Fréttamaður

Smári Jökull Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Annað Ís­lands­metið á rúmri viku

Baldvin Þór Magnússon sló í kvöld eigið Íslandsmet í 1500 metra hlaupi karla. Þetta er annað Íslandsmetið sem Baldvin slær á rúmri viku.

Villa berst við ná­grannana um Disasi

Varnarmaðurinn Axel Disasi er sagður hafa náð munnlegu samkomulagi við Aston Villa í tengslum við fyrirhuguð félagaskipti frá Chelsea. Fleiri félög í úrvalsdeildinni eru áhugasöm um Frakkann öfluga. 

Njósnarar enskra stór­liða sáu Há­kon skína skært

Hákon Arnar Haraldsson hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með liði Lille á leiktíðinni. Í leik gegn Nice í frönsku deildinni á dögunum voru njósnarar enskra stórliða í stúkunni að fylgjast með.

Dýr­mæt stig í súginn hjá Venezia

Íslendingalið Venezia missti af góðu tækifæri að laga stöðu sína í botnbaráttu Serie A á Ítalíu í kvöld þegar liðið gerði jafntefli við Verona á heimavelli.

Xabi vill sækja liðs­styrk til Pep

Xabi Alonso og lærisveinar hans í Bayer Leverkusen sitja í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og eru sex stigum á eftir toppliði Bayern Munchen. Spánverjinn klóki vill styrkja liðið og hefur augastað á leikmanni Manchester City.

Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oli­ver

Ákvörðun dómara í leik Arsenal og Wolves að reka Myles Lewis-Skelly af velli hefur fengið mikla gagnrýni. Sérfræðingur Sky Sports segir VAR-dómara ekki hafa þorað að snúa ákvörðun Michael Oliver við.

„Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“

Emil Barja þjálfari toppliðs Hauka í Bónus-deild kvenna gat ekki verið annað en ánægður með frammistöðu síns liðs gegn Val í kvöld. Haukakonur höfðu mikla yfirburði gegn daufu Valsliði.

Sjá meira