„Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2025 21:02 Rannsókn lögreglu leiddi ekki í ljós hverjir árásarmennirnir væru og telst málið óupplýst. Vísir/Vilhelm Hópur unglinga réðst á trans konu í Reykjavík síðastliðið haust. Árásin náðist á myndband en hún er enn óupplýst. Þetta kom fram í frétt RÚV í kvöld. Í viðtali sem birtist á RÚV í kvöld greindi trans kona frá því að hópur unglinga hefði ráðist á hana í Reykjavík síðastliðið haust. Konan flutti til Íslands fyrir tíu árum og hefur verið íslenskur ríkisborgari í sjö ár. „Ég yfirgaf heimaland mitt, fjölskyldu mína og allt fyrra líf til að freista gæfunnar á nýjum stað þar sem ég væri óhult. En á síðustu fimm árum hefur mér alls ekki liðið öruggri,“ sagði konan í viðtalinu þar sem hún kom fram nafnlaust. Konan segir árásina hafa átt sér stað fyrir utan líkamsræktarstöðina World Class og segir drengina, sem voru átta talsins, hafa verið á aldrinum 15-18 ára. Hún segir þá hafa ráðist að sér með spörkum og höggum og að hún hafi óttast um líf sitt. Vinur konunnar kom henni til bjargar en var einnig laminn. Konan hlaut meðal annars glóðaraugu, brákað nef og brotna tönn og glímir ennþá við eymsli í baki. Árásarmennirnir huldu andlit sín með grímum og þekkti konan þá ekki. Hún segist viss um að árásin hafi verið hatursglæpur. „Þeir réðust á mig af því að ég er trans kona. Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig,“ sagði konan við RÚV. Árásin náðist á myndband en rannsókn lögreglu leiddi ekki í ljós hverjir voru að verki þar sem ekki var hægt að greina á upptökum hverjir árásarmennirnir væru. Málefni trans fólks Lögreglumál Hinsegin Tengdar fréttir Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Hæstiréttur Bretlands dæmdi í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Aktívisti segir dóminn hafa lítil áhrif á daglegt líf en hættulegt skref í átt að sömu þróun og í Bandaríkjunum. 16. apríl 2025 19:45 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Í viðtali sem birtist á RÚV í kvöld greindi trans kona frá því að hópur unglinga hefði ráðist á hana í Reykjavík síðastliðið haust. Konan flutti til Íslands fyrir tíu árum og hefur verið íslenskur ríkisborgari í sjö ár. „Ég yfirgaf heimaland mitt, fjölskyldu mína og allt fyrra líf til að freista gæfunnar á nýjum stað þar sem ég væri óhult. En á síðustu fimm árum hefur mér alls ekki liðið öruggri,“ sagði konan í viðtalinu þar sem hún kom fram nafnlaust. Konan segir árásina hafa átt sér stað fyrir utan líkamsræktarstöðina World Class og segir drengina, sem voru átta talsins, hafa verið á aldrinum 15-18 ára. Hún segir þá hafa ráðist að sér með spörkum og höggum og að hún hafi óttast um líf sitt. Vinur konunnar kom henni til bjargar en var einnig laminn. Konan hlaut meðal annars glóðaraugu, brákað nef og brotna tönn og glímir ennþá við eymsli í baki. Árásarmennirnir huldu andlit sín með grímum og þekkti konan þá ekki. Hún segist viss um að árásin hafi verið hatursglæpur. „Þeir réðust á mig af því að ég er trans kona. Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig,“ sagði konan við RÚV. Árásin náðist á myndband en rannsókn lögreglu leiddi ekki í ljós hverjir voru að verki þar sem ekki var hægt að greina á upptökum hverjir árásarmennirnir væru.
Málefni trans fólks Lögreglumál Hinsegin Tengdar fréttir Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Hæstiréttur Bretlands dæmdi í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Aktívisti segir dóminn hafa lítil áhrif á daglegt líf en hættulegt skref í átt að sömu þróun og í Bandaríkjunum. 16. apríl 2025 19:45 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Hæstiréttur Bretlands dæmdi í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Aktívisti segir dóminn hafa lítil áhrif á daglegt líf en hættulegt skref í átt að sömu þróun og í Bandaríkjunum. 16. apríl 2025 19:45