 18 ára gamla Arnóri Tristan Helgasyni heillaði sérfræðinga Bónus Körfuboltakvölds upp úr skónum. Þeir hældu Grindvíkingnum í þætti gærkvöldsins, eftir frammistöðu hans gegn Álftanesi í vikunni. 15.2.2025 11:02
Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Íslenska landsliðskonan Emilía Kiær Ásgeirsdóttir hefur átt draumabyrjun með RB Leipzig í efstu deild Þýskalands í fótbolta, eftir komuna frá Nordsjælland um áramótin. Markið sem hún skoraði í gær má nú sjá á Vísi. 15.2.2025 10:32