Blautir búkar og pylsupartí Margt var um manninn þegar leiksýningin Sund, eftir leikhópinn Blautir búkar, var endurfrumsýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld. Sýningin naut mikilla vinsælda á síðasta leikári og hefur nú snúið aftur á dagskrá fram á sumar. 5.5.2025 20:02
Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Ofurfyrirsætan Gigi Hadid fagnaði 30 ára afmæli sínu með glæsibrag í New York á dögunum. Á meðal gesta voru nokkrar af skærustu stjörnum Hollywood, þar á meðal kærastinn hennar, leikarinn Bradley Cooper. Hadid deildi myndum úr veislunni á Instagram-síðu sinni. 5.5.2025 15:54
Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen og kærasti hennar Jens Hilmar Wessman eru orðin foreldrar. Parið eignuðust stúlku þann 1. maí síðastliðinn. Frá þessu greinir parið í sameiginlegri færslu á Instagram. 5.5.2025 14:32
Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Maímánuður er genginn í garð með tilheyrandi gleði og hækkandi sól. Stjörnur landsins skinu skært í vikunni, hvort sem það var í boði á Bessastöðum, á auglýsingaskiltum erlendis eða á hlaupum í utanvegahlaupinu Puffin Run í Vestmannaeyjum. 5.5.2025 10:57
Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Íslenski Eurovision-hópurinn lagði af stað til Basel í Sviss snemma í morgun, þar sem VÆB munu keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision 2025 með laginu „Róa“. Hópurinn safnaðist saman í Efstaleiti klukkan þrjú í nótt og hélt áleiðis til Keflavíkurflugvallar með strætó merktum VÆB. Þrátt fyrir svefnleysi var stemningin góð og Hálfdán og Matti, bræðurnir í VÆB, voru í miklum gír fyrir ferðalagið. 2.5.2025 20:45
Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Davíð Antonsson Crivello sem oftast er kenndur við Kaleo fór nýstárlega leið þegar honum var fengið það verkefni að búa til lag í tengslum við auglýsingu á vegum Ölgerðarinnar. Hann nýtti flöskur, dósir, bjórkassa og tappa til þess að búa til hin ýmsu hljóð sem hann púslaði svo saman í lag. 2.5.2025 16:00
Verðmiðinn hækkar á höll Antons Verðmiðinn á einbýlishúsi við Haukanes 24 í Garðabæ heldur áfram að hækka. Um er að ræða glæsilegt hús sem enn er í byggingu og í eigu Antons Kristins Þórarinssonar. Ásett verð eignarinnar er 625 milljónir króna, en fasteignamat hennar er 407,4 milljónir. Þegar eignin var fyrst auglýst til sölu í janúar í fyrra var ásett verð 590 milljónir. 2.5.2025 14:46
Skúli og Gríma fengu sér hund Athafnamaðurinn Skúli Mogensen og innanhússhönnuðurinn Gríma Björg Thorarensen, eru búin að fá sér hund. Gríma birti mynd af nýjasta fjölskyldumeðlimnum á Instagram-síðu sinni í gær. 2.5.2025 13:53
Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Við Skildingatanga í Skerjafirði stendur einstaklega glæsilegt einbýlishús á þremur hæðum, byggt árið 1968. Húsið er 450 fermetrar að stærð, teiknað af Kjartani Sveinssyni, og hefur verið mikið endurnýjað. Óskað er eftir tilboði í eignina. 2.5.2025 13:08
Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Erika Nótt Einarsdóttir, átján ára íslensk hnefaleikakona, er rísandi stjarna bæði í hnefaleikaheiminum og á samfélagsmiðlum. Hún hefur vakið mikla athygli á TikTok síðustu misseri, og ekki síst á alþjóðavettvangi eftir að hún tók þátt í streymi bandaríska áhrifavaldsins Adins Ross. Fylgjendahópur hennar hefur vaxið hratt og er hún komin með yfir 47 þúsund fylgjendur á TikTok og yfir 38 þúsund á Instagram. 2.5.2025 10:12