Segir útboðið á Íslandsbanka eitt það farsælasta í sögunni Snorri Másson skrifar 4. desember 2022 11:55 Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins (f.m.) á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á dögunum. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að umdeilt útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka, þar sem aðeins fagfjárfestar fengu að taka þátt, hafi raunar jafnvel verið betur heppnað en fyrra útboðið, sem var alveg opið. Hann segir ekki laust við að stjórnmálamönnum hafi þótt ágætt að benda á einhvern annan en sjálfan sig eftir að salan komst í hámæli. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar ræddi um þá gagnrýni sem hefur komið fram á hendur Bankasýslunni fyrir framkvæmd á sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann var spurður hvort honum þætti að stjórnmálamenn sem voru ábyrgir fyrir aðgerðinni hafi viljað skella skuldinni á framkvæmdaraðilann. „Við náttúrulega erum framkvæmdaraðilinn. Og síðan þegar það kemur upp þessi ádeila á útboðið fljótlega eftir að það átti sér stað, þá tóku menn þann pól í hæðina að það væri kannski ágætt að benda á einhvern annan heldur en stjórnmálamennina en við erum alveg með bak til að taka það. En hins vegar er það bara þannig að þetta útboð tókst gríðarlega vel og ef þetta er ekki bara farsælasta útboð sögunnar þá allavega eitt af þeim,“ sagði Lárus Lárus sagði útboðið mjög vel heppnað og jafnvel betur heppnað en frumútboðið. Eftir stendur gagnrýni að hans sögn á að nefndum þingsins hafi ekki verið gerð nægileg grein fyrir útboðsaðferðinni sem til stóð að styðjast við - svo og því að gert yrði frávik á verðinu við söluna, sem sagt gefinn afsláttur í útboðinu. Þeim hafi sannarlega verið gerð grein fyrir þessu, en að þegar umræðan hafi hafist eftir á, hafi menn gagnrýnt að nefndirnar hafi ekki fengið nægar upplýsingar. Þær hafi fengið sömu upplýsingar og ráðherranefnd, sem hefur sagt að sú upplýsingagjöf hafi verið fullnægjandi. „Ef nefndum hefur fundist eins og eitthvað hafi vantað upp á kynninguna áttu þeir auðvitað bara að kalla eftir okkur og ráðuneytisstarfsfólkinu aftur eða bara sérfræðingum til að uppfræða sig, en það er ekki valkostur að segja bara: Við skiljum ekkert í þessu og þar við situr. Það er bara ekki valkostur fyrir nefndir Alþingis,“ sagði Lárus. Hlusta má á viðtalið við Lárus í Sprengisandi í spilaranum hér fyrir neðan. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar ræddi um þá gagnrýni sem hefur komið fram á hendur Bankasýslunni fyrir framkvæmd á sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann var spurður hvort honum þætti að stjórnmálamenn sem voru ábyrgir fyrir aðgerðinni hafi viljað skella skuldinni á framkvæmdaraðilann. „Við náttúrulega erum framkvæmdaraðilinn. Og síðan þegar það kemur upp þessi ádeila á útboðið fljótlega eftir að það átti sér stað, þá tóku menn þann pól í hæðina að það væri kannski ágætt að benda á einhvern annan heldur en stjórnmálamennina en við erum alveg með bak til að taka það. En hins vegar er það bara þannig að þetta útboð tókst gríðarlega vel og ef þetta er ekki bara farsælasta útboð sögunnar þá allavega eitt af þeim,“ sagði Lárus Lárus sagði útboðið mjög vel heppnað og jafnvel betur heppnað en frumútboðið. Eftir stendur gagnrýni að hans sögn á að nefndum þingsins hafi ekki verið gerð nægileg grein fyrir útboðsaðferðinni sem til stóð að styðjast við - svo og því að gert yrði frávik á verðinu við söluna, sem sagt gefinn afsláttur í útboðinu. Þeim hafi sannarlega verið gerð grein fyrir þessu, en að þegar umræðan hafi hafist eftir á, hafi menn gagnrýnt að nefndirnar hafi ekki fengið nægar upplýsingar. Þær hafi fengið sömu upplýsingar og ráðherranefnd, sem hefur sagt að sú upplýsingagjöf hafi verið fullnægjandi. „Ef nefndum hefur fundist eins og eitthvað hafi vantað upp á kynninguna áttu þeir auðvitað bara að kalla eftir okkur og ráðuneytisstarfsfólkinu aftur eða bara sérfræðingum til að uppfræða sig, en það er ekki valkostur að segja bara: Við skiljum ekkert í þessu og þar við situr. Það er bara ekki valkostur fyrir nefndir Alþingis,“ sagði Lárus. Hlusta má á viðtalið við Lárus í Sprengisandi í spilaranum hér fyrir neðan.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira