Mælt fyrir þungunarrofstillögu: „Skuldum pólskum konum samstöðu“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um þungunarrofsþjónustu á Íslandi. 12.11.2020 13:19
Stundum gengið of langt í sóttvarnaraðgerðum Fjármálaráðherra segist stundum hafa talið of langt gengið í sóttvarnaraðgerðum. Mikilvægt sé að taka gagnrýna umræðu um ákvarðanir stjórnvalda. 12.11.2020 12:01
„Held að fjármálaráðherra hafi farið öfugu megin fram úr“ Til nokkuð harðra orðaskipta kom á milli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. 12.11.2020 11:09
Óttast að Sjálfstæðismenn láti sína villtustu drauma rætast Formaður Samfylkingarinnar óttast að kreppuástand verði nýtt til sölu ríkiseigna og segir Keflavíkurflugvöll eiga að vera í höndum ríkisins. Viðskiptaráð telur að fara eigi að tillögum OECD og selja völlinn. 11.11.2020 18:41
Gæðum fórnað ef ófaglærðir ganga í störfin Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segist hissa á nýrri skýrslu OECD og telur ummæli um afnám löggildingar í tilteknum starfsgreinum óskiljanleg. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins bendir á að Íslendingar hafi gengið lengra en önnur Evrópulönd í þessum efnum og að til séu aðrar leiðir. 11.11.2020 11:49
Bakarar furða sig á OECD Landssamband bakarameistara gerir alvarlegar athugasemdir við ummæli framkvæmdastjóra OECD þess efnis að bakaraiðn ætti ekki að njóta lögverndar. 10.11.2020 18:19
Skoða þarf hvort málefnalegar ástæður séu fyrir lögverndun starfsgreina Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríka og ekkert rekstrarfélag flugvalla í álfunni er rekið með óhagstæðari hætti en Isavia, að mati skýrsluhöfunda Efnahags og framfarastofnunar Evrópu. OECD segir þetta koma illa niður á neytendum og gerir yfir fjögur hundruð úrbótatillögur á íslenskum reglum. 10.11.2020 17:51
OECD gerir hátt í 700 athugasemdir við „flóknar“ íslenskar reglur Greining OECD á 632 lögum og stjórnvaldsfyrirmælum sem gilda um ferðaþjónustu og byggingariðnað hér á landi leiddi í ljós 676 mögulegar samkeppnishindranir í regluverkinu. 10.11.2020 13:50
Ógnvænleg fjölgun ofbeldisbrota gegn konum Forsætisráðherra segir ofbeldisglæpum gegn konum hafa fjölgað á ógnvænlegan hátt í faraldrinum. Rætt var um heimilisofbeldi á fundi heimsráðs kvenna í leiðtogastöðum í dag. 9.11.2020 20:30
Allt að fjögur símtöl á dag vegna barna sem gleypa nikótínpúða Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn. 9.11.2020 19:01