fréttaþulur

Telma Tómasson

Telma Tómasdóttir er fréttamaður og fréttaþulur á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Herra Hnetusmjör tryllti brekkuna á Landsmóti

Um sjö þúsund manns eru nú í áhorfendabrekkunni á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu. Blíðskaparveður hefur verið í allan dag, sem var kærkomið eftir rigningu og rok gærdagsins.

Stefnir að því að verja titilinn

Árni Björn Pálsson er einn afkastamesti afreksknapinn í íslenska hestaheiminum í dag. Hestar undir hans stjórn eru oftar en ekki í úrslitum í flestum keppnisgreinum hestaíþrótta og kynbótahross sýnd með háar hæfileika einkunnir.

Vellirnir á floti og dagskrá Landsmóts frestað

Fresta þarf dagskrá vegna veðurs á Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir á Gaddstaðaflötum á Hellu. Leiðindaveður er á svæðinu, rok og rigning. Pollar eru á keppnisvöllunum og aðstæður til sýningarhalds afleitar.

Keppti í 32 ára gömlum jakka af pabba sínum

Yngsti keppandinn á Landsmóti hestamanna, sem nú stendur yfir á Gaddstaðaflötum á Hellu, er á tíunda aldursári, eða því sem aldurstakmörk miða við á mótinu. Anna Sigríður Erlendsdóttir er yngst allra, eftir því sem fréttastofa kemst næst.

Hestur Kára einn sá elsti sem hefur keppt á Landsmóti

„Mér þykir mjög vænt um þennan hest en var hræddur um að hann hefði ekki nægan kraft. Guði sé lof að ég hafði rangt fyrir mér. Ég var mjög stressaður,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og hrossaræktandi, eftir óvenjulega sýningu Stakks frá Halldórsstöðum, hests í hans eigu, og knapa hans Sigurbjörns Bárðarsonar í sérstakri forkeppni í A-flokki á Landsmóti hestamanna á Hellu í gær.

Gera ráð fyrir átta til tíu þúsund móts­gestum

Von er á þúsundum gesta á Landsmót hestamanna sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu. „Stemningin er frábær nú þegar,“ segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri LM2022 en mótið stendur yfir alla vikuna.

Á annan tug umsagna vegna stækkunar áforma Ísteka

Þrettán umsagnir hafa borist Umhverfisstofnun (UST) vegna tillögu að starfsleyfi fyrir stækkun Ísteka, fyrirtæki sem vinnur frjósemisaukandi hormón úr blóði hryssa (eCG) og rekur blóðmerabújarðir hér á landi. Fréttastofu er kunnugt um að fleiri umsagnir séu í vinnslu, en frestur til að skila inn athugasemdum rennur úr 22. desember.

Mörg hundruð blóðmerar í eigu Ísteka

Ísteka, fyrirtækið sem framleiðir frjósemislyf úr merablóði einkum fyrir svínarækt erlendis, rekur sjálft þrjár starfsstöðvar (bújarðir) þar sem blóðtaka er stunduð og átti 283 hryssur sem voru í blóðtöku á þessu ári, 2021.

Nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi lagt fram

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði í gær fram á Alþingi nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi með breytingu á lögum um velferð dýra. Inga segir að nýbirt myndband alþjóðlegra dýraverndarsamtaka um búgreinina á Íslandi sýni harkalega meðferð hryssa við blóðtöku og að velferð þeirra sé ekki gætt.

Sjá meira