Fréttamaður

Snorri Másson

Nýjustu greinar eftir höfund

Ískyggilegar aðstæður á slysaæfingu

Mörgum brá ef til vill í brún vegna elds og mikils viðbúnaðar á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þar var verið að halda stórslysaæfingu á vegum Isavia og almannavarna þar sem æfð voru viðbrögð við umfangsmiklu flugslysi. Hér í innslaginu að ofan má virða fyrir sér aðstæður á „slysstað.“

„Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi“

Mennta- og viðskiptaráðherra segir að meta hefði átt betur hvernig skipan þjóðminjavarðar legðist í safnageirann í ljósi þess hve lengi þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Nú er til skoðunar að setja hámarkstíma á stöðuna. Auglýsing fyrir stöðuna var tilbúin í ráðuneytinu, en allt kom fyrir ekki.

Sitja sem fastast og mynda eigin hreyfingu í bæjarstjórn

Brynjólfur Ingvarsson bæjarfulltrúi á Akureyri mun sitja áfram þrátt fyrir að vera genginn úr Flokki fólksins. Það mun Jón Hjaltason varabæjarfulltrúi líka gera. Þeir hyggjast þétta raðirnar og koma af stað hreyfingu sem berst fyrir kjörum hinna verst settu.

Guðlaugur Þór snarstækkaði á plakati á síðustu stundu

Í Íslandi í dag var fjallað um auglýsingu fyrir opinn fund Sjálfstæðismanna um framtíð Reykjavíkurflugvallar í vikunni. Ekkert athugavert við fundinn; á honum tóku til máls ráðherra, borgarfulltrúar og vísindamenn. En skömmu fyrir fundinn var send út ný gerð af auglýsingunni í tölvupósti til flokksmanna.

Svona tók fólk skjáskot í gamla daga

Vakin var athygli á einkar athyglisverðri senu úr hversdagslífi óbreytts Kópavogsbúa í Íslandi í dag á miðvikudag, þar sem Árni Jón Árnason sagði frá ávana sínum að taka myndir af sjónvarpi sínu með hefðbundinni stafrænni myndavél til að halda utan um sjónvarpsminningarnar. Sýnd var sena úr nýrri kvikmynd, Velkominn Árni, sem hefur vakið töluverða athygli að undanförnu.

Bæði mest notuðu fíkniefni á Íslandi og gífurlega hjálpleg lyf

Haraldur Erlendsson geðlæknir sem hefur fengist við ADHD-greiningar í á þriðja áratug segir að ADHD sé sennilega dýrasti sjúkdómur mannkynsins. Hann telur að hátt í 15% þjóðarinnar séu haldin sjúkdómnum, þótt aðeins 5% séu með greiningu. Lyf geti skipt sköpum þótt það þekkist að þau séu misnotuð.

„Getum alveg átt von á svona at­burðum eins og ná­granna­þjóðir okkar“

Tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á Íslandi. Að sögn lögreglu má ætla að áformuð hryðjuverk hafi jafnvel beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir atburðinn gríðarlega alvarlegan. 

Sjá meira