Forsetahjónin létu sig ekki vanta Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar var frumsýnd á Íslandi fyrir fullum sal gesta í Bíó Paradís í gærkvöldi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir. 15.8.2025 21:01
Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Það er fátt sem jafnast á við notalega kvöldstund með góðum vinkonum þar sem hægt er að slaka á, kúpla sig frá hversdagsleikanum og hlaða batteríin. Lífið á Vísi setti saman hugmyndir að ógleymanlegu vinkonukvöldi heima fyrir. 15.8.2025 16:31
Þorsteinn og Rós orðin hjón Þorsteinn Baldur Friðriksson, athafnamaður og stofnandi Plain Vanilla, og Rós Kristjánsdóttir, gullsmiður og annar eigandi skartgripafyrirtækisins Hik & Rós, eru orðin hjón. Frá þessu greinir Rós í hringrásinni (e.story) á Instagram. 15.8.2025 15:09
Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona á Ríkissjónvarpinu, gekkst undir margþætta aðgerð á vinstra hné í gær eftir að hafa slasast á fjallaskíðum á Snæfellsjökli um liðna páska. Hún segist nú vera á batavegi og stefnir á að mæta aftur til starfa í október. 15.8.2025 12:07
Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Gítarleikarinn Örn Eldjárn og eiginkona hans, Karen Lena Óskarsdóttir, hafa fest kaup á einbýlishús við Skeljagranda í Vesturbæ Reykjavíkur. Húsið var áður í eigu tónlistarhjónanna Jóns Ólafssonar og Hildar Völu Einarsdóttur. Kaupverðið nam 189,9 milljóna króna. 15.8.2025 10:57
Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Kristín Linda Kaldal, heilsufræðingur, ástríðukokkur og þriggja drengja móðir, deilir reglulega hollum, næringarríkum og barnvænum uppskriftum á Instagram-síðu sinni, auk ýmiss fróðleiks um heilsu. Nú hefur hún fært hinn klassíska ítalska eftirrétt tíramísú í hollari búning. 14.8.2025 16:38
„Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Eigendur Metta Sport, Pétur Kiernan og Samúel Ásberg O’Neill, eru nýkomnir heim úr sumarfríi í Króatíu ásamt kærustum sínum, Valdísi Hörpu Porcu og Þuríði Guðrúnu Pétursdóttur. Ferðalagið einkenndist af sólríkum dögum og vellystingum ef marka má myndir á samfélagsmiðlum. 14.8.2025 11:54
Heillandi arkitektúr í Garðabæ Við Hofslund í Garðabæ stendur fallegt 280 fermetra einbýlishús frá árinu 1975, teiknað af Hilmari Ólafssyni, arkitekt. Útveggir hússins eru úr sjónsteypu sem setja afar heillandi svip á eignina. Ásett verð er 239 milljónir. 14.8.2025 10:49
Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, fagnaði 22 árs afmæli sínu með glæsibrag liðna helgi á skemmtistaðnum Hax. Öllu var tjaldað til í veislunni þar sem stórstjörnur, fljótandi veigar og tónlist settu ómótstæðilegan svip á kvöldið. 13.8.2025 20:01
Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Íslenska TikTok-stjarnan og förðunarfræðingurinn Embla Wigum skein skært á rauða dreglinum í London við forsýningu Freakier Friday þann 31. júlí síðastliðnin. Meðal gesta var aðalleikkona kvikmyndarinnar, Lindsay Lohan. 13.8.2025 15:08