Segir útboðið á Íslandsbanka eitt það farsælasta í sögunni Snorri Másson skrifar 4. desember 2022 11:55 Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins (f.m.) á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á dögunum. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að umdeilt útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka, þar sem aðeins fagfjárfestar fengu að taka þátt, hafi raunar jafnvel verið betur heppnað en fyrra útboðið, sem var alveg opið. Hann segir ekki laust við að stjórnmálamönnum hafi þótt ágætt að benda á einhvern annan en sjálfan sig eftir að salan komst í hámæli. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar ræddi um þá gagnrýni sem hefur komið fram á hendur Bankasýslunni fyrir framkvæmd á sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann var spurður hvort honum þætti að stjórnmálamenn sem voru ábyrgir fyrir aðgerðinni hafi viljað skella skuldinni á framkvæmdaraðilann. „Við náttúrulega erum framkvæmdaraðilinn. Og síðan þegar það kemur upp þessi ádeila á útboðið fljótlega eftir að það átti sér stað, þá tóku menn þann pól í hæðina að það væri kannski ágætt að benda á einhvern annan heldur en stjórnmálamennina en við erum alveg með bak til að taka það. En hins vegar er það bara þannig að þetta útboð tókst gríðarlega vel og ef þetta er ekki bara farsælasta útboð sögunnar þá allavega eitt af þeim,“ sagði Lárus Lárus sagði útboðið mjög vel heppnað og jafnvel betur heppnað en frumútboðið. Eftir stendur gagnrýni að hans sögn á að nefndum þingsins hafi ekki verið gerð nægileg grein fyrir útboðsaðferðinni sem til stóð að styðjast við - svo og því að gert yrði frávik á verðinu við söluna, sem sagt gefinn afsláttur í útboðinu. Þeim hafi sannarlega verið gerð grein fyrir þessu, en að þegar umræðan hafi hafist eftir á, hafi menn gagnrýnt að nefndirnar hafi ekki fengið nægar upplýsingar. Þær hafi fengið sömu upplýsingar og ráðherranefnd, sem hefur sagt að sú upplýsingagjöf hafi verið fullnægjandi. „Ef nefndum hefur fundist eins og eitthvað hafi vantað upp á kynninguna áttu þeir auðvitað bara að kalla eftir okkur og ráðuneytisstarfsfólkinu aftur eða bara sérfræðingum til að uppfræða sig, en það er ekki valkostur að segja bara: Við skiljum ekkert í þessu og þar við situr. Það er bara ekki valkostur fyrir nefndir Alþingis,“ sagði Lárus. Hlusta má á viðtalið við Lárus í Sprengisandi í spilaranum hér fyrir neðan. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar ræddi um þá gagnrýni sem hefur komið fram á hendur Bankasýslunni fyrir framkvæmd á sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann var spurður hvort honum þætti að stjórnmálamenn sem voru ábyrgir fyrir aðgerðinni hafi viljað skella skuldinni á framkvæmdaraðilann. „Við náttúrulega erum framkvæmdaraðilinn. Og síðan þegar það kemur upp þessi ádeila á útboðið fljótlega eftir að það átti sér stað, þá tóku menn þann pól í hæðina að það væri kannski ágætt að benda á einhvern annan heldur en stjórnmálamennina en við erum alveg með bak til að taka það. En hins vegar er það bara þannig að þetta útboð tókst gríðarlega vel og ef þetta er ekki bara farsælasta útboð sögunnar þá allavega eitt af þeim,“ sagði Lárus Lárus sagði útboðið mjög vel heppnað og jafnvel betur heppnað en frumútboðið. Eftir stendur gagnrýni að hans sögn á að nefndum þingsins hafi ekki verið gerð nægileg grein fyrir útboðsaðferðinni sem til stóð að styðjast við - svo og því að gert yrði frávik á verðinu við söluna, sem sagt gefinn afsláttur í útboðinu. Þeim hafi sannarlega verið gerð grein fyrir þessu, en að þegar umræðan hafi hafist eftir á, hafi menn gagnrýnt að nefndirnar hafi ekki fengið nægar upplýsingar. Þær hafi fengið sömu upplýsingar og ráðherranefnd, sem hefur sagt að sú upplýsingagjöf hafi verið fullnægjandi. „Ef nefndum hefur fundist eins og eitthvað hafi vantað upp á kynninguna áttu þeir auðvitað bara að kalla eftir okkur og ráðuneytisstarfsfólkinu aftur eða bara sérfræðingum til að uppfræða sig, en það er ekki valkostur að segja bara: Við skiljum ekkert í þessu og þar við situr. Það er bara ekki valkostur fyrir nefndir Alþingis,“ sagði Lárus. Hlusta má á viðtalið við Lárus í Sprengisandi í spilaranum hér fyrir neðan.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun