Moderna-þegar þurfa ekki að óttast aftur í tímann Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi í bili. Óttast er að bólusetningin valdi aukinni tíðni hjartabólgu og gollurshússbólgu en ekki er talin ástæða til að skoða tilvik aftur í tímann. 8.10.2021 19:36
Fórnarlamb líkamsárásar missti meðvitund og fimm Íslendingar ákærðir Fimm Íslendingar hafa verið ákærðir fyrir líkamsárás í miðbæ Kaupmannahafnar aðfaranótt 17. september. Áður hafði Vísir greint frá handtöku þeirra allra en nú hefur lögreglan í Kaupmannahöfn staðfest við fréttastofu að allir þeirra hafi verið ákærðir. 8.10.2021 12:40
Tæpur fjórðungur vantreystir niðurstöðum kosninganna Tæpur fjórðungur landsmanna treystir niðurstöðum nýafstaðinna Alþingiskosninga illa. Traustið er komið niður í það sem þekkist í nágrannalöndum eftir að hafa sögulega séð verið mjög mikið hér á landi. 8.10.2021 11:41
James Bond sýnd 36 sinnum á Íslandi í dag Nýja James Bond-myndin, No Time To Die, er fyrst sýnd á Íslandi klukkan 14.40 í Sambíóunum í Kringlunni í dag. Sú frumsýning veltur síðan af stað samfelldri endursýningu á myndinni um allt land fram yfir miðnætti. 8.10.2021 10:30
„Ég var með gæsahúð í þrjá tíma“ Af 1200 hraðprófum sem voru tekin fyrir Verslóball í gær greindist ekkert jákvætt. Allir komust því inn sem vildu og það er vonandi að raunin verði sú sama á balli hjá Menntaskólanum í Kópavogi í kvöld, þar sem ballbanni hefur verið aflétt. 7.10.2021 23:20
Hópur Íslendinga handtekinn í Kaupmannahöfn Hópur Íslendinga var handtekinn vegna líkamsárásar í Kaupmannahöfn um miðjan síðasta mánuð. Tveir þeirra hafa verið í haldi í rúmar tvær vikur vegna gruns um alvarlega líkamsárás og einn hefur þegar verið kærður. 4.10.2021 20:54
Vill að blaðamennirnir láti allt flakka Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim. 4.10.2021 15:21
Siggi nýnasisti látinn Greint er frá andláti þýsks nýnasista í þýskum miðlum í dag, að nafni Siegfried Borchardt. Hann var landsþekktur sem „SS-Siggi“ og hefur löngum verið eitt helsta andlit þýskra nýnasista. 4.10.2021 13:01
Íslendingar ættu ekki von á góðu í Strassbourg Mannréttindadómstóll Evrópu telur ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér á landi. Lögfræðiprófessor segir Íslendinga enn geta komið í veg fyrir að kosningin í Norðvesturkjördæmi fari til Strassbourg, en þá þurfi að hafa hraðar hendur. 29.9.2021 20:30
Greindist með krabbamein mánuðum eftir að einföld skimun var látin duga Kona íhugar skaðabótamál við Krabbameinsfélagið eftir að mistök voru gerð við athugun á brjóstakrabbameini hjá henni. Hún var ekki send í fullnægjandi skoðun þegar hún mætti með einkenni og sögu af sjúkdómnum og mat sérfræðings er að meðferðarferli hefði getað hafist mun fyrr ef það hefði verið gert. 29.9.2021 19:16