Fréttir Villi ekki rúinn trausti Borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, Júlíus Vífill Ingvarsson, gagnrýnir harðlega aðdraganda samruna orkuútrásarrisanna en segir það fjarri sanni að borgarstjóri sé rúinn trausti flokkssystkina sinna. Viðskiptaráðherra segir að tryggja þurfi með lögum að einkaaðilar geti ekki eignast meirihluta í almannaveitum eða auðlindirnar sjálfar. Innlent 5.10.2007 18:18 Össur leiðir hækkanalestina í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa tók ágætan kipp við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Athygli vekur að gengi allra hlutabréfa í félögum sem greiningardeild Glitnis segir í afkomuspá sinni búa yfir helstu tækifærunum hækkaði í morgun. Viðskipti innlent 5.10.2007 10:29 Íhugar einkarekin fangelsi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill kanna þann möguleika að einkaaðilar byggi og reki nýtt fangelsi. Innlent 4.10.2007 18:12 Yoko Ono hrósar Íslandi Milljónir aðdáenda Bítlanna hafa fengið skilaboð frá Yoko Ono um að Ísland hafi yngjandi áhrif og hún skorar á fólk að heimsækja landið. Þetta kemur fram í myndbandi þar sem Yoko kynnir friðarsúluna sem afhjúpuð verður í Viðey á fæðingardegi John Lennons á þriðjudag. Erlent 4.10.2007 17:47 Litlir möguleikar á sæti í öryggisráði SÞ Íslendingar eiga litla möguleika á sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þetta segir fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kofis Annans, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hann telur Tyrki og Austurríkismenn verða fyrir valinu. Innlent 4.10.2007 17:28 Milljarðaáhætta Orkuveitunnar Orkuveita Reykjavíkur leggur milljarða króna að veði í gegnum Reykjavík energy invest. Bæjarfulltrúi A-lista í Reykjanesbæ sakar borgarfulltrúa Reykjavíkur um að fórna Hitaveitu Suðurnesja í útrásinni og vill að Reykjanesbær kaupi hið nýsameinaða orkuútrásarfélag út úr Hitaveitunni. Innlent 4.10.2007 18:06 Nokkur félög í methæðum Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Atorku hækkaði langmest skráðra félaga, eða um 8,19 prósent, og fór í 11,10 krónur á hlut og hefur aldrei verið hærra. Þá fór gengi fleiri félaga í methæðir, svo sem Landsbankans. Viðskipti innlent 4.10.2007 15:57 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum á evrusvæðinu. Þetta er í samræmi við spár fjármálasérfræðinga. Bankinn hefur engu að síður viljað hækka vextina upp á síðkastið en haldið að sér höndum vegna aðstæðna á fjármálamarkaði auk þess sem gengi evru gagnvart bandaríkjadal hefur sjaldan verið hærra. Viðskipti erlent 4.10.2007 12:07 Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Stjórn Englandabanka ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósent. Þetta er í takt við spár sérfræðinga, sem segja bankann vilja skoða áhrif óróleika á fjármálamörkuðum á breskt efnahagslíf áður en næstu skref verði tekin. Viðskipti erlent 4.10.2007 11:14 LÍ sagður bjóða 87 milljarða í írskan sparisjóð Landsbankinn er sagður líklegur til að gera tilboð í írska sparisjóðinn Irish Nationwide Building Society á næstunni. Kaupverð liggur í um einum milljarði evra, jafnvirði 87 milljörðum íslenskra króna. Gengi bréfa í Landsbankanum hefur hækkað um tæpt prósent í dag, stendur í 42,3 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra. Viðskipti innlent 4.10.2007 10:44 Gengi Atorku rýkur upp Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað afar lítið eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Þetta er í takti við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í Atorku hefur hækkað langmest það sem af er dags, eða um 6,73 prósent. Gengi einungis þriggja félaga hefur hækkað en jafn mörg lækkað. Önnur félög standa í stað. Viðskipti innlent 4.10.2007 10:10 Kreditkortavelta eykst milli ára Kreditkortavelta heimila var 17,8 prósentum meiri á fyrstu átta mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 4.10.2007 09:37 Lykilkraftar útrásar orkugeira sameinast Félögin Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy hafa verið sameinuð undir nafni þess fyrrnefnda. Eignir sameinaðs félags nema 65 milljörðum króna og heildarhlutafé 40 milljarðar. Starfsmönnum Orkuveitunnar býðst að kaupa hlut í félaginu á genginu 1,3. Félagið á að skrá á markað innan tveggja ára. Viðskipti innlent 4.10.2007 09:06 Mútumál tengt Norsk Hydro Stjórnendur orkufyrirtækisins Norsk Hydro eru grunaðir um að hafa borgað jafnvirði ríflega 400 milljóna íslenskra króna í mútur vegna verkefna í Líbíu. Erlent 3.10.2007 18:04 Orkurisar sameinast Nýtt og öflugt félag í orkugeiranum varð til í dag þegar Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy voru sameinuð. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur staðfesti samkomulagið nú síðdegis eftir átakafund. Fulltrúi minnihlutans gagnrýndi harðlega að þurfa að taka afstöðu til þessa stóra máls á þremur klukkustundum. Innlent 3.10.2007 18:34 Straumur hækkaði mest í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hækkaði almennt við lok viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Straumi hækkaði mest, eða um 3,33 prósent og standa bréf fjárfestingabankans í 21,7 krónum á hlut. Gengi bréfa í FL Group hækkaði næstmest, eða um 3,1 prósent. Viðskipti innlent 3.10.2007 15:32 Sameining í orkugeiranum Sameina á fjárfestingafélögin Reykjavik Energy Invest (REi) og Geysi Green Energy sem bæði fjárfesta í orkuiðnaði. REi er í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur, en stærsti hluthafi Geysis Green er FL Group. Samkvæmt heimildum Markaðarins verður sameiningin kynnt á blaðamannafundi seinna í dag. Viðskipti innlent 3.10.2007 14:14 Gengi Northern Rock rýkur upp vegna yfirtökufrétta Gengi hlutabréfa í breska fasteignalánafyrirtækinu Northern Rock hefur hækkað um heil tíu prósent í dag eftir að fjárfestingafélagið JC Flowers greindi frá því að það hefði tryggt sér 15 milljarða punda, jafnvirði tæpra 1.900 milljarða íslenskra króna, sem mun nýtast við yfirtöku á félaginu. Viðskipti erlent 3.10.2007 12:59 Norsk Hydro tengt mútuhneyksli í Líbíu Framkvæmdastjóri Norsk Hydro er undir miklum þrýsingi vegna rannsóknar á mútumáli í Líbíu. Talið er að hundruð milljóna króna hafi skipt um hendur. Erlent 3.10.2007 12:19 Lækka skatta á fólk og fyrirtæki Ríkisstjórnin hyggst lækka skatta á fólk og fyrirtæki á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í stefnuræðu forsætisráðherra á alþingi í gærkvöldi. Persónuafslátturinn verður hækkaður og almannatryggingar endurskoðaðar til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Stjórnarandstaðan sagði ræðuna flata. Innlent 3.10.2007 12:15 Kraftur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa tók sprettinn við opnun viðskipta í Kauphöllinni í morgun og rauk Úrvalsvísitalan upp um 1,23 prósent. FL Group leiddi hækkanalestina en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 4,65 prósent. Þegar stundarfjórðungur var liðinn frá opnun Kauphallarinnar kom lækkanakippur sem olli því að bréf í Straumi tóku toppsætið af FL Group. Viðskipti innlent 3.10.2007 10:13 Morgan Stanley segir upp 600 manns Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley ætlar að segja upp allt að 600 manns í hagræðingarskyni. Endurskipulagning stendur yfir á fasteignalánadeild fyrirtækisins. Fimm hundruð manns verður sagt upp í Bandaríkjunum en hundrað í Evrópu. Keppinautar bankans, svo sem Lehman Brothers, hafa gripið til svipaðra ráðstafana vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði. Viðskipti erlent 3.10.2007 09:49 Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Bretlandi Samtök verslunar í Bretlandi segir nauðsynlegt að Englandsbanki lækki stýrivexti en það muni auka bjartsýni neytenda á horfur í efnahagsmálum. Vaxtaákvörðunarfundur Englandsbanka er á morgun en reiknað er með því að bankastjórnin haldi stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum að sinni. Viðskipti erlent 3.10.2007 09:29 Vísitölurnar upp og niður Gengi hlutabréfavísitalna hefur sveiflast nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag. Hækkun var við lok viðskipta í Asíu í morgun og sló vísitalan í Kína enn eitt metið. Vísitölur í Evrópu hafa verið upp og niður. Bloomberg varar við of mikilli bjartsýni. Viðskipti erlent 3.10.2007 09:12 Promens kaupir framleiðslueiningu á Spáni Promens yfirtók í dag framleiðslueiningu spænska fyrirtækisins STE Packaging Development á snyrtivöruumbúðum. Kaupverð er trúnaðarmál en það verður greitt með handbæru fé. Fyrirtækið er staðsett í Esparraguera, nálægt Barcelona á Spáni. Starfsmenn fyrirtækisins eru 33 talsins en árssala fyrirtækisins nemur 3,8 milljónum evra, 332 milljónum króna. Viðskipti innlent 2.10.2007 16:03 Ebay ofgreiddi fyrir Skype Bandaríska uppboðsveitan Ebay segist hafa ofmetið verðið á netsímafyrirtækinu Skype. Fyrirtækið keypti fyrirtækið fyrir rétt um tveimur árum og greiddi fyrir það heila 2,6 milljarða dala, jafnvirði rúmlega 161 milljarð íslenskra króna. Viðskipti erlent 2.10.2007 15:46 Úrvalsvísitalan tók sprettinn Gengi hlutabréfa tók sprettinn rétt fyrir lokun viðskipta í Kauphöllinni fyrir nokkrum mínútum. Gengi bréfa í 365 leiddi lestina fram eftir degi en það hækkaði langmest skráðra félaga í Kauphöllinni, eða um 7,97 prósent. Gengi allra fjármálafyrirtækjanna hækkaði sömuleiðis. Föroyabanki er það undanskilinn en gengi bréfa í honum lækkaði mest, um 2,17 prósent. Viðskipti innlent 1.10.2007 15:37 Fasteignalánin bíta í afkomu UBS Svissneski alþjóðabankinn UBS greindi frá því í dag að hann þurfi að afskrifa fjóra milljarða svissneskra franka, jafnvirði 211 milljarða íslenskra króna, vegna tapaðra útlána á bandarískum fasteignalánamarkaði. Þetta mun skila sér í því að bankinn tapar á bilinu 600 til 800 milljónum franka á þriðja ársfjórðungi. Viðskipti erlent 1.10.2007 09:14 Flugvél í Bónus Baugur gerir þokkalega vel við þá forstjóra sem standa sig í stykkinu ef marka má frétt í breska blaðinu Telegraph. Innlent 30.9.2007 19:02 Dauðadæmd sjávarpláss Hátt í tugur sjávarplássa er dauðadæmdur, segir Eiríkur Stefánsson, fyrrverandi formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar. Hann er hlynntur því að fólk fái styrk til að flytja frá veikustu byggðunum. Þingmaður Frjálslynda flokksins gagnrýnir að bera eigi fé á fólk til að flytja suður. Innlent 30.9.2007 18:56 « ‹ 137 138 139 140 141 142 143 144 145 … 334 ›
Villi ekki rúinn trausti Borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, Júlíus Vífill Ingvarsson, gagnrýnir harðlega aðdraganda samruna orkuútrásarrisanna en segir það fjarri sanni að borgarstjóri sé rúinn trausti flokkssystkina sinna. Viðskiptaráðherra segir að tryggja þurfi með lögum að einkaaðilar geti ekki eignast meirihluta í almannaveitum eða auðlindirnar sjálfar. Innlent 5.10.2007 18:18
Össur leiðir hækkanalestina í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa tók ágætan kipp við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Athygli vekur að gengi allra hlutabréfa í félögum sem greiningardeild Glitnis segir í afkomuspá sinni búa yfir helstu tækifærunum hækkaði í morgun. Viðskipti innlent 5.10.2007 10:29
Íhugar einkarekin fangelsi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill kanna þann möguleika að einkaaðilar byggi og reki nýtt fangelsi. Innlent 4.10.2007 18:12
Yoko Ono hrósar Íslandi Milljónir aðdáenda Bítlanna hafa fengið skilaboð frá Yoko Ono um að Ísland hafi yngjandi áhrif og hún skorar á fólk að heimsækja landið. Þetta kemur fram í myndbandi þar sem Yoko kynnir friðarsúluna sem afhjúpuð verður í Viðey á fæðingardegi John Lennons á þriðjudag. Erlent 4.10.2007 17:47
Litlir möguleikar á sæti í öryggisráði SÞ Íslendingar eiga litla möguleika á sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þetta segir fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kofis Annans, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hann telur Tyrki og Austurríkismenn verða fyrir valinu. Innlent 4.10.2007 17:28
Milljarðaáhætta Orkuveitunnar Orkuveita Reykjavíkur leggur milljarða króna að veði í gegnum Reykjavík energy invest. Bæjarfulltrúi A-lista í Reykjanesbæ sakar borgarfulltrúa Reykjavíkur um að fórna Hitaveitu Suðurnesja í útrásinni og vill að Reykjanesbær kaupi hið nýsameinaða orkuútrásarfélag út úr Hitaveitunni. Innlent 4.10.2007 18:06
Nokkur félög í methæðum Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Atorku hækkaði langmest skráðra félaga, eða um 8,19 prósent, og fór í 11,10 krónur á hlut og hefur aldrei verið hærra. Þá fór gengi fleiri félaga í methæðir, svo sem Landsbankans. Viðskipti innlent 4.10.2007 15:57
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum á evrusvæðinu. Þetta er í samræmi við spár fjármálasérfræðinga. Bankinn hefur engu að síður viljað hækka vextina upp á síðkastið en haldið að sér höndum vegna aðstæðna á fjármálamarkaði auk þess sem gengi evru gagnvart bandaríkjadal hefur sjaldan verið hærra. Viðskipti erlent 4.10.2007 12:07
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Stjórn Englandabanka ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósent. Þetta er í takt við spár sérfræðinga, sem segja bankann vilja skoða áhrif óróleika á fjármálamörkuðum á breskt efnahagslíf áður en næstu skref verði tekin. Viðskipti erlent 4.10.2007 11:14
LÍ sagður bjóða 87 milljarða í írskan sparisjóð Landsbankinn er sagður líklegur til að gera tilboð í írska sparisjóðinn Irish Nationwide Building Society á næstunni. Kaupverð liggur í um einum milljarði evra, jafnvirði 87 milljörðum íslenskra króna. Gengi bréfa í Landsbankanum hefur hækkað um tæpt prósent í dag, stendur í 42,3 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra. Viðskipti innlent 4.10.2007 10:44
Gengi Atorku rýkur upp Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað afar lítið eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Þetta er í takti við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í Atorku hefur hækkað langmest það sem af er dags, eða um 6,73 prósent. Gengi einungis þriggja félaga hefur hækkað en jafn mörg lækkað. Önnur félög standa í stað. Viðskipti innlent 4.10.2007 10:10
Kreditkortavelta eykst milli ára Kreditkortavelta heimila var 17,8 prósentum meiri á fyrstu átta mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 4.10.2007 09:37
Lykilkraftar útrásar orkugeira sameinast Félögin Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy hafa verið sameinuð undir nafni þess fyrrnefnda. Eignir sameinaðs félags nema 65 milljörðum króna og heildarhlutafé 40 milljarðar. Starfsmönnum Orkuveitunnar býðst að kaupa hlut í félaginu á genginu 1,3. Félagið á að skrá á markað innan tveggja ára. Viðskipti innlent 4.10.2007 09:06
Mútumál tengt Norsk Hydro Stjórnendur orkufyrirtækisins Norsk Hydro eru grunaðir um að hafa borgað jafnvirði ríflega 400 milljóna íslenskra króna í mútur vegna verkefna í Líbíu. Erlent 3.10.2007 18:04
Orkurisar sameinast Nýtt og öflugt félag í orkugeiranum varð til í dag þegar Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy voru sameinuð. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur staðfesti samkomulagið nú síðdegis eftir átakafund. Fulltrúi minnihlutans gagnrýndi harðlega að þurfa að taka afstöðu til þessa stóra máls á þremur klukkustundum. Innlent 3.10.2007 18:34
Straumur hækkaði mest í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hækkaði almennt við lok viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Straumi hækkaði mest, eða um 3,33 prósent og standa bréf fjárfestingabankans í 21,7 krónum á hlut. Gengi bréfa í FL Group hækkaði næstmest, eða um 3,1 prósent. Viðskipti innlent 3.10.2007 15:32
Sameining í orkugeiranum Sameina á fjárfestingafélögin Reykjavik Energy Invest (REi) og Geysi Green Energy sem bæði fjárfesta í orkuiðnaði. REi er í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur, en stærsti hluthafi Geysis Green er FL Group. Samkvæmt heimildum Markaðarins verður sameiningin kynnt á blaðamannafundi seinna í dag. Viðskipti innlent 3.10.2007 14:14
Gengi Northern Rock rýkur upp vegna yfirtökufrétta Gengi hlutabréfa í breska fasteignalánafyrirtækinu Northern Rock hefur hækkað um heil tíu prósent í dag eftir að fjárfestingafélagið JC Flowers greindi frá því að það hefði tryggt sér 15 milljarða punda, jafnvirði tæpra 1.900 milljarða íslenskra króna, sem mun nýtast við yfirtöku á félaginu. Viðskipti erlent 3.10.2007 12:59
Norsk Hydro tengt mútuhneyksli í Líbíu Framkvæmdastjóri Norsk Hydro er undir miklum þrýsingi vegna rannsóknar á mútumáli í Líbíu. Talið er að hundruð milljóna króna hafi skipt um hendur. Erlent 3.10.2007 12:19
Lækka skatta á fólk og fyrirtæki Ríkisstjórnin hyggst lækka skatta á fólk og fyrirtæki á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í stefnuræðu forsætisráðherra á alþingi í gærkvöldi. Persónuafslátturinn verður hækkaður og almannatryggingar endurskoðaðar til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Stjórnarandstaðan sagði ræðuna flata. Innlent 3.10.2007 12:15
Kraftur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa tók sprettinn við opnun viðskipta í Kauphöllinni í morgun og rauk Úrvalsvísitalan upp um 1,23 prósent. FL Group leiddi hækkanalestina en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 4,65 prósent. Þegar stundarfjórðungur var liðinn frá opnun Kauphallarinnar kom lækkanakippur sem olli því að bréf í Straumi tóku toppsætið af FL Group. Viðskipti innlent 3.10.2007 10:13
Morgan Stanley segir upp 600 manns Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley ætlar að segja upp allt að 600 manns í hagræðingarskyni. Endurskipulagning stendur yfir á fasteignalánadeild fyrirtækisins. Fimm hundruð manns verður sagt upp í Bandaríkjunum en hundrað í Evrópu. Keppinautar bankans, svo sem Lehman Brothers, hafa gripið til svipaðra ráðstafana vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði. Viðskipti erlent 3.10.2007 09:49
Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Bretlandi Samtök verslunar í Bretlandi segir nauðsynlegt að Englandsbanki lækki stýrivexti en það muni auka bjartsýni neytenda á horfur í efnahagsmálum. Vaxtaákvörðunarfundur Englandsbanka er á morgun en reiknað er með því að bankastjórnin haldi stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum að sinni. Viðskipti erlent 3.10.2007 09:29
Vísitölurnar upp og niður Gengi hlutabréfavísitalna hefur sveiflast nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag. Hækkun var við lok viðskipta í Asíu í morgun og sló vísitalan í Kína enn eitt metið. Vísitölur í Evrópu hafa verið upp og niður. Bloomberg varar við of mikilli bjartsýni. Viðskipti erlent 3.10.2007 09:12
Promens kaupir framleiðslueiningu á Spáni Promens yfirtók í dag framleiðslueiningu spænska fyrirtækisins STE Packaging Development á snyrtivöruumbúðum. Kaupverð er trúnaðarmál en það verður greitt með handbæru fé. Fyrirtækið er staðsett í Esparraguera, nálægt Barcelona á Spáni. Starfsmenn fyrirtækisins eru 33 talsins en árssala fyrirtækisins nemur 3,8 milljónum evra, 332 milljónum króna. Viðskipti innlent 2.10.2007 16:03
Ebay ofgreiddi fyrir Skype Bandaríska uppboðsveitan Ebay segist hafa ofmetið verðið á netsímafyrirtækinu Skype. Fyrirtækið keypti fyrirtækið fyrir rétt um tveimur árum og greiddi fyrir það heila 2,6 milljarða dala, jafnvirði rúmlega 161 milljarð íslenskra króna. Viðskipti erlent 2.10.2007 15:46
Úrvalsvísitalan tók sprettinn Gengi hlutabréfa tók sprettinn rétt fyrir lokun viðskipta í Kauphöllinni fyrir nokkrum mínútum. Gengi bréfa í 365 leiddi lestina fram eftir degi en það hækkaði langmest skráðra félaga í Kauphöllinni, eða um 7,97 prósent. Gengi allra fjármálafyrirtækjanna hækkaði sömuleiðis. Föroyabanki er það undanskilinn en gengi bréfa í honum lækkaði mest, um 2,17 prósent. Viðskipti innlent 1.10.2007 15:37
Fasteignalánin bíta í afkomu UBS Svissneski alþjóðabankinn UBS greindi frá því í dag að hann þurfi að afskrifa fjóra milljarða svissneskra franka, jafnvirði 211 milljarða íslenskra króna, vegna tapaðra útlána á bandarískum fasteignalánamarkaði. Þetta mun skila sér í því að bankinn tapar á bilinu 600 til 800 milljónum franka á þriðja ársfjórðungi. Viðskipti erlent 1.10.2007 09:14
Flugvél í Bónus Baugur gerir þokkalega vel við þá forstjóra sem standa sig í stykkinu ef marka má frétt í breska blaðinu Telegraph. Innlent 30.9.2007 19:02
Dauðadæmd sjávarpláss Hátt í tugur sjávarplássa er dauðadæmdur, segir Eiríkur Stefánsson, fyrrverandi formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar. Hann er hlynntur því að fólk fái styrk til að flytja frá veikustu byggðunum. Þingmaður Frjálslynda flokksins gagnrýnir að bera eigi fé á fólk til að flytja suður. Innlent 30.9.2007 18:56