Ósáttir sérfræðingar sagðir hafa komið á fund velferðarnefndar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. maí 2021 14:05 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, átti frumkvæði að því að óska eftir skýrslu um breytingar á framkvæmd skimana. vísir/Vilhelm Þingmenn furðuðu sig á seinagangi við gerð skýrslu um flutning á skimunum fyrir leghálskrabbameini kvenna á Alþingi í dag. Í byrjun mars samþykkti þingið beiðni Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, auk 26 annarra þingmanna um að heilbrigðisráðherra yrði falið að vinna úttekt á því hvernig staðið hefur verið að breytingum á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Á Alþingi í dag benti Þorbjörg á að samkvæmt þingsköpum ætti skýrslan að vera kynnt í þinginu í næstu viku. Engin þingflokkur kannist hins vegar við að hafa heyrt frá heilbrigðisráðherra um vinnuna þrátt fyrir að ráðherra beri samkvæmt skýrslubeiðninni að hafa við þá samráð um að finna óháðan aðila til vinnunnar. „Í morgun kom fram á fundi velferðarnefndar að enginn þeirra sérfræðinga í málaflokknum kannast heldur við það að hafa fengið einhverjar upplýsingar eða meldingar um að þessi vinna væri að fara af stað,“ sagði Þorbjörg og óskaði eftir upplýsingum um stöðu málsins frá forseta Alþingis. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði málið brýnt og óskaði því jafnframt eftir því að forseti Alþingis myndi ýta á eftir svörum. „Það eru þúsundir kvenna úti í samfélaginu sem fá engin svör, sem eru búnar að fara í sýnatöku. Það eru læknar úti í samfélaginu sem fá heldur ekki svör,“ sagði Helga Vala og vísaði til þess að fjallað hefði verið um málið á fundi velferðarnefndar í morgun. „Og við fengum heimild til þess að greina frá því á opinberum vettvangi, formlega heimild, þannig að þetta er grafalvarlegt mál. Þetta snýr að heilsu kvenna en þetta snýr líka að hagsmunum fjölskyldna allra þessara þúsunda kvenna sem lifa í algjörri óvissu um heilsufar sitt og það er óboðlegt. Við verðum að fara að fá þessa skýrslu.“ Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, sagði sérfræðinga sem komu fyrir velferðarnefnd í morgun ekki sátta við gang mála. „Það var ekki haft samráð við þá. Þeir hafa ekki aðgang að niðurstöðum rannsókna í Danmörku. Þeir geta ekki hringdi kollega, þeir vita ekki neitt. Við verðum að gera betur,“ sagði Anna Kolbrún. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, sagði að sérfræðingar hafi komið fyrir velferðarnefnd í morgun og að þeir væru ekki sátt ir við hvernig farið hafi verið af stað með breytingar á skimunum fyrir leghálskrabba.vísir/Vilhelm Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri Grænna, sagðist þó vera kunnugt um að vinna við skýrsluna væri þegar hafin í heilbrigðisráðuneytinu. „Hins vegar veit ég ekki frekar en aðrir þingmenn, nákvæmlega við hverja ráðuneytið er að ræða eða hvaða fólk það hefur sett til verka. Ég held að það sé þess vegna mikilvægt að forseti grennslist fyrir um það með hvaða hætti verið er að vinna þessa vinnu og hvar hún er nákvæmlega stödd.“ Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði það hafa komið á óvart á nefndarfundi í morgun hversu illa framkvæmdin virtist hafi verið undirbúnin. Nauðsynlegt væri að fá skýrsluna og svör sem fyrst. „Ekki bara að laga ástandið eins og það er núna, sem er í lamasessi, heldur líka til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur því þarna virðist hafa verið tekin einhver ákvörðun án gagna, án sérfræðiþekkingar og án nauðsynlegra raka.“ Alþingi Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Í byrjun mars samþykkti þingið beiðni Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, auk 26 annarra þingmanna um að heilbrigðisráðherra yrði falið að vinna úttekt á því hvernig staðið hefur verið að breytingum á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Á Alþingi í dag benti Þorbjörg á að samkvæmt þingsköpum ætti skýrslan að vera kynnt í þinginu í næstu viku. Engin þingflokkur kannist hins vegar við að hafa heyrt frá heilbrigðisráðherra um vinnuna þrátt fyrir að ráðherra beri samkvæmt skýrslubeiðninni að hafa við þá samráð um að finna óháðan aðila til vinnunnar. „Í morgun kom fram á fundi velferðarnefndar að enginn þeirra sérfræðinga í málaflokknum kannast heldur við það að hafa fengið einhverjar upplýsingar eða meldingar um að þessi vinna væri að fara af stað,“ sagði Þorbjörg og óskaði eftir upplýsingum um stöðu málsins frá forseta Alþingis. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði málið brýnt og óskaði því jafnframt eftir því að forseti Alþingis myndi ýta á eftir svörum. „Það eru þúsundir kvenna úti í samfélaginu sem fá engin svör, sem eru búnar að fara í sýnatöku. Það eru læknar úti í samfélaginu sem fá heldur ekki svör,“ sagði Helga Vala og vísaði til þess að fjallað hefði verið um málið á fundi velferðarnefndar í morgun. „Og við fengum heimild til þess að greina frá því á opinberum vettvangi, formlega heimild, þannig að þetta er grafalvarlegt mál. Þetta snýr að heilsu kvenna en þetta snýr líka að hagsmunum fjölskyldna allra þessara þúsunda kvenna sem lifa í algjörri óvissu um heilsufar sitt og það er óboðlegt. Við verðum að fara að fá þessa skýrslu.“ Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, sagði sérfræðinga sem komu fyrir velferðarnefnd í morgun ekki sátta við gang mála. „Það var ekki haft samráð við þá. Þeir hafa ekki aðgang að niðurstöðum rannsókna í Danmörku. Þeir geta ekki hringdi kollega, þeir vita ekki neitt. Við verðum að gera betur,“ sagði Anna Kolbrún. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, sagði að sérfræðingar hafi komið fyrir velferðarnefnd í morgun og að þeir væru ekki sátt ir við hvernig farið hafi verið af stað með breytingar á skimunum fyrir leghálskrabba.vísir/Vilhelm Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri Grænna, sagðist þó vera kunnugt um að vinna við skýrsluna væri þegar hafin í heilbrigðisráðuneytinu. „Hins vegar veit ég ekki frekar en aðrir þingmenn, nákvæmlega við hverja ráðuneytið er að ræða eða hvaða fólk það hefur sett til verka. Ég held að það sé þess vegna mikilvægt að forseti grennslist fyrir um það með hvaða hætti verið er að vinna þessa vinnu og hvar hún er nákvæmlega stödd.“ Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði það hafa komið á óvart á nefndarfundi í morgun hversu illa framkvæmdin virtist hafi verið undirbúnin. Nauðsynlegt væri að fá skýrsluna og svör sem fyrst. „Ekki bara að laga ástandið eins og það er núna, sem er í lamasessi, heldur líka til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur því þarna virðist hafa verið tekin einhver ákvörðun án gagna, án sérfræðiþekkingar og án nauðsynlegra raka.“
Alþingi Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira