„Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4.12.2022 11:55
Segir útboðið á Íslandsbanka eitt það farsælasta í sögunni Stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að umdeilt útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka, þar sem aðeins fagfjárfestar fengu að taka þátt, hafi raunar jafnvel verið betur heppnað en fyrra útboðið, sem var alveg opið. Hann segir ekki laust við að stjórnmálamönnum hafi þótt ágætt að benda á einhvern annan en sjálfan sig eftir að salan komst í hámæli. 4.12.2022 11:55
Mannréttindamál og viðskiptatækifæri Það er misskilningur að það sé endilega mjög kostnaðarsamt að tryggja gott aðgengi á ferðamannastöðum, að sögn verkefnastjóra hjá Ferðamálastofu, sem segir mikinn heiður að stofnunin hafi hlotið Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins á alþjóðadegi fatlaðra í dag. 3.12.2022 20:11
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kjaramálin eru vitanlega efst á baugi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, en síðdegis í dag var undirritaður kjarasamningur Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara. 3.12.2022 18:10
Hefði verið frábært ef þetta hefði gengið upp Möguleikinn á starfsemi kísilvers í Helguvík er að öllum líkindum úr sögunni. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir meirihluta íbúa anda léttar eftir að þetta varð ljóst, enda hafi margir orðið fyrir mikilum óþægindum. Óljóst er hvað verður um verksmiðjuna sjálfa. 2.12.2022 12:01
Íslenskar bækur og spil jólagjöf ársins Jólagjöf ársins árið 2022 er samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarseturs verslunarinnar íslenskar bækur og spil. Þetta staðfestir Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir forstöðumaður RSV í samtali við fréttastofu, en greint var frá niðurstöðunni á Rás 2 í morgun. 1.12.2022 10:40
Eiríkur í óleysanlegri klemmu um það hvar hann á að kaupa eigin bók Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur lýsti á bloggi sínu nýverið flókinni stöðu sem hann stóð frammi fyrir þegar hann vildi útvega kunningjum eintök af jólabók hans þetta árið, Frankensleiki. 1.12.2022 08:58
Fóru hörðum orðum um MR Fjallað var um stöðu íslenskra framhaldsskóla í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan, en þar lýstu Verzlingar ætluðum yfirburðum síns skóla samanborið við Menntaskólann í Reykjavík. Sögulega séð hafa þessir tveir skólar í vissum skilningi notið stöðu turnanna tveggja í íslenskum framhaldsskólum, en á síðari árum hefur Verzló reynst margfalt eftirsóttari. 30.11.2022 09:02
Kynningarmyndbönd frá „ráðuneyti“ slá í gegn Að undanförnu hafa myndbönd frá Twitter-reikningnum „Undanskipulagsráðuneytinu“ vakið nokkra lukku á meðal notenda forritsins. Þar birtist maður sem gefur sig út fyrir að vera opinber starfsmaður í ráðuneyti, miðlar reynslu sinni af stjórnsýslu og ráðum til að gera megi enn betur. Spilun hefst á 16. mínútu að ofan. 28.11.2022 09:00
Minni mótstaða við umgangspestum eftir heimsfaraldur Þennan fyrsta vetur án sóttvarnaaðgerða yfirvalda leggjast árstíðabundnar öndunarfærasýkingar af fullum þunga á landsmenn. Fleiri börn eru að veikjast og það verr en á undanförnum árum, sem veldur vanlíðan á meðal foreldra að sögn barnalæknis. Covid-sýking getur líka breytt ónæmissvari við öðrum veirusýkingum. 27.11.2022 22:46
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent