Greindist með krabbamein mánuðum eftir að einföld skimun var látin duga Snorri Másson skrifar 29. september 2021 19:16 Krabbameinsfélagið annast ekki skimanir fyrir krabbameini kvenna lengur en ljóst er að brotalamir voru í framkvæmd þeirra skimana á meðan þær voru á forræði félagsins. Vísir/Vilhelm Kona íhugar skaðabótamál við Krabbameinsfélagið eftir að mistök voru gerð við athugun á brjóstakrabbameini hjá henni. Hún var ekki send í fullnægjandi skoðun þegar hún mætti með einkenni og sögu af sjúkdómnum og mat sérfræðings er að meðferðarferli hefði getað hafist mun fyrr ef það hefði verið gert. Fyrir um þremur árum leitaði konan til Krabbameinsfélagsins vegna þess að hún fann til einkenna brjóstakrabbameins. Hún þekkti þau vel, enda hafði hún áður glímt við slík veikindi. Hjá Krabbameinsfélaginu var hún send í skimun en ekki klíníska skoðun, eins og hún óskaði eftir. Skimuninni er beitt sem hópleit hjá einkennalausum konum til að skima fyrir mögulegu krabbameini og er mun takmarkaðri athugun en alvöru skoðun. „Það lítur út fyrir að það hafi ekki verið hlustað á athugasemdir sem hún hafði varðandi eigin heilsu, sem hefði átt að leiða til þess að farið hefði verið út í meiri og betri athugun á hennar heilsufari,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar. Sævar Þór Jónsson lögmaður.Vísir/Vilhelm Konan greindist ekki með neitt athugavert í skimuninni en einkennin héldu áfram. Því fór hún nokkrum mánuðum síðar á eigin vegum til sérfræðings. Læknirinn tekur hana til ítarlegrar skoðunar og tekur sýni úr henni og hún reynist vera með krabbamein. Það hafði þá fengið að þróast. Samkvæmt sérfræðiáliti brjóstaskurðlæknis á Landspítala, sem fréttastofa hefur undir höndum, hefði konan átt að vera send strax í klíníska brjóstaskoðun, sem hefði þá komið henni áfram í viðeigandi meðferðarferli mun fyrr en raunin varð. „Það eru brotalamir víða, ekki bara sem snúa að þessari leghálsskimun heldur einnig brjóstaskimun. Nýjustu vendingar benda til þess að þar hafi verið ákveðnar brotalamir sem því miður hafi leitt til þess að einstaklingar hafi ekki fengið tilhlýðilega úrlausn sinna mála,“ segir Sævar Þór. Lögmaðurinn hefur vísað nokkrum svipuðum málum til landlæknis, þannig að vera kann að ekki sé öll sagan sögð um heilsubresti af völdum mistaka hjá Krabbameinsfélaginu á meðan félagasamtökin önnuðust starfsemina. Krabbameinsfélagið vildi þegar fréttastofa leitaði eftir því ekki tjá sig um einstök mál en sagði að þegar ábendingar bærust um mál af þessum toga færu þær í viðeigandi ferli. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30 Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26 Heilbrigðisráðuneytið treysti ekki rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins Það er mat heilbrigðisráðuneytisins að rannsóknarstofa Krabbameinsfélagsins hafi ekki uppfyllt gæðaskilyrði til að sinna rannsóknum á leghálssýnum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“. 27. ágúst 2021 10:09 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Fyrir um þremur árum leitaði konan til Krabbameinsfélagsins vegna þess að hún fann til einkenna brjóstakrabbameins. Hún þekkti þau vel, enda hafði hún áður glímt við slík veikindi. Hjá Krabbameinsfélaginu var hún send í skimun en ekki klíníska skoðun, eins og hún óskaði eftir. Skimuninni er beitt sem hópleit hjá einkennalausum konum til að skima fyrir mögulegu krabbameini og er mun takmarkaðri athugun en alvöru skoðun. „Það lítur út fyrir að það hafi ekki verið hlustað á athugasemdir sem hún hafði varðandi eigin heilsu, sem hefði átt að leiða til þess að farið hefði verið út í meiri og betri athugun á hennar heilsufari,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar. Sævar Þór Jónsson lögmaður.Vísir/Vilhelm Konan greindist ekki með neitt athugavert í skimuninni en einkennin héldu áfram. Því fór hún nokkrum mánuðum síðar á eigin vegum til sérfræðings. Læknirinn tekur hana til ítarlegrar skoðunar og tekur sýni úr henni og hún reynist vera með krabbamein. Það hafði þá fengið að þróast. Samkvæmt sérfræðiáliti brjóstaskurðlæknis á Landspítala, sem fréttastofa hefur undir höndum, hefði konan átt að vera send strax í klíníska brjóstaskoðun, sem hefði þá komið henni áfram í viðeigandi meðferðarferli mun fyrr en raunin varð. „Það eru brotalamir víða, ekki bara sem snúa að þessari leghálsskimun heldur einnig brjóstaskimun. Nýjustu vendingar benda til þess að þar hafi verið ákveðnar brotalamir sem því miður hafi leitt til þess að einstaklingar hafi ekki fengið tilhlýðilega úrlausn sinna mála,“ segir Sævar Þór. Lögmaðurinn hefur vísað nokkrum svipuðum málum til landlæknis, þannig að vera kann að ekki sé öll sagan sögð um heilsubresti af völdum mistaka hjá Krabbameinsfélaginu á meðan félagasamtökin önnuðust starfsemina. Krabbameinsfélagið vildi þegar fréttastofa leitaði eftir því ekki tjá sig um einstök mál en sagði að þegar ábendingar bærust um mál af þessum toga færu þær í viðeigandi ferli.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30 Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26 Heilbrigðisráðuneytið treysti ekki rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins Það er mat heilbrigðisráðuneytisins að rannsóknarstofa Krabbameinsfélagsins hafi ekki uppfyllt gæðaskilyrði til að sinna rannsóknum á leghálssýnum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“. 27. ágúst 2021 10:09 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30
Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26
Heilbrigðisráðuneytið treysti ekki rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins Það er mat heilbrigðisráðuneytisins að rannsóknarstofa Krabbameinsfélagsins hafi ekki uppfyllt gæðaskilyrði til að sinna rannsóknum á leghálssýnum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“. 27. ágúst 2021 10:09