Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa 13. september 2023 21:11 Finnbjörn segir að meiri áherslu hefði átt að setja á tilfærslukerfin eins og barna-, húsnæðis- og vaxtabætur Stöð 2 Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp tíðindalítið og gefa lítið inn í yfirvofandi kjaraviðræður. „Það er ekkert í þessu sem ríkisstjórnin er að boða til að lækka verðbólgu,“ segir Finnbjörn um nýtt fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra. Frumvarpið var kynnt í gær og fara fram umræður um það á þingi á morgun. Finnbjörn segir of lítið gert fyrir heimilin í frumvarpinu og nefnir í því samhengi að litla hækkun sé að finna á barnabótum í frumvarpinu, og ekkert gefið í húsnæðis- eða vaxtabætur. Finnbjörn bendir á að það liggi fyrir að á næsta ári muni lán margra heimila falla af föstum vöxtum og að ASÍ hefði viljað sjá skýrari viðbrögð við því. „Ef það eru engar ráðstafanir fyrir það fólk, mun fara illa,“ segir Finnbjörn en hann var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir jákvætt, fyrir kjarasamningsviðræðurnar sem framundan eru, að í frumvarpinu sé verið að veita stofnlán til þúsund íbúða. „Það veitir ekki af því húsnæðismarkaðurinn er alveg í rusli hérna.“ Finnbjörn segir slíkar aðgerðir tala inn í yfirvofandi kjaraviðræður en fjármálaráðherra hefur sagt að hann vilji sjá gerða langtímasamninga á markaði. Finnbjörn segir þó þessi stofnlán í raun það eina í frumvarpinu sem tali til nýrra kjarasamninga. „Það er ekki verið að létta undir í neinum kjaraviðræðum með þessum frumvarpi,“ segir Finnbjörn og að það gæti komið til hörku í viðræðunum. „En við vitum alveg hvert við viljum fara í því. Við viljum auka kaupmátt fólks í landinu. Bara eins og fyrirtækin eru ekki tilbúin til þess að gefa eftir, þá gefum við ekkert eftir í þessum efnum.“ Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Stéttarfélög ASÍ Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. 13. september 2023 12:06 Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verðbólgunni Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan. 13. september 2023 10:14 „Virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim“ Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka á þingi segja það sem kynnt er í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra ekki vera neitt nýtt. Formaður Miðflokksins segir fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkisrekstri hljóma eins og „sprell“. 12. september 2023 18:54 Segja rangt að Samtökin '78 fái ekki fjárveitingu Forsætisráðuneytið segir alrangt að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna Samtakanna '78 í fjárlögum næsta árs. Samtökin fái þó minna á næsta ári en þessu. 12. september 2023 17:15 Skilur ekkert í yfirlýsingum um aðhald í ríkisfjármálum Formaður Miðflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um aðhald í ríkisfjármálum þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt. Þingmaður Viðreisnar segir lítið nýtt í frumvarpinu. 12. september 2023 12:31 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp tíðindalítið og gefa lítið inn í yfirvofandi kjaraviðræður. „Það er ekkert í þessu sem ríkisstjórnin er að boða til að lækka verðbólgu,“ segir Finnbjörn um nýtt fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra. Frumvarpið var kynnt í gær og fara fram umræður um það á þingi á morgun. Finnbjörn segir of lítið gert fyrir heimilin í frumvarpinu og nefnir í því samhengi að litla hækkun sé að finna á barnabótum í frumvarpinu, og ekkert gefið í húsnæðis- eða vaxtabætur. Finnbjörn bendir á að það liggi fyrir að á næsta ári muni lán margra heimila falla af föstum vöxtum og að ASÍ hefði viljað sjá skýrari viðbrögð við því. „Ef það eru engar ráðstafanir fyrir það fólk, mun fara illa,“ segir Finnbjörn en hann var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir jákvætt, fyrir kjarasamningsviðræðurnar sem framundan eru, að í frumvarpinu sé verið að veita stofnlán til þúsund íbúða. „Það veitir ekki af því húsnæðismarkaðurinn er alveg í rusli hérna.“ Finnbjörn segir slíkar aðgerðir tala inn í yfirvofandi kjaraviðræður en fjármálaráðherra hefur sagt að hann vilji sjá gerða langtímasamninga á markaði. Finnbjörn segir þó þessi stofnlán í raun það eina í frumvarpinu sem tali til nýrra kjarasamninga. „Það er ekki verið að létta undir í neinum kjaraviðræðum með þessum frumvarpi,“ segir Finnbjörn og að það gæti komið til hörku í viðræðunum. „En við vitum alveg hvert við viljum fara í því. Við viljum auka kaupmátt fólks í landinu. Bara eins og fyrirtækin eru ekki tilbúin til þess að gefa eftir, þá gefum við ekkert eftir í þessum efnum.“
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Stéttarfélög ASÍ Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. 13. september 2023 12:06 Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verðbólgunni Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan. 13. september 2023 10:14 „Virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim“ Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka á þingi segja það sem kynnt er í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra ekki vera neitt nýtt. Formaður Miðflokksins segir fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkisrekstri hljóma eins og „sprell“. 12. september 2023 18:54 Segja rangt að Samtökin '78 fái ekki fjárveitingu Forsætisráðuneytið segir alrangt að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna Samtakanna '78 í fjárlögum næsta árs. Samtökin fái þó minna á næsta ári en þessu. 12. september 2023 17:15 Skilur ekkert í yfirlýsingum um aðhald í ríkisfjármálum Formaður Miðflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um aðhald í ríkisfjármálum þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt. Þingmaður Viðreisnar segir lítið nýtt í frumvarpinu. 12. september 2023 12:31 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. 13. september 2023 12:06
Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verðbólgunni Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan. 13. september 2023 10:14
„Virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim“ Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka á þingi segja það sem kynnt er í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra ekki vera neitt nýtt. Formaður Miðflokksins segir fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkisrekstri hljóma eins og „sprell“. 12. september 2023 18:54
Segja rangt að Samtökin '78 fái ekki fjárveitingu Forsætisráðuneytið segir alrangt að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna Samtakanna '78 í fjárlögum næsta árs. Samtökin fái þó minna á næsta ári en þessu. 12. september 2023 17:15
Skilur ekkert í yfirlýsingum um aðhald í ríkisfjármálum Formaður Miðflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um aðhald í ríkisfjármálum þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt. Þingmaður Viðreisnar segir lítið nýtt í frumvarpinu. 12. september 2023 12:31