varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins

Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins.

Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80%

Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára.

Ósætti Brynjars til marks um að þingmenn séu að sinna starfinu

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum.

Brynjar ákvað fyrir löngu að hætta að mæta

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mætt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í rúman mánuð. Hann hefur óskað eftir því að fá að hætta í nefndinni og telur starf hennar vera sjónarspil og pólitískan leik.

Vill starfandi verkalýðsforingja á þing

Koma þarf starfandi verkalýðsforingjum inn á þing að mati formanns framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Flokkurinn hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu kosningum.

Einhugur um rannsókn á vistheimilum og kallað eftir gögnum

Velferðarnefnd Alþingis er einhuga um að nauðsynlegt sé að rannsaka aðbúnað, þjónustu og meðferð fullorðins fólks með fatlanir, þroskahömlun og geðræn veikindi sem dvalið hefur á stofnunum og meðferðarheimilum á Íslandi.

„Ekki að leita að sökudólgum“

Formann og varaformann velferðarnefndar Alþingis greinir á um hvernig eigi að framkvæma úttekt á Arnarholti og sambærilegum heimilum. Nefndin er þó einhuga um að rannsaka þurfi málið.

Sjá meira